Duglegar stelpur safna fyrir Rauða krossinn

22. jan. 2009

Tvær 6 ára gamlar stúlkur frá Patreksfirði, þær Arnheiður Breiðfjörð Gísladóttir og Margrét Kristín Th. Leifsdóttir voru með tombólu á dögunum til söfnunar fyrir Rauða krossinn.

Þegar þeim fannst tombólan ekki ganga nógu vel gáfust þær ekki upp heldur tóku sig til, settu dótið í poka og gengu í hús til að selja hlutina. Það gekk betur og afhentu þær söfnunarféð alls kr. 2.115.- formanni Rauða kross deildar V.-Barðastrandasýslu, Helgu Gísladóttur, sem þakkar þeim stöllum frábært framtak.