Góð gjöf frá ,,Spólunum"

28. apr. 2009

Nokkrar konur úr bútasaumsfélaginu „Spólurnar“ á Patreksfirði tóku sig til og saumuðu falleg barnateppi til að setja með í ungbarnapakka sem eldri borgarar á Selinu hafa verið að útbúa í vetur í verkefnið Föt sem framlag. Lilja Jónsdóttir hefur gengið frá pökkunum og séð um að koma þeim til Rauða krossins.

Konurnar afhentu teppin í Selinu á dögunum, hvorki meira né minna en 13 listafalleg teppi eins og þeirra er von og vísa. Formaður deildarinnar Helga Gísladóttir þakkaði þeim stöllum sem og eldri borgurum í Selinu innilega fyrir hlýhug og frábært starf fyrir Rauða krossinn.

Á myndinni sýna félagar úr Spólunum teppin sín: Rósa Ástvaldsdóttir, Anna Jensdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Arnheiður Jónsdóttir