Krakkar á Vestfjörðum sækja námskeið Rauða krossins

23. júl. 2009

Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum héldu sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 11 ára síðustu vikuna í júní.

Á námskeiðinu sem var haldið í Hnífsdal kynntust börnin hugsjónum Rauða krossins og túlkuðu börnin grunvallarmarkmið félagsins í máli, myndum og með látbragði. Einnig fengu börnin að fræðast um endurnýtingu, umhverfisvernd og undirstöðuatriði skyndihjálpar. Farið var í ýmsa leiki, gönguferðir, fjallgöngu og vaðið í ám.

Í lok námskeiðsins buðu börnin foreldrum sínum á sýningu þar sem myndskreytingar voru til sýnis og leikþáttur sem tengdist efni námskeiðsins.