7. des. 2006 : Fjallað um Rauða krossinn í Útvarpi Akraness

Laugardaginn 2. desember var hópur sjálfboðaliða hjá Akranesdeild Rauða krossins með þátt í útvarpi Akranes. Það var Sundfélag Akraness sem stóð að útvarpsútsendingum fyrstu helgina í desember, og hefur þetta verið liður í fjáröflun félagsins undanfarin átján ár. Á Akranesi hafa skapast hefðir í kringum þessar útsendingar og hlustun er mikil.

Í þætti sjálfboðaliðanna var fjallað um Henry Dunant og upphaf Rauða krossins, markmiðunum sjö gerð skil og sagt frá fjölbreyttum verkefnum sem framundan eru á aðventunni hjá Akranesdeildinni. Einnig voru lesin ljóð og fluttur pistill um hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til þess að byggja betra samfélag, en sjálfboðaliðahópurinn hefur verið að skipuleggja ýmis verkefni á Akranesi undir kjörorðunum Byggjum betra samfélag.

13. nóv. 2006 : Unnið gegn fordómum í Akranesbæ

Síðustu misserin hefur hópur öryrkja komið saman vikulega í húsi Akranesdeildar Rauða kross Íslands. Í bígerð er að skipuleggja ýmis verkefni undir kjörorðinu „Byggjum betra samfélag.“ Þetta eru sjálfboðaliðar sem hafa valið sér það hlutverk að beita sér gegn hvers kyns fordómum og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi þess að allir íbúar í þessum annars ágæta bæ fái að njóta sín á eigin forsendum.

13. okt. 2006 : Gaman saman

24. júl. 2006 : Héldu tombólu

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu á Akranesi og söfnuðu kr.10.041 sem þau afhentu Rauða krossinum. Þau heita Sigurður Ingi Ágústsson, Fanney Rún Ágústsdóttir, Guðný Björk Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir. Með þeim var líka Kolbrún Eva Haraldsdóttir sem vantar á myndina.

Rauði krossinn færir þeim bestu þakkir fyrir framtakið.

 

6. júl. 2006 : Deildir Rauða krossins á Snæfellsnesi styrkja forvarnarverkefni fyrir ungt fólk

Áhersla er á starf með krökkum á aldrinum 15-25.

9. jún. 2006 : Ferð til vinadeildar í Gambíu

Deildir á Vesturlandi eru í samstarfi við Rauða kross deild í Gambíu. Þrír sjálfboðaliðar eru í heimsókn og hafa sent ferðapistil.

27. feb. 2006 : Árni Valgeirsson fær viðurkenningu

Sumarliði og Árni við athöfn á vegum Rauða kross deildarinnar í Stykkishólmi.
Laugardaginn 11. febrúar minntu þeir aðilar sem sinna neyðarþjónustu hér á landi á samræmda neyðarnúmerið hér á landi, 112. Það er númerið sem á að hringja í þegar neyð ber að. En oft er það ekki nóg, því það getur þurft að grípa til aðgerða á meðan beðið er eftir björgunarfólki og þá er mikilvægt að kunna undirstöðuatriðin í skyndihjálp til að geta brugðist við.

Öll getum við lent í því að koma fyrst á slysstað, hvort sem um er að ræða inni á heimilum, vinnustað eða úti á götu. Rétt og skjót viðbrögð á slíkum neyðarstundum eru án efa eitt það mikilvægasta sem við lærum á lífsleiðinni. Þekking sem betra er að kunna og nota ekki en að standa frammi fyrir því að þurfa að nota hana og kunna þá ekki.

Rauði kross Íslands hefur undanfarin fimm ár staðið að tilnefningum á skyndihjálparmanni ársins á Íslandi til að minna á mikilvægi skyndihjálparinnar.