19. des. 2008 : Nemendur Grundaskóla safna fyrir börn í Malaví

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla á Akranesi afhentu Rauða krossinum afrakstur jólasöfnunar skólans í dag. Í fyrra söfnuðust um 300 þúsund krónur og gert er ráð fyrir að svipuð upphæð komi upp úr söfnunarbaukunum nú. Nemendafélag skólans hóf söfnunina með fjárframlagi sem nemur 100 kr. á hvern nemenda Grundaskóla eða alls 60 þúsund.

Hólmfríði Garðarsdóttur tók við styrknum úr hendi nemenda Grundaskóla. Hólmfríður starfar fyrir Rauða krossinn og er með aðsetur í Malaví. Hún fræddi börnin um mikilvægi þessarar gjafar og hvernig peningarnir verða notaðir.

Rauði kross Íslands styður starf malavíska Rauða krossins í Nkalo og Mwanza héruðunum. Þar hlúa sjálfboðaliðar að alnæmissjúkum, ungliðar fræða jafnaldra sína og börn eru studd til mennta.

19. des. 2008 : Nemendur Grundaskóla safna fyrir börn í Malaví

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla á Akranesi afhentu Rauða krossinum afrakstur jólasöfnunar skólans í dag. Í fyrra söfnuðust um 300 þúsund krónur og gert er ráð fyrir að svipuð upphæð komi upp úr söfnunarbaukunum nú. Nemendafélag skólans hóf söfnunina með fjárframlagi sem nemur 100 kr. á hvern nemenda Grundaskóla eða alls 60 þúsund.

Hólmfríði Garðarsdóttur tók við styrknum úr hendi nemenda Grundaskóla. Hólmfríður starfar fyrir Rauða krossinn og er með aðsetur í Malaví. Hún fræddi börnin um mikilvægi þessarar gjafar og hvernig peningarnir verða notaðir.

Rauði kross Íslands styður starf malavíska Rauða krossins í Nkalo og Mwanza héruðunum. Þar hlúa sjálfboðaliðar að alnæmissjúkum, ungliðar fræða jafnaldra sína og börn eru studd til mennta.

12. des. 2008 : Litlu jólin hjá foreldramorgnum

Haldin voru litlu jól meðal mæðra sem mæta í foreldramorgna á miðvikudögum hjá Borgarfjarðardeild Rauða krossins. Þar áttu mæður og börn þeirra notalega stund saman. Léttar jólaveitingar voru í boði og yngsta kynslóðin skiptist á pökkum og vakti það mikla lukku meðal þeirra. Það var mjög vel mætt og allir fóru ánægðir heim eftir góða stund saman.

Næsti foreldramorgunn verður miðvikudaginn 17. desember klukkan 10:00 í húsnæði Rauða krossins að Borgarbraut 4 í Borgarnesi. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta. Eftir það verður jólafrí en áætlað er að hittast aftur á nýju ári eða þann 7. janúar.

5. des. 2008 : Hamingjan á útopnu

Á morgun, laugardaginn 6. desember, efna sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins til síns árlega útvarpsþáttar í Útvarpi Akraness, fm 95.0. Hamingjan á útopnu er yfirskift þáttarins og ætla þáttarstjórnendur að velta hamingjunni fyrir sér.

Af spennandi efni í þættinum má nefna leitina að hamingjunni, en þeir Erlingur Birgir Magnússon og Sigmundur Erling Ingimarsson brugðu undir sig betri fætinum og fóru um Skagann með upptökutæki, ræddu við fólk á förnum vegi og leituðu svara við spurningnni: Hvað er hamingja.

Í þættinum verður jafnframt fjallað um verkefni Rauða krossins á Akranesi á aðventunni, fólk úr ýmsum áttum kemur í létt spjall og spiluð verða hamingjulög af ýmsum toga. Útvarp Akranes sendir út á Fm 95.0 – fylgist með!

5. des. 2008 : Hamingjan á útopnu

Á morgun, laugardaginn 6. desember, efna sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins til síns árlega útvarpsþáttar í Útvarpi Akraness, fm 95.0. Hamingjan á útopnu er yfirskift þáttarins og ætla þáttarstjórnendur að velta hamingjunni fyrir sér.

Af spennandi efni í þættinum má nefna leitina að hamingjunni, en þeir Erlingur Birgir Magnússon og Sigmundur Erling Ingimarsson brugðu undir sig betri fætinum og fóru um Skagann með upptökutæki, ræddu við fólk á förnum vegi og leituðu svara við spurningnni: Hvað er hamingja.

Í þættinum verður jafnframt fjallað um verkefni Rauða krossins á Akranesi á aðventunni, fólk úr ýmsum áttum kemur í létt spjall og spiluð verða hamingjulög af ýmsum toga. Útvarp Akranes sendir út á Fm 95.0 – fylgist með!

27. nóv. 2008 : Jólagjafasöfnun

 

Jólagjafir
 
Tekið verður á móti jólagjöfum handa börnum úr efnalitlum fjölskyldum í Skrúðgarðinum, kaffihúsinu við Kirkjubraut.
Gjöfunum er safnað undir tré sem stendur uppi á kaffihúsinu á aðventunni.
Verkefnið er unnið í samvinnu Rauða krossins á Akranesi og Skrúðgarðsins
 
Þeir sem luma á vel með förnum leikföngum sem enginn leikur sér með lengur eru hvattir til þess að pakka þeim inn og merkja dreng eða telpu á aldrinum 1 – 3 ára, 4 – 6 ára, 7 – 9 ára eða 10 – 12 ára.

27. nóv. 2008 : Jólaúthlutun Rauða krossins

 

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins fer fram á Vesturgötu 119 mánudaginn 15. desember kl. 13.00 – 19.00.
 
Skráning í síma 696 7427 (Shyamali), 868 3547 (Aníta) eða á [email protected] til og með 8. desember.
 

Með innilegum óskum um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár

27. nóv. 2008 : Zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Poniedzia³ek 8 grudnia: Czerwony Krzy¿ w Akranes zaprasza na zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Krótkie przemówienia przedstawicieli nastêpuj¹cych instytucji:
Zwi¹zek Zawodowy w Akranes (Verkalýðsfélag Akraness): Sytuacja na islandzkim rynku pracy.
Urz¹d Pracy w Islandii zachodniej (Vinnumálastofnun): Jak wygl¹da sytuacji bezrobotnych na Islandii.
Oœrodek edukacji dodatkowej w Islandii zachodniej (Símenntunarmiðstöðin): Bezp³atne poradnictwo na temat kursów nauki i pracy.
Miasto Akranes: Us³ugi spo³eczne gminy.
Czerwony Krzy¿ w Akranes: Wsparcie i projekty.
Po ukoñczeniu przemówieñ mo¿na bêdzie zadawaæ pytania.
Zebranie odbêdzie siê w Þorpið, Þjóðbraut 13 (nad Posterunkiem Policji) o godz. 18.00.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

19. nóv. 2008 : Sparifatasöfnun Rauða krossins laugardaginn 22. nóvember

Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til að gefa vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna í sérstakri sparifatasöfnun laugardaginn 22. nóvember milli kl. 11:00-15:00.  Með því að gefa í söfnun Rauða krossins er hægt að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun félagsins eða fá þau á hagstæðu verði í verslunum Rauða krossins.

Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja í skápana og finna föt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eiganda. Tekið verður á móti sparifatnaðinum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar úti á landi.

14. nóv. 2008 : Þjóðahátíð á Akranesi

Akranesdeild Rauða krossins tók þátt í Þjóðahátíð í samvinnu við SONI síðustu helgi. Hátíðin er haldin í annað sinn og var liður í Vökudögum, menningarhátíð Akraness, sem haldin er fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

14. nóv. 2008 : Þjóðahátíð

Laugardaginn 8. nóvember efndi Akranesdeildin, í samvinnu við SONI, til Þjóðahátíðar í annað sinn. Hátíðin er liður í Vökudögum, menningarhátíð á Akranesi, sem haldin er á Akranesi fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

6. nóv. 2008 : Foreldramorgnar í Borgarfirði

Borgarfjarðardeild Rauða krossins hefur hafið nýtt verkefni fyrir foreldra ungra barna sem nefnist foreldramorgnar. Á miðvikudögum klukkan 10-12 býðst foreldrum að mæta með börn sín í húsnæði deildarinnar og eiga notalega stund saman.

Á dagskrá foreldramorgna verður auk almenns spjalls boðið upp á fræðslu og í gær var haldið skyndihjálparnámskeið sem snýr að ungabörnum. 20 foreldrar tóku þátt. Er þetta í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið í Borgarnesi og hafa foreldrarnir lýst ánægju með framtakið.

Deildin hvetur foreldra af öllum þjóðernum að taka þátt í verkefninu. Deildin er til húsa að Borgarbraut 4. Nánari upplýsingar veitir Elva Pétursdóttir í síma 430 5700.

29. okt. 2008 : Reiðhjólahjálmar að gjöf á Akranesi

Reiðhjólaverslunin Hvellur í Kópavogi brást snarlega við og færði börnunum úr palestínsku flóttafjölskyldunum reiðhjólahjálma að gjöf þegar Rauði krossinn leitaði til þeirra á dögunum.


24. okt. 2008 : Sveitaferð

Í liðinni viku var farin skemmtileg sveitaferð frá Rauða kross húsinu á Akranesi þegar nýju Skagamennirnir frá Palsestínu, ásamt fríðu föruneyti, heimsóttu Jóhönnu geitabónda að Háafelli í Borgarfirði.
Í ferðinni gafst kostur á því að skoða dálítið af íslenskri náttúru og kynnast lífinu í sveitinni. Fyrst skoðaði hópurinn útihúsin þar sem geiturnar biðu æstar í kossa og knúserí – sem var nú ekki látið auðveldlega eftir þeim. Síðan bauð Jóhanna hópnum  inn í þjóðlegan málsverð, þar sem meðal annars var boðið upp á geitamjólk og geitakæfu.
Að því búnu var haldið heim, eftir ánægjulega heimsókn á alíslenskan sveitabæ.

22. okt. 2008 : Rauði krossinn æfði opnun fjöldahjálparstöðvar á Akranesi

Umfangsmikil eldvarnaræfing var haldin á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 17. október. Að æfingunni stóðu auk Akranesdeildar Rauða krossins, starfsfólk Sjúkrahússins, Almannavarnanefnd Akraness, Lögregla, Slökkvilið, Björgunarfélag Akraness, starfsfólk Brekkubæjarskóla og sjúkraflutningamenn.
 
Æfingin gekk út á að upp kom eldur í sjúkrahúsinu og þurfti að rýma þrjár deildir. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Brekkubæjarskóla og voru 25 sjúklingar, sængurkonur og nýburi flutt þangað.

Milli 70 og 80 manns komu að æfingunni með einum eða öðrum hætti og þótti hún takast með ágætum. Hlutverk Akranesdeildar Rauða krossins var opnun og starfræksla fjöldahjálparstöðvarinnar. Mikið gekk á í fjöldahjálparstöðinni við móttöku „sjúklinga” en fljótt og vel gekk að koma hverjum á sinn stað til aðhlynningar. Þegar mest gekk á má reikna með að milli 50 og 60 manns hafi verið í móttökusal fjöldahjálparstöðvarinnar.

22. okt. 2008 : Rauði krossinn æfði opnun fjöldahjálparstöðvar á Akranesi

Umfangsmikil eldvarnaræfing var haldin á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 17. október. Að æfingunni stóðu auk Akranesdeildar Rauða krossins, starfsfólk Sjúkrahússins, Almannavarnanefnd Akraness, Lögregla, Slökkvilið, Björgunarfélag Akraness, starfsfólk Brekkubæjarskóla og sjúkraflutningamenn.
 
Æfingin gekk út á að upp kom eldur í sjúkrahúsinu og þurfti að rýma þrjár deildir. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Brekkubæjarskóla og voru 25 sjúklingar, sængurkonur og nýburi flutt þangað.

Milli 70 og 80 manns komu að æfingunni með einum eða öðrum hætti og þótti hún takast með ágætum. Hlutverk Akranesdeildar Rauða krossins var opnun og starfræksla fjöldahjálparstöðvarinnar. Mikið gekk á í fjöldahjálparstöðinni við móttöku „sjúklinga” en fljótt og vel gekk að koma hverjum á sinn stað til aðhlynningar. Þegar mest gekk á má reikna með að milli 50 og 60 manns hafi verið í móttökusal fjöldahjálparstöðvarinnar.

10. okt. 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

6. okt. 2008 : Gengið til góðs á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.

Laugardaginn 4. október var gengið til góðs á Akranesi og Hvalfjarðarsveit einsog í öðrum bæjum og sveitum á Íslandi. Þrátt fyrir að um  það bil helmingi færri hafi gengið nú en fyrir tveimur árum er ekki hægt að segja annað en stemnigin fyrir gönguna hafi verið góð.  Sjúkravinir stóðu vaktina yfir vöfflujárnum og sáu um að enginn færi svangur af stað. Patrycja Szalkowicz, kennari í Tónlistaskólanum á Akranesi, og tveir nemendur hennar, léku þrjú lög á þverflautur svona til þess að keyra upp göngugleðina í mannskapnum. Áberandi var hversu góð þáttaka unglinga á Skaga og í Hvalfjarðarsveit var, en nemendur í tíunda bekk Grundaskóla, Heiðarskóla og Brekkubæjarskóla  fjölmenntu í gönguna.
 

6. okt. 2008 : Deidarfólk á Vesturlandi á fundar

Laugardaginn 27. september síðastliðinn var haldinn Svæðisfundur deilda á vesturlandi. Fundurinn, sem haldinn var á Akranesi, var vel sóttur og voru fundargestir sammála um leggja áherslu á aukna samvinnu deilda í vetur, m.a. stendur til að deildir bjóð upp á sameiginleg námskeið.
Á fundinum voru nokkur málefni kynnt sérstaklega, Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranedeildarinnar fjallaði um starf með innflytjendum, Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður URKÍ og Arnar Benjamín Kristjánsson kynntu leikinn Á flótta og fóru yfir starf URKÍ.  Sérstakur gestur á fundinum var Sigurður Þór Sigursteinsson, forstöðumaður enurhæfingarhússins Hver, sem sagði frá starfsemi og uppbygginug hússins.
Að fundi loknum áttu fundargestir saman notalega stund yfir kvöldverði á veitingastaðnum Galito.

6. okt. 2008 : Deildarfólk á Vesturlandi fundar

Laugardaginn 27. september síðastliðinn var haldinn Svæðisfundur deilda á vesturlandi. Fundurinn, sem haldinn var á Akranesi, var vel sóttur og voru fundargestir sammála um leggja áherslu á aukna samvinnu deilda í vetur, m.a. stendur til að deildir bjóð upp á sameiginleg námskeið.
Á fundinum voru nokkur málefni kynnt sérstaklega, Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranedeildarinnar fjallaði um starf með innflytjendum, Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður URKÍ og Arnar Benjamín Kristjánsson kynntu leikinn Á flótta og fóru yfir starf URKÍ.  Sérstakur gestur á fundinum var Sigurður Þór Sigursteinsson, forstöðumaður enurhæfingarhússins Hver, sem sagði frá starfsemi og uppbygginug hússins.
Að fundi loknum áttu fundargestir saman notalega stund yfir kvöldverði á veitingastaðnum Galito.

5. okt. 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

24. sep. 2008 : Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

16. sep. 2008 : Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi

TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.

 

16. sep. 2008 : Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi

TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.

 

16. sep. 2008 : Rauða kross konur framtíðarinnar.

Þessar duglegu stúlkur, þær og Aldís Ísabella, Olga Katrín og Halldóra slógu nýtt Skagamet á dögunum þegar þær söfnuðu 15.003 krónum til styrktar Rauða krossinum.
Það má með sanni segja að þetta séu Rauða kross konur framtíðarinnar því þær eru einnig að leggja sig fram við að taka vel á móti krökkunum úr palestínsku fjölskyldunum sem sest hafa að á Akranesi með því að spurja eftir þeim og kynna þau fyrir öðrum íslenskum krökkum. Þetta er frábært fordæmi hjá stelpunum og ekki von á öðru en að krakkarnir frá Írak finni sig á Íslandi ef þau fá svona hlýjar móttökur.
 

15. sep. 2008 : Núna er Ísland landið mitt

Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.

15. sep. 2008 : Núna er Ísland landið mitt

Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.

14. sep. 2008 : Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum

Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.

14. sep. 2008 : Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum

Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.

12. sep. 2008 : „Með nóg af hlýjum fötum?“

Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.  

12. sep. 2008 : „Með nóg af hlýjum fötum?“

Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.  

10. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn fá nýtt líf á Íslandi

Eftir langt ferðalag kom hópur 29 palestínskra flóttamanna til Íslands á mánudag en þar mun fólkið hefja nýtt líf eftir tvö ár í bráðabirgðabúðum á landamærum Íraks og Sýrlands.

9. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn fá skjól á Íslandi

Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn komu til landsins í gærkvöldi í boði íslenskra stjórnvalda.

20. ágú. 2008 : Fréttabréf Borgarfjarðardeildar

Fréttabréf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins var gefið út í júlí 2008.

8. ágú. 2008 : Systini með hjartað á réttum stað

Systkinin Vilborg Júlía (12 ára), Hlöðver Már (7 ára) og Marín Birta (6 ára) Pétursbörn eru með hjartað á réttum stað og fór heldur óhefðbundna leið í fjáröflun fyrir Rauða krossinn. Þau notuðu sumarblíðuna til þess að safna skeljum vestur á fjörðum, máluðu þær síðan og seldu til styrktar Rauða krossinum. Afraksturinn var 3000 krónur.

Þetta framlag syskinanna, sem og annarra barna sem afla fjár til styrktar félaginu, er Rauða krossinum ákaflega dýrmætt. Árlega safna tombólubörn á Íslandi hundruðum þúsunda sem varið er til þess að aðstoða bágstödd börn einhverstaðar í heiminum. Þetta framlag Vilborgar Júlíu, Hlöðvers Más og Marínar Birtu á mögulega eftir að skipta sköpum í lífi einhvers jafnaldra þeirra.
Rauði krossinn á Akranesi sendir krökkunum hjartanlegar þakkir.

7. ágú. 2008 : Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi

Tuttugu og níu  palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.

„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.

Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.

7. ágú. 2008 : Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi

Tuttugu og níu  palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.

„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.

Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.

30. júl. 2008 : Allir taka þátt á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða lauk um helgina en þær voru nú haldnar tíunda sumarið í röð. Einnig hafa verið reknar sumarbúðir í Stykkishólmi síðustu fjögur sumur.

 

28. júl. 2008 : Kynningarfundur vegna komu flóttamanna

Í tilefni af komu flóttamanna til Akraness efnir Akranesdeild Rauða krossins til kynningarfundar í Rauða kross húsinu við Þjóðbraut mánudaginn 28. júlí klukkan 20:00.

25. júl. 2008 : Daníel Ágúst stykir bágstödd börn

Daníel Ágúst Björnsson hefur í sumar verið að safna peningum til aðstoðar bágstöddum börnum í heiminum, meðal annars lagt til peninga sem hann fékk í afmæisgjöf. Hann kom á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi fyrir helgi með afrakstur söfnunarinnar, 2343 krónur.

Rauði krossinn þakkar Daníel Ágústi af heilum hug. Þeir fjármunir sem tombólubörn á Íslandi safna eru undantekningarlaust notaðir til þess að hjálpa bágstöddum börnum. Það er öruggt að  þetta frábæra framtk Daníels Ágústs mun skipta miklu mái í lífi barns einhverstaðar í heiminum.

23. jún. 2008 : Góð stemning á Alþjóðadegi flóttamanna

Flóttamannaverkefni íslenskra stórnvalda og Rauða krossins var kynnt fyrir helgi á Alþjóðadegi flóttamanna á Akranesi. Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi fluttu ávarp í tilefni dagsins.

Fyrr um daginn var Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra afhent fyrsta eintakið af Handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna í íslenskri þýðingu.

20. jún. 2008 : Alþjóðadagur flóttamanna 20. júní

Um 40 milljónir manna um allan heim hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka, ofbeldis eða annarra orsaka.  Af þeim eru tæplega 12 milljónir flóttamenn í öðru landi, en um 26 milljónir eru á vergangi innan eigin landamæra.  Í dag, á Alþjóðadegi flóttamanna, er vakin sérstök athygli á aðstæðum þessa fólks um gjörvallan heim.

Að þessu tilefni stendur Rauði krossinn að dagskrá á Akranesi, heimabæ næsta hóps flóttamanna sem kemur til Íslands í haust. Klukkan 16:00 verður flóttamannaverkefni íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins kynnt við kaffihúsið Skrúðgarðinn, í sérstöku tjaldi frá Flóttamannastofnun.  Þar gefst fólki einnig færi á að kynna sér ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum áður en því er veitt hæli í öðru landi.  Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi flytja ávarp.  Allir eru velkomnir.

16. jún. 2008 : Endurhæfingarhúsið HVER opnaði formlega fimmtudaginn 12. júní

Það var opið hús að Kirkjubraut 1  fyrir bæjarbúa þar sem þeir gátu kynnt sér starfsemina.

Það voru í kringum 80 manns sem komu í heimsókn og þáðu kaffiveitingar sem voru í boði ásamt því að setjast niður og spjalla við aðra gesti sem og félaga HVER.

Kolbrúnar Ingvarsdóttir, félagi í HVER, var með ljósmyndasýningu sem vakti mikla athygli og verða myndirnar til sýnis á næstu vikum.  Fólki er velkomið að koma og skoða og geta keypt myndir, en ágóðinn rennur óskiptur til starfsemi staðarins. Staðurinn er opinn alla virka daga kl. 8-16

13. jún. 2008 : Skemmtileg heimsókn

Á vorin taka sjálfboðaliðar Rauða krossins sig margir til og enda vetrarstarfið með skemmtireisum og nota um leið tækifærið til þess að kynna sér það sem aðrir sjálfboðaliðar eru að gera í öðrum deildum. Heimsóknarvinir í Kópavogu fóru í eina slíka reisu í liðinni viku og skruppu á Akranes.

Á Akranesi tók á móti þeim hópur heimsóknarvina hjá Akranesdeildinni ásamt starfsfólki deildarinnar og fjallað var stuttlega um starfsemi Rauða krossins á Akranesi. Síðan  var haldið á Safnasvæðið að Görðum þar sem gestir skoðuðu Byggðasafnið, Steinasafnið, Íþróttasafnið og Safn Landmælinga Íslands.

27. maí 2008 : Fjömennur kynningarfundur

Á þriðja hundrað íbúar á Akranesi mættu á kynningarfund um málefni flóttafólks í Tónbergi, sal Tónlistarskólans, í gær. Fundurinn var haldinn af Akraneskaupstað, Rauða krossi Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Markmið fundarins var að veita íbúum á Akranesi upplýsingar um flóttamannaverkefni almennt og ástandið í Al – Waleed fóttamannabúðunum sérstaklega og fluttu Guðrún  Ögmundsdóttir, formaður flóttamannanefndar, og Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands erindi í því skini. Hallur Magnússon, fyrrverandi félagsmálastjóri á Höfn í Hornafiðri og Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbæ, fjölluðu um reynslu annarra sveitarfélaga af flóttamannaverkefnu, Jón Á. Kalmasson, heimspekingur, flutti stutta hugvekju um sammannlegar væntingar til lífsins óháð uppruna eða öðrum tilfallandi eiginleikum fólks og Dragana Zastavnikovic, sem kom sem flóttamaður til Ísafjarðar árið 1996, sagði frá reynslu sinni.

26. maí 2008 : Skátarnir fjórir héldu tombólu

Skátarnir fjórir, Brynjar Mar, Arnar Freyr, Hinkrik Freyr og Patrekur héldu á dögunum tombólu til styrktar Rauða krossinum á Akranesi og söfnuðu 4000 krónum. Þeir skruppu af skátafundi í dag og afhentu söfnunarféð. Rauði krossinn kann þeim félögum bestu þakkir fyrir framtakið.

21. maí 2008 : Pólski ræðismaðurinn í Borgarnesi

Pólski ræðismaðurinn, Michal Sikorski kom í Borgarnes á dögunum og átti fund með bæði löndum sínum og Íslendingum.

Michal ræddi við stjórn Borgarfjarðardeildar Rauða krossins, skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, formann Margmenningarfélags Borgarfjarðar, aðstoðarskólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar, námsráðgjafa frá Borgarbyggð, yfirlögreglustjórann í Borgarnesi og hluta af sveitastjórn Borgarbyggðar. Það var ánægjulegt að sjá að margir fulltrúar stofnana í sveitarfélaginu létu sig málið varða og mættu til fundar.

20. maí 2008 : Sveinsína hlaut viðurkenningu á aðalfundi

Aðalfundur Rauða kross Íslands var haldinn í Kópvogi laugardaginn 19. maí síðast liðinn. Á fundinum var Anna Stefánsdóttir kjörin formaður Rauða kross Íslands.

5 sjálfboðaliðar hlutu viðurkenningu fyrir framlag til mannúðarstarfa, þar á meðal Sveinsína Andrea Árnadóttir sem starfað hefur sem sjúkra- og heimsóknarvinur með Akranesdeildinni í yfir þrjátíu ár.
Sveinsína, eða  Bíbí einsog hún er jafnan kölluð, hóf sjálfboðaliðastörf fyrir Akranesdeild 1974 og hefur í mörg ár gengt stöðu hópstjóra sjúkra – og síðan heimsóknarvina. Hún var ein af stofnfélögum þessa hóps sem stofnaður var 1999, sem hafði það að markmiði að sinna sjúkum og einmanna.

6. maí 2008 : Skyndihjálp

Föngulegur hópur starfsfólks Svæðissrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi sótti nýverið námskeið í skyndihjálp í Rauða kross húsinu á Akranesi. Það var Gísli Björnsson, skyndihjálparleiðbeinandi sem kenndi þeim réttu tökin við endurlífgun og fyrstu hjálp.

 

5. maí 2008 : Deildafólk á Vesturlandi hittist

Um helgina hittist Rauða kross fólk af Vesturlandi í Stykkishólmi til skrafs og ráðagerða. Með því að halda sameiginlegan fund af þessu tagi standa vonir til þess að hægt sé að efla samstarf deilda á milli og skiptast á góðum hugmyndum. Sú hugmynd kom fram að halda fundi af þessu tagi tvisvar á ári, að hausti og vori.
Á laugardaginn komu saman þeir svæðisráðsfulltrúar sem áttu heimangengt en á sunnudeginum kom annað stjórnarfólk saman, margir með fjölskyldur sínar en áhersla var lögð á að um fjölskylduhelgi væri að ræða. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, svæðisfulltrúi á Höfuðborgarsvæði, kynnti stöðu neyðarvarnamála í landshlutanum og fjallað var um gang vinadeildarsamstarfsins við Rauða krossinn í Gambíu.
Fundargestir voru allir sammála um ágæti þess að hittast, fara yfir stöðu sameiginlegra verkefna og leggja á ráðin um ný. Þá var almenn ánægja með fyrirkomulagið, þ.e. að Rauða kross fólk hefði tök á að hafa fjölskyldur sínar með og veita sínum nánustu þannig góða innsýn í það starf sem Rauði krossinn sinnir. Smáfólkinu leiddist heldur aldeilis ekki, enda aðstaða í Grunnskólanum í Stykkishólmi öll til fyrirmyndar.

5. maí 2008 : Hjálmar í Heiðarskóla

Á föstudaginn komu þau Gerða Bjarnadóttir, starfsmaður Rauða krossins á Akranesi, og Sigurður Þór Elísson, verkefnisstjóri umferðarfræðslu í Grundaskóla, akandi á Sjúkrabíl í Heiðarskóla. Erindið var þó ekki að sækja einhvern veikan eða slasaðan heldur að færa nemdendum í 3. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Þeir munu án efa koma að góðum notum á komandi hjólasumri.

5. maí 2008 : Sveitaferð

Í liðinni viku var farin skemmtileg sveitaferð frá Rauða kross húsinu á Akranesi þegar nýju Skagamennirnir frá Palsestínu, ásamt fríðu föruneyti, heimsóttu Jóhönnu geitabónda að Háafelli í Borgarfirði.
Í ferðinni gafst kostur á því að skoða dálítið af íslenskri náttúru og kynnast lífinu í sveitinni. Fyrst skoðaði hópurinn útihúsin þar sem geiturnar biðu æstar í kossa og knúserí – sem var nú ekki látið auðveldlega eftir þeim. Síðan bauð Jóhanna hópnum  inn í þjóðlegan málsverð, þar sem meðal annars var boðið upp á geitamjólk og geitakæfu.
Að því búnu var haldið heim, eftir ánægjulega heimsókn á alíslenskan sveitabæ.

2. maí 2008 : Samvinna Akranes- og Borgarfjarðardeilda

Fulltrúar Akranes- og Borgarfjarðardeildar hittust í síðustu viku í þeim tilgangi að skoða möguleika á því að efla samstarf og samvinnu

29. apr. 2008 : Fjörfiskar bregða á leik

Í dag var slegið upp veislu í Rauða kross húsinu þegar Fjörfiskarnir, eldri börnin úr sérdeild Brekkubæjarskóla sem stunda frístundastarf í félagsmiðstöinni Þoprinu, kíktu í heimsókn. Sjálfboðaliðar úr heimsóknarþjónustu sáu um að baka vöfflur og hella upp á kakó síðan, einsog venja er í þessum hóp var mikið spjallað og sprellað, enda annálaðir grínarar meðal gesta.
Þetta var síðasta samverustund Rauða kross fólks og Fjörfiska fyrir sumarið, en í haust verður örugglega slegið upp nýrri veislu.

29. apr. 2008 : Samvinna deilda

Í gærkvöldi hittust fulltrúar Akranesdeildar og Borgarfjarðardeildar til skrafs og ráðagerða í RK-húsinu á Akranesi. Tilgangur fundarins var fyrst og fremst að skoða vel alla möguleika á því að efla samstarf og samvinnu deildanna að þeim verkefnum sem þær eiga sameiginileg. Þannig var til dæmis ákveðið að gera tilraun með að samkeyra námskeið og ýmiskonar fræðslu fyrir sjálfboðaliða, enda ekki langt á  milli Akraness og Borgarness.
Þá var einnig ákveðið að vinna sameiginlega að því, í samstarfi við framhaldsskóla á svæðinu, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, V innumálastofnun og fleiri aðila, að sækja um fjármagn í sjóð sem ætlaður er til þess að fjármagna verkefni sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar í sjávarútvegi. 

28. apr. 2008 : 3. bekkur í Grundaskóla fær hjálmagjöf

Í dag komu krakkar í 3. Bekk í Grundaskóla í heimsókn og Rauða kross húsið  og fengu að gjöf reiðhjólahjálma. Börnin komu gangnandi í blíðskaparveðri með Sigurði Þór Elíssyni, umferðarfræðslu fullturá Gundaskóla sem er móðurskóli um umferðafræðslu í landinu. Áratuga hefð er fyrir  því hjá Akranesdeildinni að gefa börnum í 3. bekk reiðhjólahjálma á vorin og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að nota þá undantekningarlaust.
Krakkarnir voru ákaflega ánægð með hjálmana sína og staðráðin í því að nota þá vel og eiga slysalaust hjólasumar.

25. apr. 2008 : Spilað á Höfða

Að kvöldi sumardagsins fyrsta efndu Sjúkravinir til spilavistar á Höfða í síðasta sinn á þessum vetri.
Undanfarin ár hafa Sjúkravinir staðið fyrir spilavist síðasta fimmtudag í mánuði á dvalarheimilinu Höfða og eru spilakvöldin fastur liður í tilveru margra sem þar búa. Einsog sjá má á meðfylgjandi mynd var fjölmennt á spilakvöldinu, enda ekki amalegt að fagna sumri með þessum hætti í góðum félagsskap. Í haust verður svo tekið til við spilamennskuna á ný.

23. apr. 2008 : Ársskýrsla 2007

22. apr. 2008 : Vorfundur heimsóknar- og sjúkravina

Í gær hittust heimsóknar- og sjúrkavinir á árlegum vorfundi sínum á kaffihúsinu Skrúðgarðinum.  Nokkrar b reytingar verða á starfi hópsins á árinu þar sem Sveinsína Árnadóttir, sem verið hefur hópstjóri mörg undanfarin ár, lætur af embætti. Hún mun þó halda ótrauð áfram sem heimsóknarvinur.
Á fundinum ávarpaði Sveinn Kristinsson, formaður Akranesdeildarinnar, sjúkra- og heimsóknarvini og gerð grein fyrir því hvernig haldið verður utan um hópinn fram á haustið. Þá stendur til að fara í átak til að fjölga sjálfboðaliðum í heimsóknarþjónustunni og gera nokkrar breytingar á rekstri verkefnisins.

17. apr. 2008 : Rauði krossinn áberandi á málþingi um innflytjendamál

Í síðustu viku efndi Samband sunnlenskra sveitarfélaga til málþings um málefni innflytjenda í Þorlákshöfn.
Í upphafi þingsins kynnti Hildur Jónsdóttir nýja framkvæmdaáætlun stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Fyrri hluti þingsins var annars helgaður umræðu um töluegar upplýsingar og ýmis félagsleg verkefni sem lúta að stuðningi við innflytjendur, t.d. ungbarnavernd og  atvinnumál. Þá greindi Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur frá rannsókn sem hún vinnur nú að ásamt fleiri aðilum undir yfirskriftinni Innflytjendur í þremur sveitarfélögum: réttindi þátttaka og viðurkenning.

16. apr. 2008 : Rauði krossinn í Hálsaskógi

Í morgun heimsóttu tveir hópar barna í 5.og 6. bekk Grundaskóla Rauða kross húsið og fengu fræðslu um sögu og markmið Rauða krossins.
Heimsóknin er liður í valáfanga um mannúða- og hjálparstarf sem Hildur Karen Aðalsteinsdóttir hefur kennt þeim í vetur. Hóparnir komu færandi hendi með veggspjöld sem þeir unnu út frá þemanu: Hvernig get ég hjálpað?

14. apr. 2008 : Annað Börn og umhverfi námskeið

Nú stendur sem hæst seinna Börn og umhverfi námskeiðið sem Akranesdeildin heldur. Um þrjátíu ungmenni á bilinu tólf til fjórtán ára hafa sótt námskeiðið í ár og undirbúið sig þannig undir barnagæslu í sumar.
Leiðbeinendur eru sem endranær Jóhanna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi, og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, leikskólakennari.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og farið er yfir þroska ungra barna, hollustuhætti og heilbrigði.
Einsog myndin ber með sér er áhugi þátttakenda á viðfangsefninu mikill, enda mjög mikilvægt.

9. apr. 2008 : Rauði krossinn bregst við strætóslysi

Krystyna Jabluszewska, pólskur verkefnisstjóri Akranesdeildarinnar var kölluð út á Sjúkrahús Akraness um klukkan níu í morgun þegar átta farþegar af pólskum uppruna - sem lentu í umverðarhóppi í Akranesstrætó – voru fluttir á sjúkrahúsið til aðhlynningar. Krystyna veitti sálrænan stuðning og túlkaði í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk.

9. apr. 2008 : Hádegisfundur SJS hóps

6 nemendur í FVA hafa á vorönn sinnt sjálfboðnum störfum á vegum Rauða krossins á Akranesi og fengið einingu fyrir. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga, til dæmis hafa þau unnið með Fjörfiskum, fötluðum börnum sem stunda tómstundastarf í félagsmiðstöðinni Arnardal, kynnt Rauða krossinn fyrir nemendum á unglingastig í grunnskkólunum, tekið þátt í verkefnum sem tengjast Fjölbrautaskólanum og fleira.
Hluti sjáfboðaliðanna hittist á hádegisfundi í dag, en slíkir fundir hafa verið haldnir reglulega til þess að fræðast og hafa gaman. Á fundinum nú  var m.a. rætt hvernig gengið hefur í vetur, hvaða verkefni hafa skilað árangri og hver þarf að útfæra betur.

4. apr. 2008 : Foreldrar og dagmæður á skyndihjálparnámskeiði

Borgarfjarðardeild Rauða krossins hélt skyndihjálparnámskeið sem snýr að ungum börnum þann 26. mars. Foreldrar ungbarna og dagmæður Borgarbyggðar sátu námskeiðið alls 15 manns.

 

3. apr. 2008 : Fjölmennt Börn og umhverfi námskeið

Fjölmennur hópur er nú á námskeiðinu Börn og umhverfi sem hófst hjá Akranesdeildinni í gær. Fullt er á námskeiðið sem stendur, 2., 3., og 5. apríl.
Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.

28. mar. 2008 : Skátar fræðast um Rauða krossinn

Í gærkvöldi kom hópur skáta úr Skátafélagi Akraness í Rauða kross húsið og fékk fræðslu um félagið og störf þess að mannúðarmálum. Farið var yfir sögu og markmið Rauða kross hreyfingarinnar og sérstaklega vikið að verkefnum Akranesdeildarinnar með ungu fólki og innflytjendum.

27. mar. 2008 : Endurhæfingarklúbbur á Akranesi

Í gær, miðvikudaginn var undirritað samkomulag  um rekstur endurhæfingarklúbbs fyrir öryrkja á Akranesi. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða og að því standa Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi - með stuðningi frá Hvalfjarðarsveit og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Stofnuð verður fjögurra manna verkefnisstjórn, sem hafa mun umsjón með starfseminni, skipuð fulltrúum þeirra aðila sem að endurhæfingarklúbbnum standa. Við undirskriftina var jafnframt tilkynnt að Sigurður Sigursteinsson, iðjuþjálfi, hefði verið ráðinn forstöðumaður klúbbsins.

27. mar. 2008 : Endurhæfingarklúbbur á Akranesi

Í gær, miðvikudaginn var undirritað samkomulag  um rekstur endurhæfingarklúbbs fyrir öryrkja á Akranesi. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða og að því standa Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi - með stuðningi frá Hvalfjarðarsveit og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Stofnuð verður fjögurra manna verkefnisstjórn, sem hafa mun umsjón með starfseminni, skipuð fulltrúum þeirra aðila sem að endurhæfingarklúbbnum standa. Við undirskriftina var jafnframt tilkynnt að Sigurður Sigursteinsson, iðjuþjálfi, hefði verið ráðinn forstöðumaður klúbbsins.

26. mar. 2008 : Hugmynd sem óx

Í morgun heimsótti hópur barna í 5. og 6.bekk í Grundaskóla Rauða krossinn á Akranesi og fékk fræðslu um starfsemi félagsins. Heimsóknin var liður í valáfanga sem fjallar um mannúðarstörf og skyndihjálp.

18. mar. 2008 : Nýr verkefnisstjóri

Um mánaðarmótin hóf Krystyna Jabluzewska störf sem verkefnastjóri innflytjendamála hjá Akranesdeildinni. Krystyna, sem er frá Póllandi, er í hálfu starfi og mun sinna upplýsinga- og ráðgjöf til innflytjenda og vinna að öðrum tilfallandi verkefnum.
Á þeim tíma stutta tíma sem Krystyna hefur starfað fyrir deildina hefur það sýnt sig að þörf fyrir pólskumælandi verkefnastjóra er brýn, enda hefur verið nóg að gera hjá henni frá fyrsta degi.

18. mar. 2008 : Pólski konsúllinn vísiterar

Mánudaginn 17. mars heimsótti pólski konsúllinn,Michal Sihorski Akranes og átti gagnlega fundi bæði með íslendingum og löndum sínum. Um miðjan dag var haldinn fundur með starfsfólki Rauða krossins, Sjúkrahússins og heilsugæslunnar, Fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar, Grundaskóla, Vinnumálastofnunar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Þar sagði Micahel m.a. annars frá því að unnið væri að því að stofna Pólskt sendiráð á Íslandi og fjallaði um hvernig sendiráðið, Rauði krossinn og sveitarfélagið gætu unnið saman að ákveðnum málum, svo sem móðurmálskennslu fyrir pólsk börn, bókakaupum og fleiru.

13. mar. 2008 : Vinnufundur um málefni innflytjenda

Mánudaginn 10. mars sl. var haldinn vinnufundur á Landsskrifstofu Rauða krossins, en hann sóttu fulltrúar nokkurra deilda sem vinna verkefni sem snúa að innflytjendum.

Á fundinum var fjallað um áherslu félagsins og málefnum innflytjenda og deildarfólk gerði grein fyrir verkefnum sem eru í gangi vítt og breytt um landið. Þá sagði Paola Caredenas, verkefnisstjóri í málefnum innflytjenda á landsskrifsofu, frá því hvernig það er að vera innflytjandi og studdist í erindi sínu bæði við eigin reynslu og rannsóknir sem gerðar hafa verið.

Það var samdóma álit fundargesta að það væri mjög gagnlegt að koma saman, fræðast um verkefni annarra deilda, miðla reynslu og afla nýrrar þekkingar.

 

7. mar. 2008 : Nýr svæðisfulltrúi með aðsetur á Akranesi

Í byrjun mars tók til starf nýr svæðisfulltrúi á Vesturlandi. Hann heitir Kristján S. Bjarnason og kemur til starfa á háannatíma, enda tími aðalfunda og mikið um að vera á svæðinu

4. mar. 2008 : Aðalfundur á Akranesi

Aðalfundur Rauða krossins á Akranesi var haldinn mánudaginn 3. mars. Nokkrar breytingar urðu í stjórn deildarinnar þar sem Skarphéðinn Magnússn og Lárus Guðjónsson gáfu ekki kost á sér til frekari stjóranarsetu. Svala Hreinsdóttir var endurkjörin og nýir í stjórn voru kjörnir Þór Birgisson og Zbigniew Harasimczuk sem aðalmenn og Ásgeir Sveinsson varamaður. Aðrir aðilar í stjórn eru Sveinn Kristinsson, formaður, Sólveig Reynisdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Shyamali Ghosh og til vara Alda Vilhjálmsdóttir og Anna Sólveig Smáradóttir.

Um leið og þeim Skarphéðni og Lárusi var þakkað fyrir þeirra sjálfboðna starf í þágu deildarinnar voru nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir.

4. mar. 2008 : SJS hópur fræðist um Gambíu

Á mánudaginn hittust nemendur í SJS áfanga í Fjölbrautaskóla Vesturlands á fræðslufundi í Rauða kross húsinu þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæði og fyrrum sjálfboðaliði í Gambíu sagði frá dvöl sinni í Gambíu. Þóra hafði jafnframt meðferðis ýmiss konar skart, fatnað og myndverk frá Gambíu sem spennandi var að skoða.

Skammt er síðan sjálfboðaliðar frá Gambíu, þeir Alieu og Alagier, sóttu Fjölbrautaskólann heim og SJS nemendur hlýddu á erindi þeirra um gambíska Rauða krossinn og lífið í Gambíu. Hópurinn ætti því að vera orðinn margsfróður um lífið í landi þessara vina okkar og Rauða kross félaga í álfunni Afríku.

3. mar. 2008 : Konur skemmta sér

Á laugardaginn var haldinn kvennafundur fyrir konur af íslenskum og erlendum uppruna í samstarfi Rauða krossins á Akranesi og Félags kvenna af erlendum uppruna. Paola Cardenas verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands flutti erindi um ferlið sem hefst þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nýs lands og Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinnar fjallaði um verkefni deildarinnar með innflytjendum.

Að framsögum loknum tók við skvísulegri skemmtun. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, verslunin Bjarg á Akranesi gaf fjölbreyttar prufur af snyrtivörum og Pauline Mcharthy formaður SONI (Society of New Icelanders á Vesturlandi) kom með fulla tösku af naglalakki sem konur dunduðu sér við að prófa. Konur notuðu að sjálfsögðu tækifærið til þess að spjalla og kynnast.

3. mar. 2008 : Konur skemmta sér

Á laugardaginn var haldinn kvennafundur fyrir konur af íslenskum og erlendum uppruna í samstarfi Rauða krossins á Akranesi og Félags kvenna af erlendum uppruna. Paola Cardenas verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands flutti erindi um ferlið sem hefst þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nýs lands og Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinnar fjallaði um verkefni deildarinnar með innflytjendum.

Að framsögum loknum tók við skvísulegri skemmtun. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, verslunin Bjarg á Akranesi gaf fjölbreyttar prufur af snyrtivörum og Pauline Mcharthy formaður SONI (Society of New Icelanders á Vesturlandi) kom með fulla tösku af naglalakki sem konur dunduðu sér við að prófa. Konur notuðu að sjálfsögðu tækifærið til þess að spjalla og kynnast.

28. feb. 2008 : Opnir dagar

Þessa vikuna standa yfir Opnir dagar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, en þá leggja nemendur hefðbundið nám á hilluna og takast á við önnur og ólík verkefni.

Rauði krossinn á Akranesi  var með tvö innlegg á opnum dögum.  Anna Lára Steindal fjallaði um Ef bara ég hefði vitað, sálrænan stuðning fyrir ungt fólk á vef Rauða krossins, og kynnti líka verkefnið Hvað viltu vita? sem felst í kynfræðslu og ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 13 – 20 ára. Ráðgjöfin er veitt á msn  ([email protected]), í tölvupósti ([email protected]) eða í hjálparsímanum 1717.

27. feb. 2008 : Sagan að baki hugmyndar

Í morgun heimsótti hópur barna í 5. og 6.bekk í Grundaskóla Rauða krossinn á Akranesi og fékk fræðslu um starfsemi félagsins. Heimsóknin var liður í valáfanga sem fjallar um mannúðarstörf og skyndihjálp.

Krakkarnir byrjuðu á því að horfa á Sagan að baki hugmyndir, sem segir frá því hvernig Henry Dunant fékk hugmyndina að stofnun Rauða krossins og hrinti henni í framkvæmd. Voru krakkarnir sammála um að það væri mjög hvetjandi til góðra verka að átta sig á því hversu miklu Dunant kom til leiðar með því að fylgja mannúðarhugsjón sinni eftir.  Þegar sýningu myndarinnar lauk var fjallað um verkefni Rauða krossins á  Akranesi og spjallað vítt og breytt um mannúðarstarf, fordóma og  hvernig krakkar geta hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda.

25. feb. 2008 : Erlend börn í Borgarbyggð

Haldinn var í síðustu viku samstarfsfundur Borgarfjarðardeildar Rauða krossins og Grunnskólans í Borgarnesi með foreldrum erlendra nemenda sem stunda nám í Grunnskólanum. Foreldrar frá hinum ýmsu löndum sóttu fundinn.

Paola Cardenas verkefnisstjóri í málefnum útlendinga á landsskrifstofu Rauða krossins hélt erindið ,,Að aðlagast í nýju samfélagi/þjóðfélagi“. Paola kemur frá Venesúela og hefur búið á Íslandi í átta ár. Talaði hún m.a. um hvernig væntingar og draumar sem eiga að rætast í nýju landi standast oft ekki þegar nýr hversdagsleiki gerir vart við sig og hlutirnir eru ekki eins einfaldir og maður hélt.

21. feb. 2008 : Aðalfundur heimsóknavina.

Sjúkra- og heimsóknavinir Akranesdeildarinnar héldu aðalfund sinn 20. febrúar. Á fundinum var tilkynnt að Sveinsína Árnadóttir, sem verið hefur hópstjóri frá því að verkefninu var hrint úr vör árið 1974, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem stjórnandi. Sveinsínu þökkum við kærlega frábær störf undanfarna áratugi og óskum henni velfarnaðar.  

Á næstu vikum verður ráðist í ítarlega kynningu á verkefninu með það að markmiði að fjölga heimsóknavinum. Þeir sem hafa áhuga á því að starfa sem sjálfboðaliði að því að rjúfa félagslega einangrun og auka lífsgæði fólks sem á erfitt er bent á að hafa samband á skrifstofu deildarinnar í síma 431 2270 eða senda tölvupóst á [email protected].

Á fundinum var einnig fjallað um  nýtt verkefni sem sjúkravinir eru að skipuleggja,  en það er að sauma sjúkravesti, ekki ólík þeim sem sjúkraflutningamenn klæðast,  á bangsa sem hafðir verða í sjúkrabílum á Akranesi . Bangsarnir eru gjöf til barna sem þurfa á sjúkraflutningum að halda

19. feb. 2008 : Gestir frá Gambíu

Um þessar mundir eru staddir á Íslandi tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, þeir Alien og Alagier. Þeir hafa verið að kynna sér störf Rauða krossins á Íslandi og kynna það starf sem fram fer á vegum Rauða krossins í Gambíu og fræða Íslendinga um land sitt og þjóð.

Alien og Alagier heimsóttu Akranesdeild Rauða krossins í vikunni og fóru m.a. í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fyrst hittu þeir nemendur í lífsleikni, fluttu fyrirlestur um störf gambíska Rauða krossins og sýndu fræðslumynd um lífið og fólkið í Gambíu. Að því loknu fóru þeir í kynnisferð um skólann í fylgd Atla Harðarsonar aðstoðarskólameistara.

13. feb. 2008 : 112 dagurinn á Akranesi

Mikið var um dýrðir í andyri verslunarhúss Bónuss, Apóteks Vesturlands og Tölvulistans mánudaginn 11.2 þegar Rauði krossinn á Akranesi og sjúkraflutningamenn vöktu athygli þeirra sem leið áttu um húsið á neyðarnúmerinu og mikilvægi skyndihjálpar.

Uppákoman hófst með stuttri athöfn kl. 14.00 þegar Skarphéðinn Magnússon, stjórnarmaður Akranesdeildarinnar, veitti Eiríki Kristóferssyni viðurkenningu fyrir skyndihjálparafrek á árinu 2007, en hann brást rétt og vel við í alvarlegu vinnuslysi í Norðuráli fyrir réttu ári síðan. Einnig tóku fulltrúar allra leikskóla og grunnskóla á Akranesi og í Hvaljfarðarsveit og Fjölbrautaskóla Vesturlands, á móti veggspjaldinu Getur þú hjálpað þegar á reynir.  Rauði kross Íslands í samvinnu við N1 gefur öllum skólum á landinu slíkt veggspjald. Að athöfn lokinni var boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingu, vegfarendum bauðst að spreyta sig við endurlífgun, börn fengu að skoða sjúkrabílana og skyndihjálpartöskur voru til sölu.

13. feb. 2008 : Sjúkra- og heimsóknarvinir á námskeiði í sálrænum stuðningi

Laugardaginn 9. febrúar sóttu sjúkra- og heimsóknarvinir hjá Akranesdeild Rauða krossins námskeið í sálrænum stuðningi. Leiðbeinendur voru Jón Jóhannsson, djákni, og Guðrún K. Þórsdóttir, djákni og sálfræðingur.

Á námskeiðinu var fjallað um sálrænan stuðning almennt, rætt um Alzheimer sjúkdóminn – einkenni og viðbrögð við þeim, handleiðslu fyrir heimsóknarvini og fleira sem tengist starfi sjáflboðaliða í heimsóknarþjónustu.

17. jan. 2008 : Ungmennastarf í burðarliðum

Ungum sjálfboðaliðum hefur fjölgað mikið á Akranesi síðustu misserin. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands er boðið upp á áfanga í sjálfboðastarfi sem Rauði krossinn á Akranesi sér alfarið um. 7 – 9 nemendur sinna að jafnaði sjálfboðastörfum á þessum forsendum. Nú er auk þess unnið að því að koma af stað hóp ungliða á aldrinum 13 – 15 ára. Hópur áhugasamra leiðbeinanda hittist á vinnufundi fyrir skemmstu og stefnt er á að hefja kynningu í grunnskólum á Akranesi á næstunni.
Þá er skyndihjálparhópur einnig í burðarliðum og mun hann að líkindum starfa í samvinnu við Björgunarfélag Akraness.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum verkefnum geta haft samband á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi í síma 431 2270 eða á netfangið [email protected]

4. jan. 2008 : Grundaskóli styrkir börn í Malavaí.

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla afhentu Rauða krossinum á dögunum 318.000 króna framlag til styrktar börnum í Malaví. Þessi glæsilega upphæð  var afrakstur jólasöfnunar sem hrundið var af stað í stað þess að gefa hefðbundnar jólagjafir innan skólans.

Það var Lóa Guðrún Gísladóttir, fulltrúi nemenda í Grundaskóla, sem afhenti Sveini Kristinssyni, formanni Arkanesdeildarinnar söfnunarféð.  Í ávarpi sem hún flutti af því tilefni kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli styður með þessum hætti við uppbyggingarstarf í Malaví .

Rauði krossinn sendir nemendum og kennurum í Grundaskóla hugheilar þakkir fyrir framtakið. Það er ekki nokkur vafi á því að peningarnir koma í góðar þarfir. Rauði kross Íslands styður börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns.

4. jan. 2008 : Grundaskóli styrkir börn í Malavaí.

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla afhentu Rauða krossinum á dögunum 318.000 króna framlag til styrktar börnum í Malaví. Þessi glæsilega upphæð  var afrakstur jólasöfnunar sem hrundið var af stað í stað þess að gefa hefðbundnar jólagjafir innan skólans.

Það var Lóa Guðrún Gísladóttir, fulltrúi nemenda í Grundaskóla, sem afhenti Sveini Kristinssyni, formanni Arkanesdeildarinnar söfnunarféð.  Í ávarpi sem hún flutti af því tilefni kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli styður með þessum hætti við uppbyggingarstarf í Malaví .

Rauði krossinn sendir nemendum og kennurum í Grundaskóla hugheilar þakkir fyrir framtakið. Það er ekki nokkur vafi á því að peningarnir koma í góðar þarfir. Rauði kross Íslands styður börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns.