14. feb. 2007 : 112 dagurinn í Borgarnesi

112 dagurinn tókst ljómandi vel í Borgarnesi. Kynning var á Hyrnutorgi frá kl. 14:00 - 16:00 þar sem sjúkrabíll var staðsettur fyrir utan.

Margir áttu leið um og prófuðu að hnoða og blása og fengu smá fræðslu um sjálfboðið starf Rauða krossins.

Einnig var tækifærið notað til að kynna skyndihjálparnámskeiðið sem haldið verður hjá deildinni 21. og 22. febrúar nk.

Sjá myndir:

6. feb. 2007 : Akranesdeild Rauða krossins og Akraneskaupstaður undirrita þjónustusamning um málefni útlendinga

Síðastliðinn föstudag var undurritaður þjónustusamningur milli Akranesdeildar Rauða krossins og Akraneskaupstaðar um þjónustu við útlendinga á Akranesi.

Í þjónustusamningnum felst að Akranesdeildin tekur að sér að sinna þjónustu við útlendinga í Akraneskaupstað með því að koma á fót upplýsingamiðstöð þar sem nauðsynlegum upplýsingum er varða aðlögun og búsetu í nýju landi verður safnað saman og hafðar aðgengilegar. Samvinna verður höfð við stéttarfélög, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og þær stofnanir og félagasamtök sem þurfa þykir.