29. okt. 2007 : Endurskinsmerki afhent á Akranesi

Það er árlegur viðburður hjá Rauða krossinum á Akranesi að slást í för með lögreglunni og hitta leik- og grunnskólabörn í bænum þegar skyggja tekur á haustinn. Þá er farið yfir umerðareglurnar, börnunum afhent endurskinsmerki merkt Rauða krossinum og sagt frá störfum Rauða krossins og lögreglunnar.

Á miðvikudagsmorguninn heimsóttu 40 börn í 1. bekk í Grundaskóla lögreglustöðina þar sem þau hittu fyrir fræðslufultrúa lögreglunnar og starfskonur Akranesdeildarinnar.

26. okt. 2007 : Vel heppnuð kynningarvika á Akranesi

Í kynningarvikunni var mikið um að vera á Akranesi. Á fimmtudeginum komu saman um þrjátíu sjálfboðaliðar í Rauða kross húsinu til þess að stilla saman strengi sína áður en haldið var út í bæ að dreifa bæklingum og kynna innanlandsstarf Rauða krossins. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri og Ómar Kristmundsson, formaður, voru í heimsókn og hittu hópinn áður en af stað var haldið.

Á laugardeginum stóðu sjálfboðaliðar fyrir opnu húsi til þess að kynna verkefni deildarinnar og safna nýjum sjálfboðaliðum til góðra verka.