20. ágú. 2008 : Fréttabréf Borgarfjarðardeildar

Fréttabréf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins var gefið út í júlí 2008.

8. ágú. 2008 : Systini með hjartað á réttum stað

Systkinin Vilborg Júlía (12 ára), Hlöðver Már (7 ára) og Marín Birta (6 ára) Pétursbörn eru með hjartað á réttum stað og fór heldur óhefðbundna leið í fjáröflun fyrir Rauða krossinn. Þau notuðu sumarblíðuna til þess að safna skeljum vestur á fjörðum, máluðu þær síðan og seldu til styrktar Rauða krossinum. Afraksturinn var 3000 krónur.

Þetta framlag syskinanna, sem og annarra barna sem afla fjár til styrktar félaginu, er Rauða krossinum ákaflega dýrmætt. Árlega safna tombólubörn á Íslandi hundruðum þúsunda sem varið er til þess að aðstoða bágstödd börn einhverstaðar í heiminum. Þetta framlag Vilborgar Júlíu, Hlöðvers Más og Marínar Birtu á mögulega eftir að skipta sköpum í lífi einhvers jafnaldra þeirra.
Rauði krossinn á Akranesi sendir krökkunum hjartanlegar þakkir.

7. ágú. 2008 : Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi

Tuttugu og níu  palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.

„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.

Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.

7. ágú. 2008 : Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi

Tuttugu og níu  palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.

„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.

Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.