30. júl. 2008 : Allir taka þátt á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða lauk um helgina en þær voru nú haldnar tíunda sumarið í röð. Einnig hafa verið reknar sumarbúðir í Stykkishólmi síðustu fjögur sumur.

 

28. júl. 2008 : Kynningarfundur vegna komu flóttamanna

Í tilefni af komu flóttamanna til Akraness efnir Akranesdeild Rauða krossins til kynningarfundar í Rauða kross húsinu við Þjóðbraut mánudaginn 28. júlí klukkan 20:00.

25. júl. 2008 : Daníel Ágúst stykir bágstödd börn

Daníel Ágúst Björnsson hefur í sumar verið að safna peningum til aðstoðar bágstöddum börnum í heiminum, meðal annars lagt til peninga sem hann fékk í afmæisgjöf. Hann kom á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi fyrir helgi með afrakstur söfnunarinnar, 2343 krónur.

Rauði krossinn þakkar Daníel Ágústi af heilum hug. Þeir fjármunir sem tombólubörn á Íslandi safna eru undantekningarlaust notaðir til þess að hjálpa bágstöddum börnum. Það er öruggt að  þetta frábæra framtk Daníels Ágústs mun skipta miklu mái í lífi barns einhverstaðar í heiminum.