Seldu varning og styrktu Rauða krossinn

24. ágú. 2007

Þessir sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku sig til á dögunum og seldu vegfarendum á Ísafirði ýmsan varning. Varninginn fengu þær með því að ganga í hús og verslanir auk þess að finna ýmsa hluti heima hjá sér. Síðan héldu þær torgsölu sem gekk það vel að þeim tókst að safna tæpum 12 þúsund krónum sem þær afhentu á svæðisskrifstofu Rauða krossins á Ísafirði.

Stelpurnar hafa áður komið að sjálfboðastarfi Rauða krossins því þær hafa tekið þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs og sótt námskeiðið Börn og umhverfi. Þær eru spenntar fyrir að taka þátt í barnastarfi sem Ísafjarðardeild Rauða krossins mun fara af stað með á næstunni.

Stelpurnar heita;frá vinstri; Heiður Embla Elvarsdóttir, Freyja Rein Grétarsdóttir og Aðalheiður Bára Hjaltadóttir.