Fimmtubekkingar heimsækja Rauða krossinn

24. maí 2007

Áhugasamir fimmtubekkingar í Grunnskólanum á Ísafirði heimsóttu Rauða krossinn á dögunum ásamt kennurum sínum. Þau fengu fræðslu um það sem Rauði krossinn hefur í boði fyrir þann aldurshóp eins og fatasöfnun, tombóluhald og námskeiðið Börn og umhverfi fyrir þau sem gæta barna.
 
Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins fór yfir undirstöðuatriði í endurlífgun og fengu krakkarnir að prófa dúkkurnar sem notaðar eru við kennslu á skyndihjálparnámskeiðum.

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið á Ísafirði dagana 7. og 8. júní. Það er fyrir stelpur og stráka á aldrinum 10 til 13. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá svæðisfulltrúa, vestfirdir@redcross.is og í síma 456 3180.