19. des. 2007 : Styrkur til vinadeildarsamstarfs í Gambíu

Bæjaryfirvöld á Akranesi veittu Rauða krossinum styrk að upphæð hundrað og fimmtíu þúsund krónur til verkefna í Gambíu. Styrkurinn er þannig til kominn að í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina Akraneskaupstaðar var ákveðið að veita þeim fjármunum sem til þess hefði verið kostað í verðugt mannúðarverkefni.

Deildir á Vesturlandi hafa um árabil átt í vinadeildarsamstarfi við Rauða kross deildina í Western Region í Gambíu. Íslensku deildirnar styðja systurdeild sína á ýmsan hátt, m.a. með þjálfun sjálfboðaliða sem veita fólki á svæðinu fjölbreytta aðstoð. Um fimm þúsund flóttamenn frá Senegal hafa flúið til vesturhluta Gambíu og njóta þeir liðsinnis sjálfboðaliða Rauða krossins. Einnig er áhersla lögð á að aðstoða þá sem missa hús sín í bruna eða flóðum sem eru tíð í Gambíu.

18. des. 2007 : Styrkur til vinadeildarsamstarfs í Gambíu

Í gær veittu bæjaryfirvöld á Akranesi Rauða krossinum styrk að upphæð hundrað og fimmtíu þúsund krónur til verkefna í Gambíu. Styrkurinn er þannig til kominn að í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina Akraneskaupstaðar var ákveðið að veita þeim fjármunum sem til þess hefði verið kostað í verðugt mannúðarverkefni.

Deildir á Vesturlandi hafa um árabil átt í vinadeildarsamstarfi við Rauða kross deildina í Western Region í Gambíu. Íslensku deildirnar styðja systurdeild sína á ýmsan hátt, m.a. með þjálfun sjálfboðaliða sem veita fólki á svæðinu fjölbreytta aðstoð. Um fimm þúsund flóttamenn frá Senegal hafa flúið til vesturhluta Gambíu og njóta þeir liðsinnis sjálfboðaliða Rauða krossins.. Einnig er áhersla lögð á að aðstoða þá sem missa hús sín í bruna eða flóðum sem eru tíð í Gambíu.

17. des. 2007 : Jólagjafir

Á sunnudaginn var seinni móttökudagur vegna jólagjafasöfnunar í þágu bágstaddra barna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.

Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn á Akranesi efnir til söfnunar af  þessu tagi, en verkefnið er unnið í samvinnu við félagsþjónustu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.  Á síðasta ári fengu 84 börn á Vesturlandi jólagjafir og töluvert magn sem afgangs varð eftir úthlutun á vegum Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar í Reykjavík.

Mikill fjölda gjafa hefur safnast  undir tréð í Rauða kross húsinu enda stefnan tekin á að ekkert barn verði útundan um jólin í okkar samfélagi.

17. des. 2007 : Jólagjafir

Á sunnudaginn var seinni móttökudagur vegna jólagjafasöfnunar í þágu bágstaddra barna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.

Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn á Akranesi efnir til söfnunar af  þessu tagi, en verkefnið er unnið í samvinnu við félagsþjónustu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.  Á síðasta ári fengu 84 börn á Vesturlandi jólagjafir og töluvert magn sem afgangs varð eftir úthlutun á vegum Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar í Reykjavík.

Mikill fjölda gjafa hefur safnast  undir tréð í Rauða kross húsinu enda stefnan tekin á að ekkert barn verði útundan um jólin í okkar samfélagi.

13. des. 2007 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða Mæðrastyrksnefnd

Í gær kom hópur sjálfboðaliða saman í húsnæði Skagaleikflokksins, þar sem úthlutun Mæðrastyrksnefndar fer fram í desember á ári hverju til að undirbúa matarúthlutun sem verður á morgun, föstudaginn 14. desember. Þá verða sjálfboðaliðarnir til taks við úthlutunina sjálfa og hluti þeirra verður í útkeyrslu. Margir þeirra sem þiggja aðstoð eru aldraðir og öryrkjar sem eiga erfitt með að sækja matinn sjálfir. Þá eiga ekki allir bíl og þar sem sendingin er vel útilátin, þökk sé örlæti þeirra fjölmörgu aðila sem styrkja mæðrastyrksnefnd með framlagi, er ómögulegt annað en keyra pokana heim.

Reiknað er með að um 80 fjölskyldur  af öllum stærðum og gerðum leiti til Mæðrastyrksnefndar á Akranesi í  ár. Í gær höfðu borist ríflega fimmtíu umsóknir, en reynslan sýnir að margir leggja ekki inn umsókn heldur mæta óboðaðir  á úthlutunardaginn

12. des. 2007 : Með kærleikskveðju

Hópur sjálfboðaliða á Akranesi kom saman seinni partinn í gær til þess að föndra jólakort sem send verða þeim sem búa við einsemd og einangrun fyrir jólin. Kortin eru öll unnin úr myndum af mjólkurfernum, servíettum eða gömlum jólakortum. Sumir teiknuðu líka fallega mynd á krotin. Það má því segja að jólkortin í ár hjá Rauða krossinum á Akranesi séu endurunnin og umhverfisvæn.

Þetta var ákaflega notaleg samverustund, boðið var upp á kaffi og piparkökur, jólalögin ómuðu og allir lögðu sig fram við að búa til falleg kort sem gleðja.

12. des. 2007 : Tombólustelpur

Þessar duglegu stelpur héldu tombólu fyrir Rauða kross Íslands og söfnuðu 11.400  kr. Þær eru 11 ára gamlar og heita Ragnheiður Eva, Guðný Björk og Fanney Rún.

11. des. 2007 : Jólakaffi heimsóknavina

Á hverju ári hittast heimsóknavinir á Akranesi og eiga saman jólastund á aðventunni. Að þessu sinni hittist hópurinn ásamt formanni, hluta stjórnar og starfsfólki í Garðakaffi á Safnasvæðinu að Görðum. Boðið var upp á kaffi og kakó, kleinur og kökur. Formaður deildarinnar, Sveinn Kristinsson, ávarpaði hópinn og þakkaði sjálfboðaliðunum þeirra frábæru störf. Heimsóknavinir Akranesdeildarinnar hafa margir hverjir starfað sem sjálfboðaliðar að því að létta sjúku og einmana fólki lífið í yfir þrjátíu ár og slíka tryggð og trúmennsku ber að virða og þakka.

Þá gerði verkefnastjóri deildarinnar, Anna Lára Steindal, grein fyrir þeim fjölmörgu verkefnum sem hæst bera i í desember

11. des. 2007 : Jólin, jólin

Rauða kross húsið á Akranesi er aldeildis komið í jólabúning, en í morgun kom stór hópur barna með alskonar fallega hluti í farteskinu.

6. bekkur í Grundaskóla kom með fallegar stjörnur sem þau föndruðu að pólskum sið, en það var nemandi af pólskum uppruna í skólanum sem kenndi þeim réttu tökin. Þetta var einmitt það sem vantaði til þess að setja á toppinn á jólatrénu. Þau komu líka með myndir og kramarhús og fleira fallegt.

Elsta deild í Skátaseli kom líka færandi hendi með fallegt gluggaskraut, jólasveina úr tré og kertastjaka svo eitthvað sé nefnt.

10. des. 2007 : Heimsóknavinir á hjúkrunarheimilinu Fellsenda

Búðardalsdeild Rauða krossins hóf í haust heimsóknir á hjúkrunarheimilið Fellsenda í Dölum. Á Fellsenda er heimili fyrir 28 geðfatlaða einstaklinga á efri árum lífs síns. Flestir búa langt frá heimahögum og aðstandendum og er því vel þegið að fá þessar heimsóknir frá sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Sjálfboðaliðarnir sóttu námskeið fyrir heimsóknavini sem heimsækja geðfatlaða. Hafa þeir mikla ánægju af heimsóknunum ekki síður en þeir sem heimsóttir eru og starfsfólk heimilisins.
 
Mikið hefur verið rætt og hlegið, tekið í spil og listaverk heimilismanna skoðuð. Þegar eru komnar hugmyndir um að fjölga sjálfboðaliðum í þetta verkefni sem og að fjölga stöðum sem yrðu heimsóttir.

7. des. 2007 : Góðir jólagestir í Rauða kross húsinu

Á aðventunni er mikið um að vera hjá Rauða krossinum á Akranesi og mikið líf í Rauða kross húsinu. Sú skemmtilega hefð hefur komist á að í desember streyma leik- og grunnskólabörn  í heimsókn með jólaskraut sem  þau hafa búið til í pokahorninu. Þau skreyta svo húsið hátt og lágt og þiggja  kakó, piparkökur og mandarínur. Einnig fá þau fræðslu um Rauða krossinn og í ár var Hjálpfús með í partýinu á breiðtjaldi. Krakkarnir eru svo leyst út með smá glaðningi þegar þau snúa aftur í skólann, í ár fá þau öll reglustiku, sem merkt er Rauða krossinum , í þakklætisskini fyrir þeirra framlag til verkefna deildarinnar.

5. des. 2007 : Sýnileg á degi sjálfboðaliðans

Sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins tóku sig saman og mættu kyrfilega merktir til vinnu og annarra daglegra starfa á degi sjálfboðaliðans, 5. desember. Þannig mátti sjá fólk í bolum sem á stendur „Ég er sjálfboðaliði” í skólum, á bæjarskrifstofunni, í Fjöliðjunni, á Alþingi, á Fréttablaðinu, í þreksalnum og víðar.

Framtakið vakti heilmikla athygli á störfum sjálfboðaliðanna og um leið verkefnum deildarinnar í  þágu mannúðar. 

Hjá Arkanesdeildinni starfa um 50 virkir sjálfboðaliðar að fjölbreyttum, reglubundnum verkefnum. Þá eru ótaldir allir þeir sem taka þátt í átaksverkefnum á borð við Göngum til góðs, vinna að neyðarvörnum, allur sá fjöldi tombólubarna sem safnar fé til styrktar félaginu og stór hópur barna sem kemur mjög við sögu í jólaverkefnum deildarinnar.

5. des. 2007 : Sýnileg á degi sjálfboðaliðans

Sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins tóku sig saman og mættu kyrfilega merktir til vinnu og annarra daglegra starfa á degi sjálfboðaliðans, 5. desember. Þannig mátti sjá fólk í bolum sem á stendur „Ég er sjálfboðaliði” í skólum, á bæjarskrifstofunni, í Fjöliðjunni, á Alþingi, á Fréttablaðinu, í þreksalnum og víðar.

Framtakið vakti heilmikla athygli á störfum sjálfboðaliðanna og um leið verkefnum deildarinnar í  þágu mannúðar. 

Hjá Arkanesdeildinni starfa um 50 virkir sjálfboðaliðar að fjölbreyttum, reglubundnum verkefnum. Þá eru ótaldir allir þeir sem taka þátt í átaksverkefnum á borð við Göngum til góðs, vinna að neyðarvörnum, allur sá fjöldi tombólubarna sem safnar fé til styrktar félaginu og stór hópur barna sem kemur mjög við sögu í jólaverkefnum deildarinnar.

4. des. 2007 : Ný heimasíða Akranesdeildar

Með þessari frétt opnar ný heimasíða Akranesdeildarinnar þar sem fjallað verður um það sem efst er á baugi hjá deildinni hverju sinni.

Það má reikna með því að síðan verði nokkuð lífleg í desember því mikið er framundan hjá deildinni á aðventunni.  Má þar nefna jólagjafasöfnun handa bágstöddum börnum á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í samvinnu við félagsþjónustu sveitarfélaganna, föndurstund þar sem búin verða til jólakort sem send verða döprum og einmana með kærleikskveðju frá sjálfboðaliða í Rauða krossinum og árlega Friðargöngu á Þorláksmessu. 

4. des. 2007 : Byggjum betra samfélag í Útvarpi Akranes

Föstudaginn 30. nóvember var hópur sjálfboðaliða hjá Akranesdeild Rauða krossins með þátt í Útvarpi Akranes undir yfirskriftinni Byggjum betra samfélag.

Það er Sundfélag Akraness sem stendur að útvarpsútsendingum fyrstu helgina í desember ár hvert og hefur skapst mikil hefð í kringum útsendingunaog hlustun er mikil, enda má segja að Skagamenn hefji jólaundirbúninginn með útvarpinu.

Um þáttinn sáu sjálfobðaliðar úr Fimmtudagshópnum sem skipaður er örykjum sem hittast á fimmtudagsmorgnum í Rauða kross húsinu.

4. des. 2007 : Ný heimasíða Akranesdeildar

Með þessari frétt opnar ný heimasíða Akranesdeildarinnar þar sem fjallað verður um það sem efst er á baugi hjá deildinni hverju sinni.

Það má reikna með því að síðan verði nokkuð lífleg í desember því mikið er framundan hjá deildinni á aðventunni.  Má þar nefna jólagjafasöfnun handa bágstöddum börnum á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í samvinnu við félagsþjónustu sveitarfélaganna, föndurstund þar sem búin verða til jólakort sem send verða döprum og einmana með kærleikskveðju frá sjálfboðaliða í Rauða krossinum og árlega Friðargöngu á Þorláksmessu. 

29. nóv. 2007 : Heimsókn úr Arnardal

Í gær komu börn frá Arnardal í heimsókn í Rauðakrosshúsið til að skoða sjúkrabíla. Þessi börn eru úr sérdeild Brekkubæjarskóla.

Sjúkraflutningmennirnir Gísli og Óli sýndu þeim sjúkrabílana og höfðu þau mjög gaman af því. Þegar börnin voru búin að skoða þá keyrðu sjúkraflutningsmenn þau aftur í Arnardal í sjúkrabíl.

16. nóv. 2007 : Seldi hundasúrur til styrktar Rauða krossinum

Hekla María Arnardóttir er fjögurra ára snót á Akranesi sem lætur ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir mannúðlegri og betri heimi. Í síðustu viku kom hún í  heimsókn á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi, ásamt móður sinni, með fjárupphæð sem hún vildi að notuð yrði til þess að hjálpa börnum sem eiga bágt. En hvernig stendur fjögurra ára hnáta að fjáröflun fyrir mannúðarsamtök?

„Ég seldi hundasúrur á Írskum dögum í sumar. Fyrst tíndi ég fullt af hundasúrum í poka og seldi öllum sem voru í götugrillinu heima hjá mér. Það voru frekar margir sem keyptu hundasúrur, sjáðu ég er með fullan poka af peningum og meira að segja einn rauðan bréfpening!”

Þegar talið er upp úr pokanum kemur í ljós að Hekla María hefur aflað eittþúsund fjögurhundruð áttatíu og fimm króna með sölumennskunni, sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur.

15. nóv. 2007 : Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda á Akranesi

Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda var haldið í Rauða kross húsinu á Akranesi á fimmtudaginn . Um samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi , Akranesdeildarinnar og Aþjóðahúss var að ræða.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi, var fyrirlesari á námskeiðinu og spunnust líflegar umræður um umfjöllunarefni þess, enda höfðu þátttakendur allir mikla reynslu af vinnu með innflytjendum.

Á Akranesi er um þessar mundir unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda í samvinnu Rauða krossins og sveitarfélagsins og búist við því að hún liggi fyrir í byrjun næsta árs.

12. nóv. 2007 : 30 ára afmæli Búðardalsdeildar

Deild Rauða krossins í Búðardal var stofnuð 13. september 1977. Aðalforgöngumaður að stofnun deildarinnar var Kristján Jóhannsson.

8. nóv. 2007 : Fjölsótt þjóðahátíð á Akranesi

Vel heppnuð þjóðahátíð var haldin á Akranesi á sunnudaginn undir yfirskriftinni Akranes; fjölþjóðlegur bær.

29. okt. 2007 : Endurskinsmerki afhent á Akranesi

Það er árlegur viðburður hjá Rauða krossinum á Akranesi að slást í för með lögreglunni og hitta leik- og grunnskólabörn í bænum þegar skyggja tekur á haustinn. Þá er farið yfir umerðareglurnar, börnunum afhent endurskinsmerki merkt Rauða krossinum og sagt frá störfum Rauða krossins og lögreglunnar.

Á miðvikudagsmorguninn heimsóttu 40 börn í 1. bekk í Grundaskóla lögreglustöðina þar sem þau hittu fyrir fræðslufultrúa lögreglunnar og starfskonur Akranesdeildarinnar.

26. okt. 2007 : Vel heppnuð kynningarvika á Akranesi

Í kynningarvikunni var mikið um að vera á Akranesi. Á fimmtudeginum komu saman um þrjátíu sjálfboðaliðar í Rauða kross húsinu til þess að stilla saman strengi sína áður en haldið var út í bæ að dreifa bæklingum og kynna innanlandsstarf Rauða krossins. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri og Ómar Kristmundsson, formaður, voru í heimsókn og hittu hópinn áður en af stað var haldið.

Á laugardeginum stóðu sjálfboðaliðar fyrir opnu húsi til þess að kynna verkefni deildarinnar og safna nýjum sjálfboðaliðum til góðra verka.

28. ágú. 2007 : Heimsóknavinir og margmenning

Viðtal við Ásu S. Harðardóttur starfsmann Borgarfjarðardeildar Rauða krossins eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur blaðamann á Morgunblaðinu. Birt í Morgunblaðinu 27. ágúst.

3. ágú. 2007 : Ungmenni á sumarbúðum í heimsókn

Í síðustu viku tóku sjálfboðaliðar Akranesdeildar á móti 8 börnum og unglingum á aldrinum 7-16 ára. Ungmennin eru þátttakendur á sumarbúðum í Holti í Borgarfirði.

19. jún. 2007 : Skyndihjálp og fjölmenning

Allir starfsmenn hjá Smellinn hf. hafa undanfarið sótt skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum á Akranesi, en fyrirtækið leggur mikið upp úr því að öryggismálum sé vel fyrir komið. Að bjóða starfsfólki sínu upp á námskeið í skyndihjálp er liður í því að fylgja eftir þessari frábæru stefnu í öryggismálum og fá þátttakendur greidd laun meðan á námskeiði stendur. Námskeiðin fóru fram að vinnutíma loknum í Rauða kross húsinu.

Um 80 manns starfa hjá Smellinn hf., þar af um 35 af erlendum uppruna. Akranesdeildin hefur skipulagt sjö námskeið. Eitt fyrir pólska starfsmenn, eitt fyrir starfsmenn frá Litháen, eitt námskeið á ensku fyrir starfsmenn frá Portúgal, Tékklandi og Frakklandi. Þá hafa verið haldin fjögur námskeið fyrir íslenska starfsmenn.

Þátttakendur hafa verið mjög ánægðir með framtakið, ekki síst erlendu starfsmennirnir sem telja það ótvíræðan kost að geta sótt námskeið í skyndihjálp á sínu eigin tungumáli. Leiðbeinendur á námskeiðunum sem fóru fram á pólsku og litháísku sóttu leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands í febrúar og er mikill fengur að því að fá þau í hóp skynihjálparleiðbeinenda félagsins.

30. maí 2007 : 50 ungmenni á Akranesi sækja námskeiðið Börn og umhverfi

Undanfarnar vikur hafa um 50 ungmenni sótt námskeiðið Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum á Akranesi. Haldin voru þrjú 16 stunda námskeið.

Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Sérstök áhersla er lögð á skyndihjálp og slysavarnir. Einnig fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins með sérstakri áherslu á verkefni Akranesdeildarinnar með ungu fólki. Öllum námskeiðum lauk með pizzuveislu.

Unga fólkið var á einu máli um að námskeiðið hefði verið lærdómsríkt og skemmtilegt.

29. maí 2007 : Heimsókn heimsóknavina Akranesdeildar í Kópavogsdeild

Ellefu heimsóknavinir Akranesdeildar Rauða krossins sóttu Kópavogsdeild heim í vikunni. Með í för var Anna Lára Steindal verkefnastjóri.

23. maí 2007 : Að vinna með innflytjendum

Í síðustu viku skipulagði Rauði krossinn á Akranesi námskeiðið Að vinna með innflytjendum fyrir starfsmenn stofnana í bænum. Um samvinnuverkefni Akranesdeildarinnar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi var að ræða.

15. maí 2007 : Fjölþjóðlegt kaffihús í Snæfellsbæ

Snæfellsbæjardeild Rauða kross Íslands stendur fyrir fjölþjóðlegu kaffihúsi miðvikudaginn 16. maí á Gilinu í Ólafsvík. Þetta er tilraunaverkefni í anda þeirrar stefnu Rauða krossins að aðstoða útlendinga við að nálgast upplýsingar um rétt sinn og skyldur... 

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

27. apr. 2007 : Gestir frá Gambíu í heimsókn

Þrír góðir gestur frá Gambíu eru nú í heimsókn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands.

16. apr. 2007 : Námskeið í sálrænum stuðningi á Akranesi

Námskeið í sálrænum stuðningi var haldið á Akranesi síðastliðinn laugardag. Námskeiðið var sérstaklega ætlað fjöldahjálparstjórum á Vesturlandi sem vilja auka styrk sinn í starfi en allir áhugasamir voru velkomnir. Námskeiðið var fjögurra klukkustunda langt. 

7. mar. 2007 : Fatasöfnun á Vesturlandi

Um síðustu helgi stóðu deildir Rauða krossins á Vesturlandi fyrir söfnun í gám sem verður sendur til vinadeildar í Gambíu. Deildirnar hafa í meira en 10 ár átt í vinadeildasamstarfi við deildina í Western division og stutt þar við ýmis verkefni sem nýst hafa íbúum svæðisins.

Söfnunin tókst með eindæmum vel og söfnuðust stórir haugar af fötum, skóm og skólavörum á öllum stöðum sem sjálfboðaliðar deildanna aðstoðuðu svo við að pakka og ganga frá. 

- Í Snæfellsbæ safnaðist ríflega tonn af fatnaði, skóm og skóladóti sem er mjög gott, sagði Guðni Gunnarsson gjaldkeri Snæfellsbæjardeildar Rauða krossins.

14. feb. 2007 : 112 dagurinn í Borgarnesi

112 dagurinn tókst ljómandi vel í Borgarnesi. Kynning var á Hyrnutorgi frá kl. 14:00 - 16:00 þar sem sjúkrabíll var staðsettur fyrir utan.

Margir áttu leið um og prófuðu að hnoða og blása og fengu smá fræðslu um sjálfboðið starf Rauða krossins.

Einnig var tækifærið notað til að kynna skyndihjálparnámskeiðið sem haldið verður hjá deildinni 21. og 22. febrúar nk.

Sjá myndir:

6. feb. 2007 : Akranesdeild Rauða krossins og Akraneskaupstaður undirrita þjónustusamning um málefni útlendinga

Síðastliðinn föstudag var undurritaður þjónustusamningur milli Akranesdeildar Rauða krossins og Akraneskaupstaðar um þjónustu við útlendinga á Akranesi.

Í þjónustusamningnum felst að Akranesdeildin tekur að sér að sinna þjónustu við útlendinga í Akraneskaupstað með því að koma á fót upplýsingamiðstöð þar sem nauðsynlegum upplýsingum er varða aðlögun og búsetu í nýju landi verður safnað saman og hafðar aðgengilegar. Samvinna verður höfð við stéttarfélög, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og þær stofnanir og félagasamtök sem þurfa þykir.