Rauði krossinn – sumarnámskeið

4. jún. 2009

Rauða kross deildirnar á norðanverðum Vestfjörðum halda sumarnámskeið  fyrir börn á aldrinum 10-11 ára. Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Einnig verður farið í útileiki og vettvangsferðir.

Námskeiðin standa yfir frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10 - 16.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti. Námskeiðið er haldið í
Barnaskólanum í Hnífsdal.

Fyrra námskeiðið verður dagana 29. juní til 2. júlí og seinna nám­skeiðið 6.-9. júlí.

Skráning er í síma 869-4209 eða á birnajo@hotmail.com.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Birna Jónasdóttir.

Námskeiðið er ókeypis.