12237942_718316101632624_3284764462387686587_o

12. nóv. 2015 : Vinahúsið í Grundarfirði sendir hlýju til Hvíta-Rússlands

Vinahús Rauða krossins í Grundarfirði er athvarf fyrir alla þá sem hafa ánægju af góðum félagsskap og vilja láta gott af sér leiða.

12003381_703536103110624_3374870702253129675_n

24. sep. 2015 : Skoðunarferð um Akranes og nágrenni með Skagamönnum af erlendum uppruna

Síðastliðinn sunnudag bauð Rauði krossinn á Akranesi íbúum bæjarins af erlendum uppruna í skoðunarferð um Akranes og nágrenni. Ferðin var hluti af verkefninu „Kynning á nærsamfélaginu - Rjúfum einangrun.“

25. nóv. 2014 : Tímamót hjá Vinahúsinu í Grundarfirði

Vinahúsið í Grundarfirði hélt afmælishátíðhátíð þann 19. nóvember þegar fimm ár voru liðin frá stofnun þess.

IMG_4605

8. júl. 2014 : Rauði krossinn í Barðastrandarsýslu hefur í ýmsu að snúast

Rauði krossinn í Barðastrandarsýslu starfar að Bjarkargötu 11 á Patreksfirði. Starfssvæði deildarinnar nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða

Raudur_kross_3

15. maí 2014 : Prjónahópur og heimsóknavinir á Akranesi fara í ferð

Árleg vorferð prjónahóps og heimsóknavina Rauða krossins á Akranesi var að þessu sinni til Hvammstanga.

11. okt. 2011 : Krakkarnir í Stykkishólmi styrkja Haítí

Krakkarnir í 5. bekk grunnskólans í Stykkishólmi gáfu út blað til til styrktar hjálparstarfinu í Haití.

29. ágú. 2011 : Mannréttindi fyrir alla?

Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda.

18. júl. 2011 : Sumarbúðir starfræktar í Stykkishólmi í sjötta sinn

Sumarbúðir fyrir fatlaða voru starfræktar í Stykkishólmi dagana 27. júní – 4. júlí síðastliðinn í Grunnskóla Stykkishólms. Sumarbúðirnar hafa verið starfræktar í vikutíma á hverju sumri síðan árið 2005 í samstarfi við Sumarbúðir á Löngumýri í Skagafirði en starfsemin er skipulögð af Svæðisráði Rauða kross deilda á Norðurlandi. Þátttakendur koma allsstaðar að af landinu og komast jafnan færri að en vilja. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri veitti sumarbúðunum forstöðu. Sex starfsmenn komu að rekstrinum en ellefu einstaklingar sóttu sumarbúðirnar þetta árið.

Dagskráin var einstaklega glæsileg og fjölbreytt. Meðal annars var farið í siglingu um Breiðafjörð, farið í hestaferð, veiðiferð, Sögumiðstöðin í Grundarfirði heimsótt auk fjölbreyttra afþreyingarmöguleika sem boðið var upp á í Stykkishólmi. Þá fengu þátttakendur fræðslu í skyndihjálp og daglegri umhirðu líkamans.

14. júl. 2011 : Best er að sigra heiminn með brosi

Segja palestínskir sjálfboðaliðar sem starfað hafa hér á landi um hríð. Greinin um Mumma og Nael birtist í Skessuhorni 6. júlí 2011.

30. jún. 2011 : Markaður og tískusýning á Brákarhátíð

Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í Brákarhátíðinni um síðustu helgi með ýmsum hætti.

23. jún. 2011 : Skagastaðir fá viðurkenningu á Frumkvöðladegi Vesturlands

Skagastaðir, virknisetur fyrir unga atvinnuleitendur á Akranesi, var útnefnt í 2.-3 sæti sem Frumkvöðull Vesturlands 2010, á Frumkvöðladeginum þann 10. júní, og fengu í sinn hlut 250.000 krónur. Það eru samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands sem standa árlega fyrir slíkum útnefningum.

Í mars 2010 voru Skagastaðir settir á laggirnar en tóku formlega til starfa í apríl sama ár. Þetta er samstarfsverkefni Akranesdeildar Rauða krossins, Vinnumálastofnunar Vesturlands og fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar. Markhópurinn eru einstaklingar á aldrinum 16-30 ára. Verkefnið fór í gang í kjölfar átaksverkefnis sem Félags- og tryggingamálaráðuneytið hóf í ársbyrjun 2010 undir nafninu „Ungt fólk til athafna“. Verkefnið felst í því að virkja og hvetja atvinnuleitendur til ýmissa verkefna.

7. jún. 2011 : Sumarbúðir fyrir fatlaða - laust pláss í Stykkishólmi!

Sumarbúðir fyrir fatlaða einstaklinga, 16 ára og eldri, verða haldnar í Stykkishólmi og Löngumýri í Skagafirði í sumar eins og undanfarin ár. Vegna forfalla er enn pláss fyrir tvo á sumarbúðirnar í Stykkishólmi dagana 27. júní til 4. júlí.

Dagskrá sumarbúðanna er fjölbreytt og sniðin að því að allir geti tekið þátt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Farið er í sund og kvöldvaka haldin hvert kvöld með þátttöku sumarbúðagesta.

Gjald fyrir þátttöku vikuna í Stykkishólmi er 44.000 krónur. Þeir sem áhuga hafa geta fyllt út umsóknareyðublað á vefnum með því að smella á meira. 

17. maí 2011 : Vorferð Félagsvina kvenna af erlendum uppruna

Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna gerðu sér glaðan dag þann 15. maí og fóru í ferðalag upp á Akranes. Þar tók á móti hópnum fríður flokkur sjálfboðaliða Akranesdeildar. Tilefnið var að fagna vorinu og njóta þess að eiga góða stund saman.

Það var um 35 manna hópur kvenna og barna sem lagði af stað og álíka stór hópur sem tók á móti Félagsvinunum á Akranesi. Farið var á safnasvæðið en þar var boðið upp á ratleik, sem fólk tók misalvarlega. Einnig nutu þær þess að borða saman í fallegu húsi sem heitir Stúkuhús og byggt var í upphafi 20. aldar. Að því loknu var farið í leiki þar sem keppnisskapið sagði til sín, þá skipti engu máli hvort fólk var 7 eða 57 allir náðu að skemmta sér vel og lifa sig inn í leikina.Hægt er að sjá myndir á facebook síðu verkefnisins.

11. apr. 2011 : Borgarfjarðardeild opnaði fjöldahjálparstöð vegna ofviðris og grjóthríðar

Borgarfjarðardeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð í húsnæði Menntaskólans í Borgarfirði um kvöldmatarleytið í gær vegna mikils ofsaveðurs sem gekk yfir landið. Lokað var fyrir umferð um Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og einnig þurfti að loka Borgafjarðarbrú vegna ofsaroks og grjóthríðar sem gekk yfir veginn við enda brúarinnar að sunnanverðu.

Milli 50 og 60 manns komu í fjöldahjálparstöðina og biðu af sér veðrið. Opnað var fyrir umferð um brúna á tíunda tímanum í gærkvöldi og héldu þeir sem voru á suðurleið för sinni áfram. Útvega þurfti fimm manns sem voru á norðurleið gistingu þar sem ekki var útlit fyrir að opnað yrði fyrir umferð um Holtavörðuheiði og Bröttubrekku í gærkvöldi.

24. mar. 2011 : Ofurprjónakonan Inga Dóra

Miðvikudagar eru óvenju fjörlegir hjá Akranesdeildinni þegar meðlimir prjónahópsins koma saman og prjóna fyrir verkefnið Föt sem framlag. Og það gengur mikið undan hópnum því á síðasta ári var gengið frá 200 ungbarnapökkum sem eru nú komnir í góðar þarfir hjá börnum í Hvíta-Rússlandi.

Það má segja um hana Ingu Dóru Þorkelsdóttur að hún sé ofurprjónakona. Hún hefur verið með í hópnum frá byrjun og gefið mikið af prjónavörum. Nú er hún að hætta af þeirri ástæðu að hún er að flytja frá Akranesi og að skilnaði afhenti hún deildinni 10 ungbarnapakka.

 „Hún prjónaði allt sem fer í pakkana, það þurfti bara að bæta við bleium. Börnin sem fá pakkana frá Ingu Dóru eru heppin,“ segir Shyamali Ghosh verkefnastjóri Akranesdeildar. „Síðasta vor kom hún með svipað magn af peysum, húfum og teppum sem hún gaf í föt sem framlag verkefnið.“

23. feb. 2011 : Borgarfjarðardeild opnar glæsilega verslun

Það var mikið um að vera hjá Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands þann ellefta febrúar, því auk þess sem deildin tók þátt í 112 deginum með lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveit opnaði deildin glæsilega verslun sem er til húsa að Borgarbraut 61. (á móti Hyrnunni).

Þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki í hátíðarskapi létu Borgnesingar það ekki stoppa sig í að koma við, þiggja veitingar í tilefni dagsins, versla ódýrt og styrkja í leiðinni gott málefni en ágóði af rekstri verslunarinnar fer í hjálparstarf Rauða kross Íslands. Auk þess að bjóða upp á notaðan fatnað hefur verslunin til sölu skartgripi sem ungliðar deildarinnar framleiða af miklum myndarskap og gefa til verslunarinnar.

23. nóv. 2010 : Byggja sig upp á Skagastöðum

Skagastaðir eru samstarfsverkefni, Vinnumálastofnunar, Akranesdeildar Rauða krossins og Akraneskaupstaðar. Skagastaðir voru heimsóttir í Landanum á sunnudagskvöldið.

9. nóv. 2010 : Hugur og hönd starfa saman!

Handverkshópurinn hjá Grundarfjarðardeild Rauða krossins hittist á föstudögum og vinnur ötullega við að sauma, prjóna og breyta eldri flíkum í nýjar. Í hópnum er fólk á öllum aldri sá elsti 86 ára. Nú er búið að taka afraksturinn saman og setja í ungbarnapakka sem sendir verða til Hvíta Rússlands.

Séu flíkurnar taldar lætur nærri að það sé ein flík frá hverjum íbúa bæjarfélagsins. Alls mun 61 barn fá sendingu frá Grundarfirði, með hugheilum óskum um heilsu og betra líf. Rauði krossinn þakkar sínu frábæra handverksfólki sem lagði á sig mikla vinnu við að útbúa fatnaðinn.

3. nóv. 2010 : Þjóðahátíð á Akranesi

Þjóðahátíð var haldin á Akranesi í fjórða sinn sunnudaginn 31. október, en viðburðurinn er liður í dagskrá Vökudaga sem hófust á Akranesi í síðustu viku. Það er Félag nýrra Íslendinga, í samvinnu við Rauða krossinn á Akranesi, Menningarráð Vesturlands og Akraneskaupstað, sem stendur að hátíðinni.

Þátttakan í ár var með besta móti, en fólk frá meira en 25 löndum lögðu hátíðinni lið með einum aða öðrum hætti.  Árni Múli Árnason,  bæjarstjóri á Akranesi setti hátíðina, en ræðismaður Póllands var heiðursgestur. Í ár var lögð sérstök áhersla á samstarf við innflytjendur í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, en fjölmörg verkefni önnur eru nú í gangi sem byggja á samstarfi þessara aðila.

26. okt. 2010 : Veröldin okkar – mömmueldhús opnar á Akranesi

Akranesdeild Rauða krossins stendur að verkefninu Veröldin okkar- mömmueldhús, sem opnaði formlega með alþjóðlegri matstofu þann 15. október. Mömmueldhúsið er virkniúrræði fyrir atvinnulausar konur af erlendum uppruna og reiknað er með að um þrjátíu konur taki þátt í því. Markmiðið er að bjóða upp á heimilsmat frá öllum heimshornum – eins og mæður kvennanna, og mæður þeirra á undan þeim elduðu fyrir fjölskylduna.

Verkefnið, sem er styrkt af Atvinnuþróunarsjóði kvenna og Evrópuári gegn fátækt og einangrun, er sett upp sem átta mánaða tilraunaverkefni til þess að mæta því atvinnuleysi og þeim erfiðleikum sem markhópurinn glímir við nú um stundir. Gert er ráð fyrir því að endurskoða þörfina í árslok 2010 og stefnt að því að búa til alvöru viðskiptatækifæri ef áhugi er fyrir því að reynslutíma loknum.

 

 

3. sep. 2010 : Starfið á árinu 2009

19. apr. 2010 : Tækifæri tekur til starfa á Skagastöðum

„Tækifæri" var opnað með viðhöfn á Akranesi föstudaginn 9. apríl, en það er samstarfsverkefni Rauða krossins, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunnar og Akranesbæjar.

Að sögn Árna Guðmundar Guðmundssonar verkefnisstjóra er markmið Skagastaða að skapa aðstöðu fyrir atvinnulaus ungmenni á aldrinum 16-30 ára, þar sem hægt verður að vinna að því að skapa verkefni, hitta aðra, þróa viðskiptahugmyndir, rjúfa félagslega einangrun með ögrandi verkefnum, halda uppi virkri atvinnuleit og hvetja til umræðu um þá atvinnumöguleika sem bjóðast á Akranesi.

Reiknað er með að allt að 37 ungmenni geti nýtt sér Tækifæri í byrjun og verkefnið þróist svo í takt við óskir og vilja unga fólksins.

19. apr. 2010 : Tækifæri tekur til starfa á Skagastöðum

„Tækifæri" var opnað með viðhöfn á Akranesi föstudaginn 9. apríl, en það er samstarfsverkefni Rauða krossins, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunnar og Akranesbæjar.

Að sögn Árna Guðmundar Guðmundssonar verkefnisstjóra er markmið Skagastaða að skapa aðstöðu fyrir atvinnulaus ungmenni á aldrinum 16-30 ára, þar sem hægt verður að vinna að því að skapa verkefni, hitta aðra, þróa viðskiptahugmyndir, rjúfa félagslega einangrun með ögrandi verkefnum, halda uppi virkri atvinnuleit og hvetja til umræðu um þá atvinnumöguleika sem bjóðast á Akranesi.

Reiknað er með að allt að 37 ungmenni geti nýtt sér Tækifæri í byrjun og verkefnið þróist svo í takt við óskir og vilja unga fólksins.

11. mar. 2010 : Rauði krossinn heldur utan um ungt atvinnulaust fólk

Rauði krossinn er þessa dagana að hrinda af stað verkefni fyrir ungt fólk í atvinnuleit og hefur ráðið níu verkefnisstjóra í átta stöðugildi. Verkefnið er samstarfsverkefni Rauða krossins og Vinnumálastofnunar undir heitinu Ungt fólk til athafna og á að tryggja sjálfboðastörf fyrir allt að 180 unga atvinnuleitendur.

Árni G. Guðmundsson er einn verkefnisstjóranna en hann hefur aðsetur hjá Akranesdeild Rauða krossins. Hann segir aldursviðmiðun fyrir verkefni sem þetta vera 18-24 ára hjá félagsmálaráðuneytinu en það verði útvíkkað í þessu verkefni og reiknað með fólki á aldrinum 16-30 ára.

11. mar. 2010 : Rauði krossinn heldur utan um ungt atvinnulaust fólk

Rauði krossinn er þessa dagana að hrinda af stað verkefni fyrir ungt fólk í atvinnuleit og hefur ráðið níu verkefnisstjóra í átta stöðugildi. Verkefnið er samstarfsverkefni Rauða krossins og Vinnumálastofnunar undir heitinu Ungt fólk til athafna og á að tryggja sjálfboðastörf fyrir allt að 180 unga atvinnuleitendur.

Árni G. Guðmundsson er einn verkefnisstjóranna en hann hefur aðsetur hjá Akranesdeild Rauða krossins. Hann segir aldursviðmiðun fyrir verkefni sem þetta vera 18-24 ára hjá félagsmálaráðuneytinu en það verði útvíkkað í þessu verkefni og reiknað með fólki á aldrinum 16-30 ára.

11. mar. 2010 : Fjöldahjálparnámskeið á Akranesi

Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem hafa áhuga á að starfa innan neyðarvarnakerfis Rauða krossins var haldið á Akranesi í síðustu viku. Sjö manns sátu námskeiðið, 6 af Akranesi og einn af höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldahjálparnámskeið fjalla meðal annars um uppbyggingu almannavarnakerfisins, virkjun fjöldahjálparstöðva og þjónustumiðstöðva fyrir almenning, samskipti við fjölmiðla og sálrænan stuðning. Námskeiðin byggja að stórum hluta á verklegum „skrifborðsæfingum“ þar sem ímynduðum slysavettvangi er stillt upp og þátttakendur æfa skipulagningu viðbragða og samskipti við aðra viðbragðsaðila. Þykja þessar skrifborðsæfingar gefa mjög raunsanna mynd af því sem kemur upp á við raunverulegar aðstæður.

26. feb. 2010 : Fjöldahjálparstöð virkjuð vegna ófærðar í Borgarfirði

Leitað var til Rauða kross deildarinnar í Borgarfirði í gærkvöldi vegna fjölda manns sem var veðurtepptur og fyrirséð að þyrfti að útvega gistingu. Um 300 manns þurftu að gista í Borgarnesi í nótt vegna ófærðar og slæms veðurs á Vesturlandi, þar af tæplega hundrað grunnskólanemar af höfuðborgarsvæðinu.

Vegna mikillar ófærðar innanbæjar reyndist ekki unnt að opna fjöldahjálparstöð í grunnskólanum, sem er á neyðaráætlun deildarinnar skilgreindur sem fjöldahjálparstöð, en þess í stað var tekið á móti fólki í félagsmiðstöðinni Óðali sem er staðsett í Menntaskóla Borgarfjarðar.

Milli 50 og 60 manns gistu í félagsmiðstöðinni en aðrir höfðu fengið inni á gistiheimilum, hótelum og einhverjir í heimahúsum.

Sjálfboðaliðar voru að störfum fram undir morgun eða þar til búið var að ryðja helstu vegi og fólkið gat haldið ferð sinni áfram.

15. feb. 2010 : Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar kynnir skyndihjálp

Í tilefni af 1-1-2 deginum þann 11.2. unnu Rauði krossinn í Borgarfirði og Neisti sameiginlega að kynningu í verslunarhúsnæði í Borgarnesi. Þar var Neisti með til sölu öryggisvörur fyrir heimili sem snúa að eldvörnum, kynnti sigurvegara í eldvarnargetraun og var með slökkviliðsbíl til sýningar sem vakti mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins sá um að dreifa skyndihjálparbæklingnum ,,Ertu til þegar á reynir“  til almennings og það þótti vel við hæfi vegna þess að 1-1-2 dagurinn snýr einmitt að því að vekja almenning til umhugsunar um neyðarlínuna 1-1-2 og skyndihjálp.

Á myndinni eru þær Guðrún Hildur Hauksdóttir,  Erla Björk Kristjánsdóttir og Salvör Svava Gylfadóttir úr ungmennastarfinu en þær stóðu sig aldeilis vel við kynninguna.
 

23. jan. 2010 : Vel heppnuð aðlögun flóttakvenna

Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands og settust að á Akranesi. Aðlögun hópsins gengur vel og lítil hnáta hefur meira að segja bæst í hópinn eins og Sigríður B. Tómasdóttir komst að í heimsókn á Skagann. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23. janúar 2010.

19. jan. 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí

Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.  Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.  

„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."

14. jan. 2010 : Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag

Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag.  Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.

Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.

13. jan. 2010 : Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí

Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.

3. nóv. 2009 : Rauði krossinn á Vökudögum

Það hefur verið í nógu að snúast hjá Rauða krossinum á Akranesi undanfarið, einsog venja er á þessum árstíma. Um helgina lauk Vökudögum – menningarhátíð á Akranesi – sem deildin tók þátt í með því að standa fyrir basar Prjónahóps og taka þátt í Þjóðahátíð. Báðir viðburðirnir heppnuðust einstaklega vel. Stór hluti af framleiðslu prjónahóps seldist upp og mörg hundruð manns lögðu leið sína á Þjóðahátíð að kynna sér menningu nágranna sinna í tónum og mat.
 

20. okt. 2009 : Hugleiðingar að nýlokinni kynningarviku

ERTU TIL ÞEGAR Á REYNIR eru einkunnarorð nýliðinnar kynningarviku Rauða kross Íslands. Ég tel að allir sjálfboðaliðar, starfsmenn og aðrir sem að kynningarvikunni komu geti verið sammála um hún hafi tekist langt framar vonum.

15. okt. 2009 : Akranesbúar mynduðu rauðan kross

Ríflega 100 manns mættu á Merkurtúnið á Akranesi í gær til að búa til Rauðan kross.

14. okt. 2009 : Líf og fjör í kynningarviku

Það hefur verið líf og fjör í Rauða kross húsinu á Akranesi þessa vikuna, en nú stendur sem hæst kynningarvika Rauða kross Íslands, og margt á döfinni. Dagurinn í dag hófst á smávegis kaffisamsæti þar sem lagt var á ráðin um dagana framundan. Klukkan 13.00 mætir Prjóni prjón prjónahópur og galdrar eitthvað dásamlegt fram að vanda, en þess má til gamans geta að hópurinn verður með basar á Vökudögum. Frá klukkan fimm til sjö í dag verða sjálfboðaliðar á ferðinni um bæinn að safna liðsauka og segja frá því að í kvöld klukkan 20.15 verður opið hús í Rauða kross húsinu þar sem fjallað verður um helstu verkefni deildarinnar, auk liðsaukaverkefnisns.  Slegið verður í vöfflur og heitt kaffi á könnunni. Á morgun stefnum við svo að því að setja met á Merkurtúni. Þá stefnum við rauðklæddum Skagamönnum saman til þess að mynda rauðan kross sem myndaður verður úr lofti fyrir fjölmiðla.  Rauði krossinn er stærsta mannúðarhreyfing í heimi – vilt þú vera með?

12. okt. 2009 : Rauði krossinn á „súpufundi“ á Patreksfirði

Á Patreksfirði hefur sú skemmtilega hefð verið viðhöfð í tæpt ár að halda vikulega „súpufundi” í sjóræningjahúsinu, sem er nýuppgerð vélsmiðja og stendur á Vatneyri, en húsið var byggt snemma á síðustu öld. Á súpufundunum sem SKOR þekkingarsetur stendur fyrir, gefast fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri til að kynna starfsemi sína eða fjalla um valin málefni. Fundargestir hittast í hádeginu, borða saman súpu dagsins og hlusta á hálftíma umfjöllun um fyrirfram auglýst málefni.

 Í síðustu viku fór formaður V-Barðastrandarsýsludeildar Rauða krossins, Helga Gísladóttir í heimsókn í sjóræningjahúsið og flutti fundargestum kynningu á starfi Rauða krossins. Fór Helga yfir starfsemi félagsins á alþjóðasviði, innanlandssviði, fatasöfnunar auk þess sem hún gerði starfsemi deildarinnar ýtarleg skil. Að lokum kynnti Helga hvað helst væri framundan í starfi deildarinnar og bar þar hæst núverandi Rauðakrossvika og söfnun í LIÐSAUKA.

8. okt. 2009 : Ávextir fjölmenningarsamfélagsins

Fólksflutninar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari.  Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun.  Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum -og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð.  Við getum ekki snúið okkur undan og látið einsog annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess  er  borgið – þar sem draumurinn um innihladríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka.
 

14. sep. 2009 : Skapandi starf með konum af erlendum uppruna

Skapandi starf með konum af erlendum uppruna er verkefni sem Akranesdeild Rauða krossins hleypti af stokkunum í byrjun ársins og lauk með glæsilegri handavinnusýningu sem haldin var í Bókhlöðunni á Akranesi í júní og júlí.

Verkefnið fólst í því að konur af erlendum uppruna ásamt fjórum áhugasömum íslenskum konum komu saman einu sinni í viku til þess að vinna listform sem tengjast menningu þeirra og kynnast listrænum hefðum Íslendinga.

14. sep. 2009 : Skapandi starf með konum af erlendum uppruna

Skapandi starf með konum af erlendum uppruna er verkefni sem Akranesdeild Rauða krossins hleypti af stokkunum í byrjun ársins og lauk með glæsilegri handavinnusýningu sem haldin var í Bókhlöðunni á Akranesi í júní og júlí.

Verkefnið fólst í því að konur af erlendum uppruna ásamt fjórum áhugasömum íslenskum konum komu saman einu sinni í viku til þess að vinna listform sem tengjast menningu þeirra og kynnast listrænum hefðum Íslendinga.

10. sep. 2009 : „Mér líður vel hérna“ - Eitt ár síðan nýr kafli hófst í lífi Manal Aleedi

ÞESSA dagana situr Manal Aleedi mest heima við í blokkinni sem hún býr í á Akranesi og æfir sig í að skrifa íslensku. Þar sem það er ramadan, þ.e. föstumánuður, hefur hún ekki jafnmikið fyrir stafni utan heimilisins og venjulega. Greinin birtist í Morgunblaðinu 09.09.2009.

27. ágú. 2009 : Námskeið í lestri og ritun á íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna

Verkefnið er ætlað fólki af erlendum uppruna, og markhópurinn er fólk sem talar og skilur ágæta íslensku en skortir lestrar og ritunarfærni í málinu. Markmiðið er að þátttakendur eflist í lestri og ritun á íslensku. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að tengja lestur og ritunarþjálfun við reynslu, þarfir og þekkingu nemenda, þannig að þeir geti nýtt sér kunnáttu sína í tengslum við aðra færniþætti og fest orðaforðann betur í  minni.

24. júl. 2009 : Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak

Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

8. júl. 2009 : Sumarbúðir fatlaðra í Stykkishólmi

Nýverið lauk summarbúðum Rauða kross Íslands í Stykkishólmi fyrir fatlaða 18 ára og eldri. Alls tóku 12 manns þátt í þessu skemmtilega starfi sem fram fór dagana 23.-30. Júní 2009. Ýmsir aðilar í Stykkishólmi veittu verkefninu lið, meðal annars lagði Stykkishólmsbær til starfsfólk frá vinnuskólanum vegna þrifa á húsnæði og allir þáttakendur á  sumarbúðunum fengu ókeypis í sund, potta og böð.

„Töluverð reynsla er komin á sumarbúðirnar á þeim árum sem þær hafa verið haldnar,“ sagði Gunnar Svanlaugsson sumarbúðastjóri. „Starfið hefur verið þróað þannig að það henti fötluðum sem allra best. Eins hafa verkefnin verið löguð að veðrinu og við reyndum að vera úti þegar vel viðraði.“

25. jún. 2009 : Ég spyr sjálfa mig í sífellu hvort mig sé að dreyma?

 Ég er í heimsókn hjá Sawsan, 42 ára konu frá Palestínu, á nýju heimili hennar í íslenska bænum Akranesi þar sem búa 6600 manns. Þar hefur hún nú búið í níu mánuði ásamt fimm ára syni sínum Yehja og er staðráðin að hefja nýtt líf í nýju landi.  Hún þurfti að flýja blóði drifin stræti Bagdadborgar lifði lengi á barmi örvæntingar í Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Sýrlands. Þetta er frásögn hennar, sem um leið er saga um hugrekki og von.

23. jún. 2009 : Skapandi handverk á Akranesi

Handavinnusýningin „Skapandi handverk”  var opnuð á Alþjóðlega flóttamannadaginn síðastliðinn laugardag í Bókhlöðunni á Akranesi. Þar eru til sýnis handverk palestínsku flóttakvennanna og annarra íbúa á Akranesi sem tekið hafa þátt í handavinnunámskeiði á vegum Akranesdeildar Rauða krossins síðast liðinn vetur.

22. jún. 2009 : Málefni flóttafólks vöktu mikla athygli á Laugaveginum

Fjölmargir kynntu sér málefni og menningu flóttafólks og hælisleitenda á alþjóðadegi flóttamanna síðast liðinn laugardag. Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóðu að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk, þar sem athygli var vakin á stöðu flóttafólks og allra þeirra sem neyðast til að leggja á flótta. Jafnframt var bent á þátt flóttafólks við að byggja hér betra samfélag og auðga íslenska menningu og mannlíf. Boðið var upp á ýmsa skemmtun – tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar.

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008

29. maí 2009 : Hlustum á börnin – átaksvika Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Hlutleysi – Skilningur – Trúnaður - Nafnleysi

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 31. maí til 6. júní undir yfirskriftinni Hlustum á börnin. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 minna fólk á að vera vakandi yfir líðan barna á erfiðum tímum og einnig upplýsa börn og unglinga um að þau geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í 1717.

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þunglyndi, sinnuleysi og kvíði foreldra færist yfir á börn þeirra. Við þær aðstæður eru foreldrar í minna mæli í stakk búin til þess að veita börnum sínum öryggi, hlýju og athygli. Börn elska foreldra sína og þurfa að fá staðfestingu á að þeir hafi tíma fyrir þau og hlusti á þau. Það sem börn þrá framar öllu er samvera við sína nánustu.

28. maí 2009 : Gleðidagar - ókeypis sumarnámskeið fyrir börn

Rauði kross Íslands í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands stendur fyrir óvenjulegum sumarnámskeiðum fyrir börn undir yfirskriftinni Gleðidagar - ungur nemur, gamall temur.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða að mestu eldri borgarar og er hverjum í sjálfsvald sett hverju hann vill miðla til ungu kynslóðarinnar. Því er um ákaflega fjölbreytta dagskrá að ræða þar sem hugarflug og kunnátta þeirra eldri ræður för. Þetta getur til að mynda falist í gömlum leikjum, hnútabindingum, handavinnu, sögustundum, og kennslu í að kveðast á.

21. apr. 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Reykhólum

Haldið var námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra í Grunnskólanum á Reykhólum um síðustu mánaðarmót og sóttu það níu manns. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum um ýmis mál tengdum fjöldahjálp og verklegum æfingum.

Grunnskólinn á Reykhólum er í almannavarnaáætlun skilgreindur sem fjöldahjálparstöð ef til neyðarástands kemur í nágrenni Reykhóla. Fjöldahjálparstöðvar eru á flestum stöðum á landinu í skólum og var því mikils virði að starfsmenn grunnskólans sóttu námskeiðið. Yfirleitt eru starfsmenn skóla þeir fyrstu sem kallaðir eru á vettvang ef opna þarf fjöldahjálparstöð. Alls eru rúmlega 160 fjöldahjálparstöðvar staðsettar víðs vegar um landið.

23. mar. 2009 : Borgarfjarðardeild og Grunnskólinn í Borgarnesi fengu fróðlega heimsókn

Borgarfjarðardeild Rauða krossins fékk heimsókn frá Sulayman og Amie sjálfboðaliðum Rauða krossins í Gambíu í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir verða í sex vikur á Íslandi og koma víða við, þar á meðal í Borgarnesi.

Deildin bauð sjálfboðaliðunum á Landnámssetur Íslands þar sem þau sáu sýningu um landnám Íslands. Eftir sýninguna var þeim boðið til kvöldverðar með stjórnarfólki deildarinnar þar sem þau héldu kynningu á gambíska Rauða krossinum.

20. mar. 2009 : Heimsókn frá Gambíu

Undanfarnar vikur hafa þau Sulayman og Amie, sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, verið í heimsókn á Íslandi í boði Reykjavíkurdeildarinnar Markmiðið með heimsókninni er að kynnast starfi Rauða krossins á Íslandi og kynna um leið umfangsmikið og blómlegt starf í Gambíu. 
Deildir á Vesturlandi hafa átt í áralöngu vinadeildarsamstarfi við deildina í Western division í Gambíu og því var sérstaklega spennandi að fá þau Sulayman og  Amie í heimsókn, en þau gerðu víðreist um Vesturlandi í vikunni. Á þriggja daga ferð sinn heimsóttu þau skóla og fyrirtæki í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Borgarnesi og Akranesi. Í tengslum við heimsóknina var skólasamskiptaverkefni, þar sem krakkar úr 4. gg 5. bekk í Snæfellsbæ tengjast nemendum í skóla  í úthvefri  Brikama, höfuðborg W-region, hrundið af stað.
 

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

13. mar. 2009 : Arabísk veisla.

Það ilmaði vel í Rauða kross húsinu á Akranesi í gærkvöld þegar Wafaa Al Quinna tók bæjarfulltrá á Akranesi og þingmenn í NV – kjördæmi á námskeið í arabískri matargerð.
Á námskeiðið mættu Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs á Akranesi, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson og Sveinn Kristinssons bæjarfulltrúar og þingmennirnir Guðbjartur Hannesson og Einar Kr. Guðfinnsson.
Fyrir hópnum lá að slá upp fimm rétta arabískri veislu, en boðið var upp á súpu, falafel, kebeb, hummus og arabíska kartöflumús. Það má segja að verkaskiptining milli bæjarstjórnamanna og þingmanna hafi haldið nokkuð vel – Einar og Gutti  tækluðu græjumálin og sáu um að hakka og hnoða en bæjarstjórnarmennirnir- og konurnar sáu um nánari úrvinnslu hráefnisins. Að lokum var svo sest að veisluborði og voru menn á einu máli um að samvinnan í eldhúsinu hefði skilað stórkostlegum árangri. 

 

13. mar. 2009 : Góð heimsókn!

Það var glatt á hjalla í Rauða kross húsinu á miðvikudagsmorguninn þegar hópur nemenda í móttökudeild Grundaskóla kíkti í heimsókn. Heimsóknin var liður í samfélagsfræðslu í samfélagsfræðslu í skólanum og var markmiðið var að kynnast bæjarlífinu betur. Í Rauða kross húsinu tók verkefnisstjóri innflytjendmála, Shyamali Ghosh, á móti krökkunum og sagði þeim frá starfi Rauða krossins um allan heim og fjallaði um helstu verkefnin á Akranesi. Að lokum skoðuðu krakkarnir nýja húsið sem Rauði krossinn flutti í fyrir skömmu og héldu svo í skólann aftur, glaður í bragði.
 

10. mar. 2009 : Skvísuleg heimsókn

Í morgun fékk Rauði krossinn á Akranesi fékk góða heimsókn  þegar hópur af pólskum konum sem er á íslenskunámskeiði í Jafnréttihúsi kíktu í kaffi og fékk kynningu á verkefnum deilarinnar með innflytjendum og Félagi nýrra Íslendinga, sem starfar í nánum tengslum við Rauða krossinn á Akranesi.
Allar höfðu dömurnar áhuga á því að koma til starfa með deildinni og vinna að því að byggja upp verkefni og virkniprógram fyrir atvinnulausa innflytjendur á Skaga. Fyrstu tvö verkefnin á dagskrá eru að koma á námskeiði fyri rhópinn í arabískri matargerð og að skipuleggja skvísupartý fyrir konur af íslenskum og erlendunm uppruna í bland sem haldið verðu laguardaginn 4. mars.  Öllum skvísum er bent á að taka daginn frá því partýið er öllum konum opið.

9. mar. 2009 : Eldhugar hitta palestínska unglinga á Akranesi

Það var sannkölluð fjölmenningarstemning á fundi Eldhuga á fimmtudaginn er þeir fóru saman ásamt sjálfboðaliðum að heimsækja Rauða krossinn á Akranesi. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur. Nokkrir unglingar úr hópi palestínskra flóttamanna sem þar búa, ásamt sjálfboðaliðum og starfsfólki  deildarinnar, biðu hópsins með veitingar. Auk þess sem hann fékk fræðslu um móttöku flóttamanna til nýrra heimkynna. Þar kom fram hvernig Rauði krossinn á Akranesi stóð að móttöku flóttamannanna frá Palestínu sem fluttu þangað í fyrrahaust. Sagt var frá því hvernig deildin og bæjarbúar stuðluðu að því að fólkinu liði sem best og hvernig stuðningsfjölskyldur á Akranesi hafa stutt við hópinn og hjálpað þeim við að aðlagast lífi í nýju landi.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

3. mar. 2009 : Rauði krossinn á Akranesi tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna; Hvunndagshetja, Frá kynslóð til kynslóðar, Samfélagsverðlaun og Til atlögu gegn fordómum, en í þeim flokki var Rauða kross deildin á Akranesi tilnefnd.

Í september síðastliðnum komu átta palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt 21 barni sínu og settust þar að. Hitann og þungann af verkefninu bar flóttamannanefnd félagsmálaráðuneytisins, Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi, þar á meðal nemendur við Fjölbrautarskólann. Einnig hafa konurnar tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.

23. feb. 2009 : Unglingadeildinni Vestra færð vegleg peningagjöf

Í síðustu viku komu Helga Gísladóttir, formaður V-Barðastrandasýsludeild Rauða krossins og Jónas Sigurðsson til fundar við Unglingadeildina Vestra og færðu þau unglingadeildinni gjafabréf að upphæð 100.000 krónur.

Arna Margrét Arnardóttir, umsjónarmaður unglingadeildarinnar, tók við gjafabréfinu fyrir hönd unglingadeildarinnar. Þakkaði hún fyrir þennan frábæra styrk sem mun koma unglingadeildinni að góðum notum.

Unglingadeildin Vestri var endurvakinn í haust og hafa unglingar tekið starfi deildarinnar vel. Allir unglingar á svæðinu voru boðnir velkomnir og hingað til hafa Patreksfirðingar, Tálknfirðingar og Barðstrendingar verið mjög duglegir að mæta.

6. feb. 2009 : Góð þátttaka á námskeiðum á Vesturlandi

Rauða kross deildir á Vesturlandi hafa staðið fyrir fimm námskeiðum í sálrænum stuðningi á síðustu tveimur mánuðum.  Á þessi fimm námskeið mættu samtals 104 manns. Athygli vekur að af þessum fjölda eru milli 80 og 90 manns frá opinberum stofnunum og leik- og grunnskólum á Vesturlandi.

Námskeiðin eru 4 klst. að lengd og er markmið þeirra að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Svæðisráð og forráðamenn deilda hafa við skipulagningu námskeiðanna leitað eftir  samstarfi við opinbera aðila og skólastjórnendur á þeim stöðum þar sem þegar hafa verið haldin slík námskeið, og hefur þeim umleitunum undantekningarlaust verið vel tekið eins og tölur um mætingu sýna og eru víða dæmi um að námskeiðin hafi verið og verði felld inn í starfsdaga kennara.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

12. jan. 2009 : Hlý föt handa flóttabörnum

Í vor, þegar ljóst var að hópur flóttamanna frá Írak myndi koma til Íslands og setjast að á Akranesi, tóku konur í prjónahópi Hafnarfjarðardeildar sig til og prjónuðu peysur, húfur, vettlinga og sokka á öll börnin, alls 21 að tölu. Fatnaðurinn var afhentur mæðrunum og elstu börnunum í síðustu viku og er óhætt að segja að gjöfin hafi slegið í gegn.

Mæðrunum þótti sérstaklega hlýlegt að hugsa til þess að löngu áður en þær lögðu upp í þá miklu reisu sem ferðalagið frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Akraness er, hafi hópur íslenskra kvenna þegar verið farinn að hugsa til þeirra og undirbúa komu hópsins. Senda þær sínar bestu þakkir til Hafnarfjarðar.

12. jan. 2009 : Hlý föt handa flóttabörnum

Í vor, þegar ljóst var að hópur flóttamanna frá Írak myndi koma til Íslands og setjast að á Akranesi, tóku konur í prjónahópi Hafnarfjarðardeildar sig til og prjónuðu peysur, húfur, vettlinga og sokka á öll börnin, alls 21 að tölu. Fatnaðurinn var afhentur mæðrunum og elstu börnunum í síðustu viku og er óhætt að segja að gjöfin hafi slegið í gegn.

Mæðrunum þótti sérstaklega hlýlegt að hugsa til þess að löngu áður en þær lögðu upp í þá miklu reisu sem ferðalagið frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Akraness er, hafi hópur íslenskra kvenna þegar verið farinn að hugsa til þeirra og undirbúa komu hópsins. Senda þær sínar bestu þakkir til Hafnarfjarðar.

8. jan. 2009 : Hjálpfús á ferð og flugi

Hjálpfús gerir víðreist um Akranes þessa dagana, en hann stefnir á að hafa heimsótt alla fjóra leikskólana í bænum í næstu viku. Í morgun bankaði hann upp á í leikskólanum Garðaseli, heimsótti krakkana og færði leikskólanum að gjöf mynddisk sem inniheldur þættina um Hjálpfús sem sýndir hafa verið í Stundinni okkar og sjöundu sögustundina sem efna má til með aðstoð fingrabúðunnar Hjálpfúss, sem leikskólunum var gefin fyrir nokkrum árum.
 

6. jan. 2009 : Fréttabréf Borgarfjarðardeildar

19. des. 2008 : Nemendur Grundaskóla safna fyrir börn í Malaví

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla á Akranesi afhentu Rauða krossinum afrakstur jólasöfnunar skólans í dag. Í fyrra söfnuðust um 300 þúsund krónur og gert er ráð fyrir að svipuð upphæð komi upp úr söfnunarbaukunum nú. Nemendafélag skólans hóf söfnunina með fjárframlagi sem nemur 100 kr. á hvern nemenda Grundaskóla eða alls 60 þúsund.

Hólmfríði Garðarsdóttur tók við styrknum úr hendi nemenda Grundaskóla. Hólmfríður starfar fyrir Rauða krossinn og er með aðsetur í Malaví. Hún fræddi börnin um mikilvægi þessarar gjafar og hvernig peningarnir verða notaðir.

Rauði kross Íslands styður starf malavíska Rauða krossins í Nkalo og Mwanza héruðunum. Þar hlúa sjálfboðaliðar að alnæmissjúkum, ungliðar fræða jafnaldra sína og börn eru studd til mennta.

19. des. 2008 : Nemendur Grundaskóla safna fyrir börn í Malaví

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla á Akranesi afhentu Rauða krossinum afrakstur jólasöfnunar skólans í dag. Í fyrra söfnuðust um 300 þúsund krónur og gert er ráð fyrir að svipuð upphæð komi upp úr söfnunarbaukunum nú. Nemendafélag skólans hóf söfnunina með fjárframlagi sem nemur 100 kr. á hvern nemenda Grundaskóla eða alls 60 þúsund.

Hólmfríði Garðarsdóttur tók við styrknum úr hendi nemenda Grundaskóla. Hólmfríður starfar fyrir Rauða krossinn og er með aðsetur í Malaví. Hún fræddi börnin um mikilvægi þessarar gjafar og hvernig peningarnir verða notaðir.

Rauði kross Íslands styður starf malavíska Rauða krossins í Nkalo og Mwanza héruðunum. Þar hlúa sjálfboðaliðar að alnæmissjúkum, ungliðar fræða jafnaldra sína og börn eru studd til mennta.

12. des. 2008 : Litlu jólin hjá foreldramorgnum

Haldin voru litlu jól meðal mæðra sem mæta í foreldramorgna á miðvikudögum hjá Borgarfjarðardeild Rauða krossins. Þar áttu mæður og börn þeirra notalega stund saman. Léttar jólaveitingar voru í boði og yngsta kynslóðin skiptist á pökkum og vakti það mikla lukku meðal þeirra. Það var mjög vel mætt og allir fóru ánægðir heim eftir góða stund saman.

Næsti foreldramorgunn verður miðvikudaginn 17. desember klukkan 10:00 í húsnæði Rauða krossins að Borgarbraut 4 í Borgarnesi. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta. Eftir það verður jólafrí en áætlað er að hittast aftur á nýju ári eða þann 7. janúar.

5. des. 2008 : Hamingjan á útopnu

Á morgun, laugardaginn 6. desember, efna sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins til síns árlega útvarpsþáttar í Útvarpi Akraness, fm 95.0. Hamingjan á útopnu er yfirskift þáttarins og ætla þáttarstjórnendur að velta hamingjunni fyrir sér.

Af spennandi efni í þættinum má nefna leitina að hamingjunni, en þeir Erlingur Birgir Magnússon og Sigmundur Erling Ingimarsson brugðu undir sig betri fætinum og fóru um Skagann með upptökutæki, ræddu við fólk á förnum vegi og leituðu svara við spurningnni: Hvað er hamingja.

Í þættinum verður jafnframt fjallað um verkefni Rauða krossins á Akranesi á aðventunni, fólk úr ýmsum áttum kemur í létt spjall og spiluð verða hamingjulög af ýmsum toga. Útvarp Akranes sendir út á Fm 95.0 – fylgist með!

5. des. 2008 : Hamingjan á útopnu

Á morgun, laugardaginn 6. desember, efna sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins til síns árlega útvarpsþáttar í Útvarpi Akraness, fm 95.0. Hamingjan á útopnu er yfirskift þáttarins og ætla þáttarstjórnendur að velta hamingjunni fyrir sér.

Af spennandi efni í þættinum má nefna leitina að hamingjunni, en þeir Erlingur Birgir Magnússon og Sigmundur Erling Ingimarsson brugðu undir sig betri fætinum og fóru um Skagann með upptökutæki, ræddu við fólk á förnum vegi og leituðu svara við spurningnni: Hvað er hamingja.

Í þættinum verður jafnframt fjallað um verkefni Rauða krossins á Akranesi á aðventunni, fólk úr ýmsum áttum kemur í létt spjall og spiluð verða hamingjulög af ýmsum toga. Útvarp Akranes sendir út á Fm 95.0 – fylgist með!

27. nóv. 2008 : Jólagjafasöfnun

 

Jólagjafir
 
Tekið verður á móti jólagjöfum handa börnum úr efnalitlum fjölskyldum í Skrúðgarðinum, kaffihúsinu við Kirkjubraut.
Gjöfunum er safnað undir tré sem stendur uppi á kaffihúsinu á aðventunni.
Verkefnið er unnið í samvinnu Rauða krossins á Akranesi og Skrúðgarðsins
 
Þeir sem luma á vel með förnum leikföngum sem enginn leikur sér með lengur eru hvattir til þess að pakka þeim inn og merkja dreng eða telpu á aldrinum 1 – 3 ára, 4 – 6 ára, 7 – 9 ára eða 10 – 12 ára.

27. nóv. 2008 : Jólaúthlutun Rauða krossins

 

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins fer fram á Vesturgötu 119 mánudaginn 15. desember kl. 13.00 – 19.00.
 
Skráning í síma 696 7427 (Shyamali), 868 3547 (Aníta) eða á [email protected] til og með 8. desember.
 

Með innilegum óskum um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár

27. nóv. 2008 : Zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Poniedzia³ek 8 grudnia: Czerwony Krzy¿ w Akranes zaprasza na zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Krótkie przemówienia przedstawicieli nastêpuj¹cych instytucji:
Zwi¹zek Zawodowy w Akranes (Verkalýðsfélag Akraness): Sytuacja na islandzkim rynku pracy.
Urz¹d Pracy w Islandii zachodniej (Vinnumálastofnun): Jak wygl¹da sytuacji bezrobotnych na Islandii.
Oœrodek edukacji dodatkowej w Islandii zachodniej (Símenntunarmiðstöðin): Bezp³atne poradnictwo na temat kursów nauki i pracy.
Miasto Akranes: Us³ugi spo³eczne gminy.
Czerwony Krzy¿ w Akranes: Wsparcie i projekty.
Po ukoñczeniu przemówieñ mo¿na bêdzie zadawaæ pytania.
Zebranie odbêdzie siê w Þorpið, Þjóðbraut 13 (nad Posterunkiem Policji) o godz. 18.00.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

19. nóv. 2008 : Sparifatasöfnun Rauða krossins laugardaginn 22. nóvember

Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til að gefa vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna í sérstakri sparifatasöfnun laugardaginn 22. nóvember milli kl. 11:00-15:00.  Með því að gefa í söfnun Rauða krossins er hægt að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun félagsins eða fá þau á hagstæðu verði í verslunum Rauða krossins.

Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja í skápana og finna föt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eiganda. Tekið verður á móti sparifatnaðinum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar úti á landi.

14. nóv. 2008 : Þjóðahátíð á Akranesi

Akranesdeild Rauða krossins tók þátt í Þjóðahátíð í samvinnu við SONI síðustu helgi. Hátíðin er haldin í annað sinn og var liður í Vökudögum, menningarhátíð Akraness, sem haldin er fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

14. nóv. 2008 : Þjóðahátíð

Laugardaginn 8. nóvember efndi Akranesdeildin, í samvinnu við SONI, til Þjóðahátíðar í annað sinn. Hátíðin er liður í Vökudögum, menningarhátíð á Akranesi, sem haldin er á Akranesi fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

6. nóv. 2008 : Foreldramorgnar í Borgarfirði

Borgarfjarðardeild Rauða krossins hefur hafið nýtt verkefni fyrir foreldra ungra barna sem nefnist foreldramorgnar. Á miðvikudögum klukkan 10-12 býðst foreldrum að mæta með börn sín í húsnæði deildarinnar og eiga notalega stund saman.

Á dagskrá foreldramorgna verður auk almenns spjalls boðið upp á fræðslu og í gær var haldið skyndihjálparnámskeið sem snýr að ungabörnum. 20 foreldrar tóku þátt. Er þetta í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið í Borgarnesi og hafa foreldrarnir lýst ánægju með framtakið.

Deildin hvetur foreldra af öllum þjóðernum að taka þátt í verkefninu. Deildin er til húsa að Borgarbraut 4. Nánari upplýsingar veitir Elva Pétursdóttir í síma 430 5700.

29. okt. 2008 : Reiðhjólahjálmar að gjöf á Akranesi

Reiðhjólaverslunin Hvellur í Kópavogi brást snarlega við og færði börnunum úr palestínsku flóttafjölskyldunum reiðhjólahjálma að gjöf þegar Rauði krossinn leitaði til þeirra á dögunum.


24. okt. 2008 : Sveitaferð

Í liðinni viku var farin skemmtileg sveitaferð frá Rauða kross húsinu á Akranesi þegar nýju Skagamennirnir frá Palsestínu, ásamt fríðu föruneyti, heimsóttu Jóhönnu geitabónda að Háafelli í Borgarfirði.
Í ferðinni gafst kostur á því að skoða dálítið af íslenskri náttúru og kynnast lífinu í sveitinni. Fyrst skoðaði hópurinn útihúsin þar sem geiturnar biðu æstar í kossa og knúserí – sem var nú ekki látið auðveldlega eftir þeim. Síðan bauð Jóhanna hópnum  inn í þjóðlegan málsverð, þar sem meðal annars var boðið upp á geitamjólk og geitakæfu.
Að því búnu var haldið heim, eftir ánægjulega heimsókn á alíslenskan sveitabæ.

22. okt. 2008 : Rauði krossinn æfði opnun fjöldahjálparstöðvar á Akranesi

Umfangsmikil eldvarnaræfing var haldin á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 17. október. Að æfingunni stóðu auk Akranesdeildar Rauða krossins, starfsfólk Sjúkrahússins, Almannavarnanefnd Akraness, Lögregla, Slökkvilið, Björgunarfélag Akraness, starfsfólk Brekkubæjarskóla og sjúkraflutningamenn.
 
Æfingin gekk út á að upp kom eldur í sjúkrahúsinu og þurfti að rýma þrjár deildir. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Brekkubæjarskóla og voru 25 sjúklingar, sængurkonur og nýburi flutt þangað.

Milli 70 og 80 manns komu að æfingunni með einum eða öðrum hætti og þótti hún takast með ágætum. Hlutverk Akranesdeildar Rauða krossins var opnun og starfræksla fjöldahjálparstöðvarinnar. Mikið gekk á í fjöldahjálparstöðinni við móttöku „sjúklinga” en fljótt og vel gekk að koma hverjum á sinn stað til aðhlynningar. Þegar mest gekk á má reikna með að milli 50 og 60 manns hafi verið í móttökusal fjöldahjálparstöðvarinnar.