Styrktu matjurtargarð í Gambíu

6. des. 2007

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Ísafirði héldu Afríkumarkað til styrktar Rauða kross deildinni í North Bank í Gambíu um síðustu helgi.

Söluvarningurinn var keyptur á markaði í Gambíu þegar sjálfboðaliðar voru þar í kynnisferð í nóvember. Hagnaðurinn verður notaður til stuðnings matjurtargarði sem konur í litlu þorpi eru að koma upp. 

Á þessu ári ákváðu deildirnar á Vestfjörðum að hefja vinadeildarsamstarf við deildina í North Bank í Gambíu og viljayfirlýsing undirrituð í Gambíu í nóvember. Markmiðið með samstarfinu er að styrkja starf beggja deildanna, einkum að efla sjálfboðið starf. Mikill áhugi er hjá sjálfboðaliðum á Vestfjörðum fyrir verkefninu og er þegar hafin vinna í Grunnskólunum á Ísafirði og Þingeyri sem byggist á samskiptum milli nemenda.