Nemendur Grunnskóla Ísafjarðar kynna sér starf Rauða krossins

16. maí 2007

Nemendur úr 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði heimsóttu svæðisskrifstofu Rauða krossins á dögunum. Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi fræddi nemendur um starfsemi félagsins heima í héraði, á landsvísu og á alþjóðavettvangi. 

Nemendur voru áhugasamir um starfsemina og spurðu spurninga og komu með tillögur og ábendingar sem geta verið gagnlegar í starfinu. Mikið vær rætt um ungmennahúsið Gamla apótekið á Ísafirði en það er eitt af fyrstu ungmennahúsum á landinu sem deildir Rauða krossins settu á fót.
 
Það er orðinn fastur liður að nemendur 10. bekkjar heimsæki Rauða krossins í lok skólaársins og kynni sér starfsemi félagsins.