Áfangi um sjálfboðið starf í Menntaskólanum á Ísafirði

14. feb. 2008

Rauða kross deild Ísafjarðar og Menntaskólinn á Ísafirði hófu í byrjun árs samstarf um fræðslu og þátttöku nemenda í sjálfboðnu starfi. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki þrjú námskeið á vegum Rauða krossins og skólans áður en þeir hefja sjálfboðin störf. 

Boðið er upp á fræðslu um hugsjónir Rauða krossins og námskeið sem ætlað er öllum til að vinna gegn hvers kyns fordómum og mismunun gagnvart minnihlutahópum. Einnig sækja nemendur námskeið í skyndihjálp. Eftir að hafa lokið þátttöku á námskeiðunum býðst nemendum að velja á milli ýmissa verkefna sem tengjast áhugasviðum þeirra.

Kennarar við áfangann sem nefnist SJÁ102 eru Bryndís Friðgeirsdóttir, Elsa Arnardóttir og Hermann Níelsson. Áfangastjóri er Valdimar Halldórsson.