29. nóv. 2007 : Heimsókn úr Arnardal

Í gær komu börn frá Arnardal í heimsókn í Rauðakrosshúsið til að skoða sjúkrabíla. Þessi börn eru úr sérdeild Brekkubæjarskóla.

Sjúkraflutningmennirnir Gísli og Óli sýndu þeim sjúkrabílana og höfðu þau mjög gaman af því. Þegar börnin voru búin að skoða þá keyrðu sjúkraflutningsmenn þau aftur í Arnardal í sjúkrabíl.

16. nóv. 2007 : Seldi hundasúrur til styrktar Rauða krossinum

Hekla María Arnardóttir er fjögurra ára snót á Akranesi sem lætur ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir mannúðlegri og betri heimi. Í síðustu viku kom hún í  heimsókn á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi, ásamt móður sinni, með fjárupphæð sem hún vildi að notuð yrði til þess að hjálpa börnum sem eiga bágt. En hvernig stendur fjögurra ára hnáta að fjáröflun fyrir mannúðarsamtök?

„Ég seldi hundasúrur á Írskum dögum í sumar. Fyrst tíndi ég fullt af hundasúrum í poka og seldi öllum sem voru í götugrillinu heima hjá mér. Það voru frekar margir sem keyptu hundasúrur, sjáðu ég er með fullan poka af peningum og meira að segja einn rauðan bréfpening!”

Þegar talið er upp úr pokanum kemur í ljós að Hekla María hefur aflað eittþúsund fjögurhundruð áttatíu og fimm króna með sölumennskunni, sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur.

15. nóv. 2007 : Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda á Akranesi

Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda var haldið í Rauða kross húsinu á Akranesi á fimmtudaginn . Um samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi , Akranesdeildarinnar og Aþjóðahúss var að ræða.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi, var fyrirlesari á námskeiðinu og spunnust líflegar umræður um umfjöllunarefni þess, enda höfðu þátttakendur allir mikla reynslu af vinnu með innflytjendum.

Á Akranesi er um þessar mundir unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda í samvinnu Rauða krossins og sveitarfélagsins og búist við því að hún liggi fyrir í byrjun næsta árs.

12. nóv. 2007 : 30 ára afmæli Búðardalsdeildar

Deild Rauða krossins í Búðardal var stofnuð 13. september 1977. Aðalforgöngumaður að stofnun deildarinnar var Kristján Jóhannsson.

8. nóv. 2007 : Fjölsótt þjóðahátíð á Akranesi

Vel heppnuð þjóðahátíð var haldin á Akranesi á sunnudaginn undir yfirskriftinni Akranes; fjölþjóðlegur bær.