Eflum aflið með Rauða krossinum

18. okt. 2011

Í tenglsum við kynningaviku Rauða krossins sem nú stendur yfir ákváðu Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum að vekja athygli á starfinu og fá fólk til að hjálpa Rauða krossinum að hjálpa Vesturafli undir slagorðinu Eflum aflið.

Vesturafl, geðræktarmiðstöð er athvarf fyrir fólk sem vegna veikinda og/eða annarra tímabundinna aðstæðna býr við skert lífsgæði og getur því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu.  Í Vesturafli á fólk kost á samverustundum  alla virka daga frá kl. 10 til 16.   Þar fær fólk ýmsa aðstoð við ólíka hluti, getur setið og spjallað yfir kaffitári,  unnið að ýmsu ubbyggjandi og gefandi eða bara átt góða samverustund í jákvæðu umhverfi.  Fólk getur bæði veitt aðstoð og þegið aðstoð í athvarfinu sem hefur verið gangandi í næstum fimm ár.

Alla vikuna er lifandi dagskrá í Vesturafli þar sem fólk  getur fylgst með körfugerð, leðurvinnu, mósaikvinnu, þæfingu á ull og geðræktarkassa. Kaffihlaðborð er í boði alla dagana og lifandi tónlist til styrktar starfinu. Meðal þeirra sem flytja tónlist eru: Rk bandið, Magnús Reynir og Villi Valli, Nemendur úr MÍ, Gummi Hjalta og Eggert, Dagný Arnalds ásamt Ívari Freyju og Evu Lind.
Flóamarkaður Vesturafl er opinn í kynningarvikunni frá 16-17 mánudag til fimmtudags og 15-18 á föstudag. 

Númer á söfnunarreikningi er 342-26-555 Kt. 530269-2649