29. apr. 2008 : Fjörfiskar bregða á leik

Í dag var slegið upp veislu í Rauða kross húsinu þegar Fjörfiskarnir, eldri börnin úr sérdeild Brekkubæjarskóla sem stunda frístundastarf í félagsmiðstöinni Þoprinu, kíktu í heimsókn. Sjálfboðaliðar úr heimsóknarþjónustu sáu um að baka vöfflur og hella upp á kakó síðan, einsog venja er í þessum hóp var mikið spjallað og sprellað, enda annálaðir grínarar meðal gesta.
Þetta var síðasta samverustund Rauða kross fólks og Fjörfiska fyrir sumarið, en í haust verður örugglega slegið upp nýrri veislu.

29. apr. 2008 : Samvinna deilda

Í gærkvöldi hittust fulltrúar Akranesdeildar og Borgarfjarðardeildar til skrafs og ráðagerða í RK-húsinu á Akranesi. Tilgangur fundarins var fyrst og fremst að skoða vel alla möguleika á því að efla samstarf og samvinnu deildanna að þeim verkefnum sem þær eiga sameiginileg. Þannig var til dæmis ákveðið að gera tilraun með að samkeyra námskeið og ýmiskonar fræðslu fyrir sjálfboðaliða, enda ekki langt á  milli Akraness og Borgarness.
Þá var einnig ákveðið að vinna sameiginlega að því, í samstarfi við framhaldsskóla á svæðinu, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, V innumálastofnun og fleiri aðila, að sækja um fjármagn í sjóð sem ætlaður er til þess að fjármagna verkefni sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar í sjávarútvegi. 

28. apr. 2008 : 3. bekkur í Grundaskóla fær hjálmagjöf

Í dag komu krakkar í 3. Bekk í Grundaskóla í heimsókn og Rauða kross húsið  og fengu að gjöf reiðhjólahjálma. Börnin komu gangnandi í blíðskaparveðri með Sigurði Þór Elíssyni, umferðarfræðslu fullturá Gundaskóla sem er móðurskóli um umferðafræðslu í landinu. Áratuga hefð er fyrir  því hjá Akranesdeildinni að gefa börnum í 3. bekk reiðhjólahjálma á vorin og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að nota þá undantekningarlaust.
Krakkarnir voru ákaflega ánægð með hjálmana sína og staðráðin í því að nota þá vel og eiga slysalaust hjólasumar.

25. apr. 2008 : Spilað á Höfða

Að kvöldi sumardagsins fyrsta efndu Sjúkravinir til spilavistar á Höfða í síðasta sinn á þessum vetri.
Undanfarin ár hafa Sjúkravinir staðið fyrir spilavist síðasta fimmtudag í mánuði á dvalarheimilinu Höfða og eru spilakvöldin fastur liður í tilveru margra sem þar búa. Einsog sjá má á meðfylgjandi mynd var fjölmennt á spilakvöldinu, enda ekki amalegt að fagna sumri með þessum hætti í góðum félagsskap. Í haust verður svo tekið til við spilamennskuna á ný.

23. apr. 2008 : Ársskýrsla 2007

22. apr. 2008 : Vorfundur heimsóknar- og sjúkravina

Í gær hittust heimsóknar- og sjúrkavinir á árlegum vorfundi sínum á kaffihúsinu Skrúðgarðinum.  Nokkrar b reytingar verða á starfi hópsins á árinu þar sem Sveinsína Árnadóttir, sem verið hefur hópstjóri mörg undanfarin ár, lætur af embætti. Hún mun þó halda ótrauð áfram sem heimsóknarvinur.
Á fundinum ávarpaði Sveinn Kristinsson, formaður Akranesdeildarinnar, sjúkra- og heimsóknarvini og gerð grein fyrir því hvernig haldið verður utan um hópinn fram á haustið. Þá stendur til að fara í átak til að fjölga sjálfboðaliðum í heimsóknarþjónustunni og gera nokkrar breytingar á rekstri verkefnisins.

17. apr. 2008 : Rauði krossinn áberandi á málþingi um innflytjendamál

Í síðustu viku efndi Samband sunnlenskra sveitarfélaga til málþings um málefni innflytjenda í Þorlákshöfn.
Í upphafi þingsins kynnti Hildur Jónsdóttir nýja framkvæmdaáætlun stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Fyrri hluti þingsins var annars helgaður umræðu um töluegar upplýsingar og ýmis félagsleg verkefni sem lúta að stuðningi við innflytjendur, t.d. ungbarnavernd og  atvinnumál. Þá greindi Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur frá rannsókn sem hún vinnur nú að ásamt fleiri aðilum undir yfirskriftinni Innflytjendur í þremur sveitarfélögum: réttindi þátttaka og viðurkenning.

16. apr. 2008 : Rauði krossinn í Hálsaskógi

Í morgun heimsóttu tveir hópar barna í 5.og 6. bekk Grundaskóla Rauða kross húsið og fengu fræðslu um sögu og markmið Rauða krossins.
Heimsóknin er liður í valáfanga um mannúða- og hjálparstarf sem Hildur Karen Aðalsteinsdóttir hefur kennt þeim í vetur. Hóparnir komu færandi hendi með veggspjöld sem þeir unnu út frá þemanu: Hvernig get ég hjálpað?

14. apr. 2008 : Annað Börn og umhverfi námskeið

Nú stendur sem hæst seinna Börn og umhverfi námskeiðið sem Akranesdeildin heldur. Um þrjátíu ungmenni á bilinu tólf til fjórtán ára hafa sótt námskeiðið í ár og undirbúið sig þannig undir barnagæslu í sumar.
Leiðbeinendur eru sem endranær Jóhanna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi, og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, leikskólakennari.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og farið er yfir þroska ungra barna, hollustuhætti og heilbrigði.
Einsog myndin ber með sér er áhugi þátttakenda á viðfangsefninu mikill, enda mjög mikilvægt.

9. apr. 2008 : Rauði krossinn bregst við strætóslysi

Krystyna Jabluszewska, pólskur verkefnisstjóri Akranesdeildarinnar var kölluð út á Sjúkrahús Akraness um klukkan níu í morgun þegar átta farþegar af pólskum uppruna - sem lentu í umverðarhóppi í Akranesstrætó – voru fluttir á sjúkrahúsið til aðhlynningar. Krystyna veitti sálrænan stuðning og túlkaði í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk.

9. apr. 2008 : Hádegisfundur SJS hóps

6 nemendur í FVA hafa á vorönn sinnt sjálfboðnum störfum á vegum Rauða krossins á Akranesi og fengið einingu fyrir. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga, til dæmis hafa þau unnið með Fjörfiskum, fötluðum börnum sem stunda tómstundastarf í félagsmiðstöðinni Arnardal, kynnt Rauða krossinn fyrir nemendum á unglingastig í grunnskkólunum, tekið þátt í verkefnum sem tengjast Fjölbrautaskólanum og fleira.
Hluti sjáfboðaliðanna hittist á hádegisfundi í dag, en slíkir fundir hafa verið haldnir reglulega til þess að fræðast og hafa gaman. Á fundinum nú  var m.a. rætt hvernig gengið hefur í vetur, hvaða verkefni hafa skilað árangri og hver þarf að útfæra betur.

4. apr. 2008 : Foreldrar og dagmæður á skyndihjálparnámskeiði

Borgarfjarðardeild Rauða krossins hélt skyndihjálparnámskeið sem snýr að ungum börnum þann 26. mars. Foreldrar ungbarna og dagmæður Borgarbyggðar sátu námskeiðið alls 15 manns.

 

3. apr. 2008 : Fjölmennt Börn og umhverfi námskeið

Fjölmennur hópur er nú á námskeiðinu Börn og umhverfi sem hófst hjá Akranesdeildinni í gær. Fullt er á námskeiðið sem stendur, 2., 3., og 5. apríl.
Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.