17. jan. 2008 : Ungmennastarf í burðarliðum

Ungum sjálfboðaliðum hefur fjölgað mikið á Akranesi síðustu misserin. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands er boðið upp á áfanga í sjálfboðastarfi sem Rauði krossinn á Akranesi sér alfarið um. 7 – 9 nemendur sinna að jafnaði sjálfboðastörfum á þessum forsendum. Nú er auk þess unnið að því að koma af stað hóp ungliða á aldrinum 13 – 15 ára. Hópur áhugasamra leiðbeinanda hittist á vinnufundi fyrir skemmstu og stefnt er á að hefja kynningu í grunnskólum á Akranesi á næstunni.
Þá er skyndihjálparhópur einnig í burðarliðum og mun hann að líkindum starfa í samvinnu við Björgunarfélag Akraness.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum verkefnum geta haft samband á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi í síma 431 2270 eða á netfangið [email protected]

4. jan. 2008 : Grundaskóli styrkir börn í Malavaí.

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla afhentu Rauða krossinum á dögunum 318.000 króna framlag til styrktar börnum í Malaví. Þessi glæsilega upphæð  var afrakstur jólasöfnunar sem hrundið var af stað í stað þess að gefa hefðbundnar jólagjafir innan skólans.

Það var Lóa Guðrún Gísladóttir, fulltrúi nemenda í Grundaskóla, sem afhenti Sveini Kristinssyni, formanni Arkanesdeildarinnar söfnunarféð.  Í ávarpi sem hún flutti af því tilefni kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli styður með þessum hætti við uppbyggingarstarf í Malaví .

Rauði krossinn sendir nemendum og kennurum í Grundaskóla hugheilar þakkir fyrir framtakið. Það er ekki nokkur vafi á því að peningarnir koma í góðar þarfir. Rauði kross Íslands styður börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns.

4. jan. 2008 : Grundaskóli styrkir börn í Malavaí.

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla afhentu Rauða krossinum á dögunum 318.000 króna framlag til styrktar börnum í Malaví. Þessi glæsilega upphæð  var afrakstur jólasöfnunar sem hrundið var af stað í stað þess að gefa hefðbundnar jólagjafir innan skólans.

Það var Lóa Guðrún Gísladóttir, fulltrúi nemenda í Grundaskóla, sem afhenti Sveini Kristinssyni, formanni Arkanesdeildarinnar söfnunarféð.  Í ávarpi sem hún flutti af því tilefni kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli styður með þessum hætti við uppbyggingarstarf í Malaví .

Rauði krossinn sendir nemendum og kennurum í Grundaskóla hugheilar þakkir fyrir framtakið. Það er ekki nokkur vafi á því að peningarnir koma í góðar þarfir. Rauði kross Íslands styður börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns.