28. mar. 2008 : Skátar fræðast um Rauða krossinn

Í gærkvöldi kom hópur skáta úr Skátafélagi Akraness í Rauða kross húsið og fékk fræðslu um félagið og störf þess að mannúðarmálum. Farið var yfir sögu og markmið Rauða kross hreyfingarinnar og sérstaklega vikið að verkefnum Akranesdeildarinnar með ungu fólki og innflytjendum.

27. mar. 2008 : Endurhæfingarklúbbur á Akranesi

Í gær, miðvikudaginn var undirritað samkomulag  um rekstur endurhæfingarklúbbs fyrir öryrkja á Akranesi. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða og að því standa Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi - með stuðningi frá Hvalfjarðarsveit og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Stofnuð verður fjögurra manna verkefnisstjórn, sem hafa mun umsjón með starfseminni, skipuð fulltrúum þeirra aðila sem að endurhæfingarklúbbnum standa. Við undirskriftina var jafnframt tilkynnt að Sigurður Sigursteinsson, iðjuþjálfi, hefði verið ráðinn forstöðumaður klúbbsins.

27. mar. 2008 : Endurhæfingarklúbbur á Akranesi

Í gær, miðvikudaginn var undirritað samkomulag  um rekstur endurhæfingarklúbbs fyrir öryrkja á Akranesi. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða og að því standa Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi - með stuðningi frá Hvalfjarðarsveit og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Stofnuð verður fjögurra manna verkefnisstjórn, sem hafa mun umsjón með starfseminni, skipuð fulltrúum þeirra aðila sem að endurhæfingarklúbbnum standa. Við undirskriftina var jafnframt tilkynnt að Sigurður Sigursteinsson, iðjuþjálfi, hefði verið ráðinn forstöðumaður klúbbsins.

26. mar. 2008 : Hugmynd sem óx

Í morgun heimsótti hópur barna í 5. og 6.bekk í Grundaskóla Rauða krossinn á Akranesi og fékk fræðslu um starfsemi félagsins. Heimsóknin var liður í valáfanga sem fjallar um mannúðarstörf og skyndihjálp.

18. mar. 2008 : Nýr verkefnisstjóri

Um mánaðarmótin hóf Krystyna Jabluzewska störf sem verkefnastjóri innflytjendamála hjá Akranesdeildinni. Krystyna, sem er frá Póllandi, er í hálfu starfi og mun sinna upplýsinga- og ráðgjöf til innflytjenda og vinna að öðrum tilfallandi verkefnum.
Á þeim tíma stutta tíma sem Krystyna hefur starfað fyrir deildina hefur það sýnt sig að þörf fyrir pólskumælandi verkefnastjóra er brýn, enda hefur verið nóg að gera hjá henni frá fyrsta degi.

18. mar. 2008 : Pólski konsúllinn vísiterar

Mánudaginn 17. mars heimsótti pólski konsúllinn,Michal Sihorski Akranes og átti gagnlega fundi bæði með íslendingum og löndum sínum. Um miðjan dag var haldinn fundur með starfsfólki Rauða krossins, Sjúkrahússins og heilsugæslunnar, Fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar, Grundaskóla, Vinnumálastofnunar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Þar sagði Micahel m.a. annars frá því að unnið væri að því að stofna Pólskt sendiráð á Íslandi og fjallaði um hvernig sendiráðið, Rauði krossinn og sveitarfélagið gætu unnið saman að ákveðnum málum, svo sem móðurmálskennslu fyrir pólsk börn, bókakaupum og fleiru.

13. mar. 2008 : Vinnufundur um málefni innflytjenda

Mánudaginn 10. mars sl. var haldinn vinnufundur á Landsskrifstofu Rauða krossins, en hann sóttu fulltrúar nokkurra deilda sem vinna verkefni sem snúa að innflytjendum.

Á fundinum var fjallað um áherslu félagsins og málefnum innflytjenda og deildarfólk gerði grein fyrir verkefnum sem eru í gangi vítt og breytt um landið. Þá sagði Paola Caredenas, verkefnisstjóri í málefnum innflytjenda á landsskrifsofu, frá því hvernig það er að vera innflytjandi og studdist í erindi sínu bæði við eigin reynslu og rannsóknir sem gerðar hafa verið.

Það var samdóma álit fundargesta að það væri mjög gagnlegt að koma saman, fræðast um verkefni annarra deilda, miðla reynslu og afla nýrrar þekkingar.

 

7. mar. 2008 : Nýr svæðisfulltrúi með aðsetur á Akranesi

Í byrjun mars tók til starf nýr svæðisfulltrúi á Vesturlandi. Hann heitir Kristján S. Bjarnason og kemur til starfa á háannatíma, enda tími aðalfunda og mikið um að vera á svæðinu

4. mar. 2008 : Aðalfundur á Akranesi

Aðalfundur Rauða krossins á Akranesi var haldinn mánudaginn 3. mars. Nokkrar breytingar urðu í stjórn deildarinnar þar sem Skarphéðinn Magnússn og Lárus Guðjónsson gáfu ekki kost á sér til frekari stjóranarsetu. Svala Hreinsdóttir var endurkjörin og nýir í stjórn voru kjörnir Þór Birgisson og Zbigniew Harasimczuk sem aðalmenn og Ásgeir Sveinsson varamaður. Aðrir aðilar í stjórn eru Sveinn Kristinsson, formaður, Sólveig Reynisdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Shyamali Ghosh og til vara Alda Vilhjálmsdóttir og Anna Sólveig Smáradóttir.

Um leið og þeim Skarphéðni og Lárusi var þakkað fyrir þeirra sjálfboðna starf í þágu deildarinnar voru nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir.

4. mar. 2008 : SJS hópur fræðist um Gambíu

Á mánudaginn hittust nemendur í SJS áfanga í Fjölbrautaskóla Vesturlands á fræðslufundi í Rauða kross húsinu þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæði og fyrrum sjálfboðaliði í Gambíu sagði frá dvöl sinni í Gambíu. Þóra hafði jafnframt meðferðis ýmiss konar skart, fatnað og myndverk frá Gambíu sem spennandi var að skoða.

Skammt er síðan sjálfboðaliðar frá Gambíu, þeir Alieu og Alagier, sóttu Fjölbrautaskólann heim og SJS nemendur hlýddu á erindi þeirra um gambíska Rauða krossinn og lífið í Gambíu. Hópurinn ætti því að vera orðinn margsfróður um lífið í landi þessara vina okkar og Rauða kross félaga í álfunni Afríku.

3. mar. 2008 : Konur skemmta sér

Á laugardaginn var haldinn kvennafundur fyrir konur af íslenskum og erlendum uppruna í samstarfi Rauða krossins á Akranesi og Félags kvenna af erlendum uppruna. Paola Cardenas verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands flutti erindi um ferlið sem hefst þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nýs lands og Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinnar fjallaði um verkefni deildarinnar með innflytjendum.

Að framsögum loknum tók við skvísulegri skemmtun. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, verslunin Bjarg á Akranesi gaf fjölbreyttar prufur af snyrtivörum og Pauline Mcharthy formaður SONI (Society of New Icelanders á Vesturlandi) kom með fulla tösku af naglalakki sem konur dunduðu sér við að prófa. Konur notuðu að sjálfsögðu tækifærið til þess að spjalla og kynnast.

3. mar. 2008 : Konur skemmta sér

Á laugardaginn var haldinn kvennafundur fyrir konur af íslenskum og erlendum uppruna í samstarfi Rauða krossins á Akranesi og Félags kvenna af erlendum uppruna. Paola Cardenas verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands flutti erindi um ferlið sem hefst þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nýs lands og Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinnar fjallaði um verkefni deildarinnar með innflytjendum.

Að framsögum loknum tók við skvísulegri skemmtun. Boðið var upp á kaffi og meðlæti, verslunin Bjarg á Akranesi gaf fjölbreyttar prufur af snyrtivörum og Pauline Mcharthy formaður SONI (Society of New Icelanders á Vesturlandi) kom með fulla tösku af naglalakki sem konur dunduðu sér við að prófa. Konur notuðu að sjálfsögðu tækifærið til þess að spjalla og kynnast.