13. nóv. 2006 : Unnið gegn fordómum í Akranesbæ

Síðustu misserin hefur hópur öryrkja komið saman vikulega í húsi Akranesdeildar Rauða kross Íslands. Í bígerð er að skipuleggja ýmis verkefni undir kjörorðinu „Byggjum betra samfélag.“ Þetta eru sjálfboðaliðar sem hafa valið sér það hlutverk að beita sér gegn hvers kyns fordómum og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi þess að allir íbúar í þessum annars ágæta bæ fái að njóta sín á eigin forsendum.