7. mar. 2007 : Fatasöfnun á Vesturlandi

Um síðustu helgi stóðu deildir Rauða krossins á Vesturlandi fyrir söfnun í gám sem verður sendur til vinadeildar í Gambíu. Deildirnar hafa í meira en 10 ár átt í vinadeildasamstarfi við deildina í Western division og stutt þar við ýmis verkefni sem nýst hafa íbúum svæðisins.

Söfnunin tókst með eindæmum vel og söfnuðust stórir haugar af fötum, skóm og skólavörum á öllum stöðum sem sjálfboðaliðar deildanna aðstoðuðu svo við að pakka og ganga frá. 

- Í Snæfellsbæ safnaðist ríflega tonn af fatnaði, skóm og skóladóti sem er mjög gott, sagði Guðni Gunnarsson gjaldkeri Snæfellsbæjardeildar Rauða krossins.