27. nóv. 2008 : Jólagjafasöfnun

 

Jólagjafir
 
Tekið verður á móti jólagjöfum handa börnum úr efnalitlum fjölskyldum í Skrúðgarðinum, kaffihúsinu við Kirkjubraut.
Gjöfunum er safnað undir tré sem stendur uppi á kaffihúsinu á aðventunni.
Verkefnið er unnið í samvinnu Rauða krossins á Akranesi og Skrúðgarðsins
 
Þeir sem luma á vel með förnum leikföngum sem enginn leikur sér með lengur eru hvattir til þess að pakka þeim inn og merkja dreng eða telpu á aldrinum 1 – 3 ára, 4 – 6 ára, 7 – 9 ára eða 10 – 12 ára.

27. nóv. 2008 : Jólaúthlutun Rauða krossins

 

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins fer fram á Vesturgötu 119 mánudaginn 15. desember kl. 13.00 – 19.00.
 
Skráning í síma 696 7427 (Shyamali), 868 3547 (Aníta) eða á [email protected] til og með 8. desember.
 

Með innilegum óskum um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár

27. nóv. 2008 : Zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Poniedzia³ek 8 grudnia: Czerwony Krzy¿ w Akranes zaprasza na zebranie informacyjne na temat sytuacji w ¿yciu finansowym i gospodarczym Islandii.

Krótkie przemówienia przedstawicieli nastêpuj¹cych instytucji:
Zwi¹zek Zawodowy w Akranes (Verkalýðsfélag Akraness): Sytuacja na islandzkim rynku pracy.
Urz¹d Pracy w Islandii zachodniej (Vinnumálastofnun): Jak wygl¹da sytuacji bezrobotnych na Islandii.
Oœrodek edukacji dodatkowej w Islandii zachodniej (Símenntunarmiðstöðin): Bezp³atne poradnictwo na temat kursów nauki i pracy.
Miasto Akranes: Us³ugi spo³eczne gminy.
Czerwony Krzy¿ w Akranes: Wsparcie i projekty.
Po ukoñczeniu przemówieñ mo¿na bêdzie zadawaæ pytania.
Zebranie odbêdzie siê w Þorpið, Þjóðbraut 13 (nad Posterunkiem Policji) o godz. 18.00.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

19. nóv. 2008 : Sparifatasöfnun Rauða krossins laugardaginn 22. nóvember

Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til að gefa vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna í sérstakri sparifatasöfnun laugardaginn 22. nóvember milli kl. 11:00-15:00.  Með því að gefa í söfnun Rauða krossins er hægt að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun félagsins eða fá þau á hagstæðu verði í verslunum Rauða krossins.

Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja í skápana og finna föt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eiganda. Tekið verður á móti sparifatnaðinum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar úti á landi.

14. nóv. 2008 : Þjóðahátíð á Akranesi

Akranesdeild Rauða krossins tók þátt í Þjóðahátíð í samvinnu við SONI síðustu helgi. Hátíðin er haldin í annað sinn og var liður í Vökudögum, menningarhátíð Akraness, sem haldin er fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

14. nóv. 2008 : Þjóðahátíð

Laugardaginn 8. nóvember efndi Akranesdeildin, í samvinnu við SONI, til Þjóðahátíðar í annað sinn. Hátíðin er liður í Vökudögum, menningarhátíð á Akranesi, sem haldin er á Akranesi fyrstu helgina í nóvember ár hvert.

Það má með sanni segja að þjóðahátíðin hafi slegið í gegn á Akranesi og Skagamenn fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem hátíðin var haldin til þess að kynna sér menningu og hefðir nágranna sinna og vina af erlendum uppruna.

6. nóv. 2008 : Foreldramorgnar í Borgarfirði

Borgarfjarðardeild Rauða krossins hefur hafið nýtt verkefni fyrir foreldra ungra barna sem nefnist foreldramorgnar. Á miðvikudögum klukkan 10-12 býðst foreldrum að mæta með börn sín í húsnæði deildarinnar og eiga notalega stund saman.

Á dagskrá foreldramorgna verður auk almenns spjalls boðið upp á fræðslu og í gær var haldið skyndihjálparnámskeið sem snýr að ungabörnum. 20 foreldrar tóku þátt. Er þetta í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið í Borgarnesi og hafa foreldrarnir lýst ánægju með framtakið.

Deildin hvetur foreldra af öllum þjóðernum að taka þátt í verkefninu. Deildin er til húsa að Borgarbraut 4. Nánari upplýsingar veitir Elva Pétursdóttir í síma 430 5700.