3. nóv. 2009 : Rauði krossinn á Vökudögum

Það hefur verið í nógu að snúast hjá Rauða krossinum á Akranesi undanfarið, einsog venja er á þessum árstíma. Um helgina lauk Vökudögum – menningarhátíð á Akranesi – sem deildin tók þátt í með því að standa fyrir basar Prjónahóps og taka þátt í Þjóðahátíð. Báðir viðburðirnir heppnuðust einstaklega vel. Stór hluti af framleiðslu prjónahóps seldist upp og mörg hundruð manns lögðu leið sína á Þjóðahátíð að kynna sér menningu nágranna sinna í tónum og mat.
 

20. okt. 2009 : Hugleiðingar að nýlokinni kynningarviku

ERTU TIL ÞEGAR Á REYNIR eru einkunnarorð nýliðinnar kynningarviku Rauða kross Íslands. Ég tel að allir sjálfboðaliðar, starfsmenn og aðrir sem að kynningarvikunni komu geti verið sammála um hún hafi tekist langt framar vonum.

15. okt. 2009 : Akranesbúar mynduðu rauðan kross

Ríflega 100 manns mættu á Merkurtúnið á Akranesi í gær til að búa til Rauðan kross.

14. okt. 2009 : Líf og fjör í kynningarviku

Það hefur verið líf og fjör í Rauða kross húsinu á Akranesi þessa vikuna, en nú stendur sem hæst kynningarvika Rauða kross Íslands, og margt á döfinni. Dagurinn í dag hófst á smávegis kaffisamsæti þar sem lagt var á ráðin um dagana framundan. Klukkan 13.00 mætir Prjóni prjón prjónahópur og galdrar eitthvað dásamlegt fram að vanda, en þess má til gamans geta að hópurinn verður með basar á Vökudögum. Frá klukkan fimm til sjö í dag verða sjálfboðaliðar á ferðinni um bæinn að safna liðsauka og segja frá því að í kvöld klukkan 20.15 verður opið hús í Rauða kross húsinu þar sem fjallað verður um helstu verkefni deildarinnar, auk liðsaukaverkefnisns.  Slegið verður í vöfflur og heitt kaffi á könnunni. Á morgun stefnum við svo að því að setja met á Merkurtúni. Þá stefnum við rauðklæddum Skagamönnum saman til þess að mynda rauðan kross sem myndaður verður úr lofti fyrir fjölmiðla.  Rauði krossinn er stærsta mannúðarhreyfing í heimi – vilt þú vera með?

12. okt. 2009 : Rauði krossinn á „súpufundi“ á Patreksfirði

Á Patreksfirði hefur sú skemmtilega hefð verið viðhöfð í tæpt ár að halda vikulega „súpufundi” í sjóræningjahúsinu, sem er nýuppgerð vélsmiðja og stendur á Vatneyri, en húsið var byggt snemma á síðustu öld. Á súpufundunum sem SKOR þekkingarsetur stendur fyrir, gefast fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri til að kynna starfsemi sína eða fjalla um valin málefni. Fundargestir hittast í hádeginu, borða saman súpu dagsins og hlusta á hálftíma umfjöllun um fyrirfram auglýst málefni.

 Í síðustu viku fór formaður V-Barðastrandarsýsludeildar Rauða krossins, Helga Gísladóttir í heimsókn í sjóræningjahúsið og flutti fundargestum kynningu á starfi Rauða krossins. Fór Helga yfir starfsemi félagsins á alþjóðasviði, innanlandssviði, fatasöfnunar auk þess sem hún gerði starfsemi deildarinnar ýtarleg skil. Að lokum kynnti Helga hvað helst væri framundan í starfi deildarinnar og bar þar hæst núverandi Rauðakrossvika og söfnun í LIÐSAUKA.

8. okt. 2009 : Ávextir fjölmenningarsamfélagsins

Fólksflutninar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari.  Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun.  Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum -og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð.  Við getum ekki snúið okkur undan og látið einsog annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess  er  borgið – þar sem draumurinn um innihladríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka.
 

14. sep. 2009 : Skapandi starf með konum af erlendum uppruna

Skapandi starf með konum af erlendum uppruna er verkefni sem Akranesdeild Rauða krossins hleypti af stokkunum í byrjun ársins og lauk með glæsilegri handavinnusýningu sem haldin var í Bókhlöðunni á Akranesi í júní og júlí.

Verkefnið fólst í því að konur af erlendum uppruna ásamt fjórum áhugasömum íslenskum konum komu saman einu sinni í viku til þess að vinna listform sem tengjast menningu þeirra og kynnast listrænum hefðum Íslendinga.

14. sep. 2009 : Skapandi starf með konum af erlendum uppruna

Skapandi starf með konum af erlendum uppruna er verkefni sem Akranesdeild Rauða krossins hleypti af stokkunum í byrjun ársins og lauk með glæsilegri handavinnusýningu sem haldin var í Bókhlöðunni á Akranesi í júní og júlí.

Verkefnið fólst í því að konur af erlendum uppruna ásamt fjórum áhugasömum íslenskum konum komu saman einu sinni í viku til þess að vinna listform sem tengjast menningu þeirra og kynnast listrænum hefðum Íslendinga.

10. sep. 2009 : „Mér líður vel hérna“ - Eitt ár síðan nýr kafli hófst í lífi Manal Aleedi

ÞESSA dagana situr Manal Aleedi mest heima við í blokkinni sem hún býr í á Akranesi og æfir sig í að skrifa íslensku. Þar sem það er ramadan, þ.e. föstumánuður, hefur hún ekki jafnmikið fyrir stafni utan heimilisins og venjulega. Greinin birtist í Morgunblaðinu 09.09.2009.

27. ágú. 2009 : Námskeið í lestri og ritun á íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna

Verkefnið er ætlað fólki af erlendum uppruna, og markhópurinn er fólk sem talar og skilur ágæta íslensku en skortir lestrar og ritunarfærni í málinu. Markmiðið er að þátttakendur eflist í lestri og ritun á íslensku. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að tengja lestur og ritunarþjálfun við reynslu, þarfir og þekkingu nemenda, þannig að þeir geti nýtt sér kunnáttu sína í tengslum við aðra færniþætti og fest orðaforðann betur í  minni.

24. júl. 2009 : Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak

Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

8. júl. 2009 : Sumarbúðir fatlaðra í Stykkishólmi

Nýverið lauk summarbúðum Rauða kross Íslands í Stykkishólmi fyrir fatlaða 18 ára og eldri. Alls tóku 12 manns þátt í þessu skemmtilega starfi sem fram fór dagana 23.-30. Júní 2009. Ýmsir aðilar í Stykkishólmi veittu verkefninu lið, meðal annars lagði Stykkishólmsbær til starfsfólk frá vinnuskólanum vegna þrifa á húsnæði og allir þáttakendur á  sumarbúðunum fengu ókeypis í sund, potta og böð.

„Töluverð reynsla er komin á sumarbúðirnar á þeim árum sem þær hafa verið haldnar,“ sagði Gunnar Svanlaugsson sumarbúðastjóri. „Starfið hefur verið þróað þannig að það henti fötluðum sem allra best. Eins hafa verkefnin verið löguð að veðrinu og við reyndum að vera úti þegar vel viðraði.“

25. jún. 2009 : Ég spyr sjálfa mig í sífellu hvort mig sé að dreyma?

 Ég er í heimsókn hjá Sawsan, 42 ára konu frá Palestínu, á nýju heimili hennar í íslenska bænum Akranesi þar sem búa 6600 manns. Þar hefur hún nú búið í níu mánuði ásamt fimm ára syni sínum Yehja og er staðráðin að hefja nýtt líf í nýju landi.  Hún þurfti að flýja blóði drifin stræti Bagdadborgar lifði lengi á barmi örvæntingar í Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Sýrlands. Þetta er frásögn hennar, sem um leið er saga um hugrekki og von.

23. jún. 2009 : Skapandi handverk á Akranesi

Handavinnusýningin „Skapandi handverk”  var opnuð á Alþjóðlega flóttamannadaginn síðastliðinn laugardag í Bókhlöðunni á Akranesi. Þar eru til sýnis handverk palestínsku flóttakvennanna og annarra íbúa á Akranesi sem tekið hafa þátt í handavinnunámskeiði á vegum Akranesdeildar Rauða krossins síðast liðinn vetur.

22. jún. 2009 : Málefni flóttafólks vöktu mikla athygli á Laugaveginum

Fjölmargir kynntu sér málefni og menningu flóttafólks og hælisleitenda á alþjóðadegi flóttamanna síðast liðinn laugardag. Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóðu að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk, þar sem athygli var vakin á stöðu flóttafólks og allra þeirra sem neyðast til að leggja á flótta. Jafnframt var bent á þátt flóttafólks við að byggja hér betra samfélag og auðga íslenska menningu og mannlíf. Boðið var upp á ýmsa skemmtun – tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar.

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008

29. maí 2009 : Hlustum á börnin – átaksvika Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Hlutleysi – Skilningur – Trúnaður - Nafnleysi

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 31. maí til 6. júní undir yfirskriftinni Hlustum á börnin. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 minna fólk á að vera vakandi yfir líðan barna á erfiðum tímum og einnig upplýsa börn og unglinga um að þau geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í 1717.

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þunglyndi, sinnuleysi og kvíði foreldra færist yfir á börn þeirra. Við þær aðstæður eru foreldrar í minna mæli í stakk búin til þess að veita börnum sínum öryggi, hlýju og athygli. Börn elska foreldra sína og þurfa að fá staðfestingu á að þeir hafi tíma fyrir þau og hlusti á þau. Það sem börn þrá framar öllu er samvera við sína nánustu.

28. maí 2009 : Gleðidagar - ókeypis sumarnámskeið fyrir börn

Rauði kross Íslands í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands stendur fyrir óvenjulegum sumarnámskeiðum fyrir börn undir yfirskriftinni Gleðidagar - ungur nemur, gamall temur.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða að mestu eldri borgarar og er hverjum í sjálfsvald sett hverju hann vill miðla til ungu kynslóðarinnar. Því er um ákaflega fjölbreytta dagskrá að ræða þar sem hugarflug og kunnátta þeirra eldri ræður för. Þetta getur til að mynda falist í gömlum leikjum, hnútabindingum, handavinnu, sögustundum, og kennslu í að kveðast á.

21. apr. 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Reykhólum

Haldið var námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra í Grunnskólanum á Reykhólum um síðustu mánaðarmót og sóttu það níu manns. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum um ýmis mál tengdum fjöldahjálp og verklegum æfingum.

Grunnskólinn á Reykhólum er í almannavarnaáætlun skilgreindur sem fjöldahjálparstöð ef til neyðarástands kemur í nágrenni Reykhóla. Fjöldahjálparstöðvar eru á flestum stöðum á landinu í skólum og var því mikils virði að starfsmenn grunnskólans sóttu námskeiðið. Yfirleitt eru starfsmenn skóla þeir fyrstu sem kallaðir eru á vettvang ef opna þarf fjöldahjálparstöð. Alls eru rúmlega 160 fjöldahjálparstöðvar staðsettar víðs vegar um landið.

23. mar. 2009 : Borgarfjarðardeild og Grunnskólinn í Borgarnesi fengu fróðlega heimsókn

Borgarfjarðardeild Rauða krossins fékk heimsókn frá Sulayman og Amie sjálfboðaliðum Rauða krossins í Gambíu í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir verða í sex vikur á Íslandi og koma víða við, þar á meðal í Borgarnesi.

Deildin bauð sjálfboðaliðunum á Landnámssetur Íslands þar sem þau sáu sýningu um landnám Íslands. Eftir sýninguna var þeim boðið til kvöldverðar með stjórnarfólki deildarinnar þar sem þau héldu kynningu á gambíska Rauða krossinum.

20. mar. 2009 : Heimsókn frá Gambíu

Undanfarnar vikur hafa þau Sulayman og Amie, sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, verið í heimsókn á Íslandi í boði Reykjavíkurdeildarinnar Markmiðið með heimsókninni er að kynnast starfi Rauða krossins á Íslandi og kynna um leið umfangsmikið og blómlegt starf í Gambíu. 
Deildir á Vesturlandi hafa átt í áralöngu vinadeildarsamstarfi við deildina í Western division í Gambíu og því var sérstaklega spennandi að fá þau Sulayman og  Amie í heimsókn, en þau gerðu víðreist um Vesturlandi í vikunni. Á þriggja daga ferð sinn heimsóttu þau skóla og fyrirtæki í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Borgarnesi og Akranesi. Í tengslum við heimsóknina var skólasamskiptaverkefni, þar sem krakkar úr 4. gg 5. bekk í Snæfellsbæ tengjast nemendum í skóla  í úthvefri  Brikama, höfuðborg W-region, hrundið af stað.
 

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

13. mar. 2009 : Arabísk veisla.

Það ilmaði vel í Rauða kross húsinu á Akranesi í gærkvöld þegar Wafaa Al Quinna tók bæjarfulltrá á Akranesi og þingmenn í NV – kjördæmi á námskeið í arabískri matargerð.
Á námskeiðið mættu Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs á Akranesi, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson og Sveinn Kristinssons bæjarfulltrúar og þingmennirnir Guðbjartur Hannesson og Einar Kr. Guðfinnsson.
Fyrir hópnum lá að slá upp fimm rétta arabískri veislu, en boðið var upp á súpu, falafel, kebeb, hummus og arabíska kartöflumús. Það má segja að verkaskiptining milli bæjarstjórnamanna og þingmanna hafi haldið nokkuð vel – Einar og Gutti  tækluðu græjumálin og sáu um að hakka og hnoða en bæjarstjórnarmennirnir- og konurnar sáu um nánari úrvinnslu hráefnisins. Að lokum var svo sest að veisluborði og voru menn á einu máli um að samvinnan í eldhúsinu hefði skilað stórkostlegum árangri. 

 

13. mar. 2009 : Góð heimsókn!

Það var glatt á hjalla í Rauða kross húsinu á miðvikudagsmorguninn þegar hópur nemenda í móttökudeild Grundaskóla kíkti í heimsókn. Heimsóknin var liður í samfélagsfræðslu í samfélagsfræðslu í skólanum og var markmiðið var að kynnast bæjarlífinu betur. Í Rauða kross húsinu tók verkefnisstjóri innflytjendmála, Shyamali Ghosh, á móti krökkunum og sagði þeim frá starfi Rauða krossins um allan heim og fjallaði um helstu verkefnin á Akranesi. Að lokum skoðuðu krakkarnir nýja húsið sem Rauði krossinn flutti í fyrir skömmu og héldu svo í skólann aftur, glaður í bragði.
 

10. mar. 2009 : Skvísuleg heimsókn

Í morgun fékk Rauði krossinn á Akranesi fékk góða heimsókn  þegar hópur af pólskum konum sem er á íslenskunámskeiði í Jafnréttihúsi kíktu í kaffi og fékk kynningu á verkefnum deilarinnar með innflytjendum og Félagi nýrra Íslendinga, sem starfar í nánum tengslum við Rauða krossinn á Akranesi.
Allar höfðu dömurnar áhuga á því að koma til starfa með deildinni og vinna að því að byggja upp verkefni og virkniprógram fyrir atvinnulausa innflytjendur á Skaga. Fyrstu tvö verkefnin á dagskrá eru að koma á námskeiði fyri rhópinn í arabískri matargerð og að skipuleggja skvísupartý fyrir konur af íslenskum og erlendunm uppruna í bland sem haldið verðu laguardaginn 4. mars.  Öllum skvísum er bent á að taka daginn frá því partýið er öllum konum opið.

9. mar. 2009 : Eldhugar hitta palestínska unglinga á Akranesi

Það var sannkölluð fjölmenningarstemning á fundi Eldhuga á fimmtudaginn er þeir fóru saman ásamt sjálfboðaliðum að heimsækja Rauða krossinn á Akranesi. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur. Nokkrir unglingar úr hópi palestínskra flóttamanna sem þar búa, ásamt sjálfboðaliðum og starfsfólki  deildarinnar, biðu hópsins með veitingar. Auk þess sem hann fékk fræðslu um móttöku flóttamanna til nýrra heimkynna. Þar kom fram hvernig Rauði krossinn á Akranesi stóð að móttöku flóttamannanna frá Palestínu sem fluttu þangað í fyrrahaust. Sagt var frá því hvernig deildin og bæjarbúar stuðluðu að því að fólkinu liði sem best og hvernig stuðningsfjölskyldur á Akranesi hafa stutt við hópinn og hjálpað þeim við að aðlagast lífi í nýju landi.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

3. mar. 2009 : Rauði krossinn á Akranesi tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna; Hvunndagshetja, Frá kynslóð til kynslóðar, Samfélagsverðlaun og Til atlögu gegn fordómum, en í þeim flokki var Rauða kross deildin á Akranesi tilnefnd.

Í september síðastliðnum komu átta palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt 21 barni sínu og settust þar að. Hitann og þungann af verkefninu bar flóttamannanefnd félagsmálaráðuneytisins, Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi, þar á meðal nemendur við Fjölbrautarskólann. Einnig hafa konurnar tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.

23. feb. 2009 : Unglingadeildinni Vestra færð vegleg peningagjöf

Í síðustu viku komu Helga Gísladóttir, formaður V-Barðastrandasýsludeild Rauða krossins og Jónas Sigurðsson til fundar við Unglingadeildina Vestra og færðu þau unglingadeildinni gjafabréf að upphæð 100.000 krónur.

Arna Margrét Arnardóttir, umsjónarmaður unglingadeildarinnar, tók við gjafabréfinu fyrir hönd unglingadeildarinnar. Þakkaði hún fyrir þennan frábæra styrk sem mun koma unglingadeildinni að góðum notum.

Unglingadeildin Vestri var endurvakinn í haust og hafa unglingar tekið starfi deildarinnar vel. Allir unglingar á svæðinu voru boðnir velkomnir og hingað til hafa Patreksfirðingar, Tálknfirðingar og Barðstrendingar verið mjög duglegir að mæta.

6. feb. 2009 : Góð þátttaka á námskeiðum á Vesturlandi

Rauða kross deildir á Vesturlandi hafa staðið fyrir fimm námskeiðum í sálrænum stuðningi á síðustu tveimur mánuðum.  Á þessi fimm námskeið mættu samtals 104 manns. Athygli vekur að af þessum fjölda eru milli 80 og 90 manns frá opinberum stofnunum og leik- og grunnskólum á Vesturlandi.

Námskeiðin eru 4 klst. að lengd og er markmið þeirra að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Svæðisráð og forráðamenn deilda hafa við skipulagningu námskeiðanna leitað eftir  samstarfi við opinbera aðila og skólastjórnendur á þeim stöðum þar sem þegar hafa verið haldin slík námskeið, og hefur þeim umleitunum undantekningarlaust verið vel tekið eins og tölur um mætingu sýna og eru víða dæmi um að námskeiðin hafi verið og verði felld inn í starfsdaga kennara.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

12. jan. 2009 : Hlý föt handa flóttabörnum

Í vor, þegar ljóst var að hópur flóttamanna frá Írak myndi koma til Íslands og setjast að á Akranesi, tóku konur í prjónahópi Hafnarfjarðardeildar sig til og prjónuðu peysur, húfur, vettlinga og sokka á öll börnin, alls 21 að tölu. Fatnaðurinn var afhentur mæðrunum og elstu börnunum í síðustu viku og er óhætt að segja að gjöfin hafi slegið í gegn.

Mæðrunum þótti sérstaklega hlýlegt að hugsa til þess að löngu áður en þær lögðu upp í þá miklu reisu sem ferðalagið frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Akraness er, hafi hópur íslenskra kvenna þegar verið farinn að hugsa til þeirra og undirbúa komu hópsins. Senda þær sínar bestu þakkir til Hafnarfjarðar.

12. jan. 2009 : Hlý föt handa flóttabörnum

Í vor, þegar ljóst var að hópur flóttamanna frá Írak myndi koma til Íslands og setjast að á Akranesi, tóku konur í prjónahópi Hafnarfjarðardeildar sig til og prjónuðu peysur, húfur, vettlinga og sokka á öll börnin, alls 21 að tölu. Fatnaðurinn var afhentur mæðrunum og elstu börnunum í síðustu viku og er óhætt að segja að gjöfin hafi slegið í gegn.

Mæðrunum þótti sérstaklega hlýlegt að hugsa til þess að löngu áður en þær lögðu upp í þá miklu reisu sem ferðalagið frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Akraness er, hafi hópur íslenskra kvenna þegar verið farinn að hugsa til þeirra og undirbúa komu hópsins. Senda þær sínar bestu þakkir til Hafnarfjarðar.

8. jan. 2009 : Hjálpfús á ferð og flugi

Hjálpfús gerir víðreist um Akranes þessa dagana, en hann stefnir á að hafa heimsótt alla fjóra leikskólana í bænum í næstu viku. Í morgun bankaði hann upp á í leikskólanum Garðaseli, heimsótti krakkana og færði leikskólanum að gjöf mynddisk sem inniheldur þættina um Hjálpfús sem sýndir hafa verið í Stundinni okkar og sjöundu sögustundina sem efna má til með aðstoð fingrabúðunnar Hjálpfúss, sem leikskólunum var gefin fyrir nokkrum árum.
 

6. jan. 2009 : Fréttabréf Borgarfjarðardeildar