30. maí 2007 : 50 ungmenni á Akranesi sækja námskeiðið Börn og umhverfi

Undanfarnar vikur hafa um 50 ungmenni sótt námskeiðið Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum á Akranesi. Haldin voru þrjú 16 stunda námskeið.

Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Sérstök áhersla er lögð á skyndihjálp og slysavarnir. Einnig fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins með sérstakri áherslu á verkefni Akranesdeildarinnar með ungu fólki. Öllum námskeiðum lauk með pizzuveislu.

Unga fólkið var á einu máli um að námskeiðið hefði verið lærdómsríkt og skemmtilegt.

29. maí 2007 : Heimsókn heimsóknavina Akranesdeildar í Kópavogsdeild

Ellefu heimsóknavinir Akranesdeildar Rauða krossins sóttu Kópavogsdeild heim í vikunni. Með í för var Anna Lára Steindal verkefnastjóri.

23. maí 2007 : Að vinna með innflytjendum

Í síðustu viku skipulagði Rauði krossinn á Akranesi námskeiðið Að vinna með innflytjendum fyrir starfsmenn stofnana í bænum. Um samvinnuverkefni Akranesdeildarinnar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi var að ræða.

15. maí 2007 : Fjölþjóðlegt kaffihús í Snæfellsbæ

Snæfellsbæjardeild Rauða kross Íslands stendur fyrir fjölþjóðlegu kaffihúsi miðvikudaginn 16. maí á Gilinu í Ólafsvík. Þetta er tilraunaverkefni í anda þeirrar stefnu Rauða krossins að aðstoða útlendinga við að nálgast upplýsingar um rétt sinn og skyldur... 

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006