Rauðakrossvikan fyrir vestan

19. okt. 2009

Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fjöldahjálparstöð á laugardaginn og bauð fólki að fylgjast með sjálfboðaliðum að störfum. Stöðin er staðsett í Grunnskólanum á Ísafirði og litu margir við og kynntu sér þau störf sem unnin eru í fjöldahjálparstöð á tímum áfalla. Tekið var á móti skráningum fólks sem vildi gerast liðsauki á neyðartímum og í lokin var myndaður rauður manngerður kross á skólalóðinni. Sjálfboðaliðar úr Súgandafjarðardeild og Ísafjarðardeild sem stóðu vaktina í fjöldahjálparstöðinni voru ánægðir með þá athygli sem neyðarvarnir félagsins hafa fengið í kynningarvikunni svo og innanlandsstarf félagsins á landsvísu.

Deildirnar á Vestfjörðum mynduðu rauðan kross á skólalóð grunnskólans á Ísafirði.