23. mar. 2009 : Borgarfjarðardeild og Grunnskólinn í Borgarnesi fengu fróðlega heimsókn

Borgarfjarðardeild Rauða krossins fékk heimsókn frá Sulayman og Amie sjálfboðaliðum Rauða krossins í Gambíu í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir verða í sex vikur á Íslandi og koma víða við, þar á meðal í Borgarnesi.

Deildin bauð sjálfboðaliðunum á Landnámssetur Íslands þar sem þau sáu sýningu um landnám Íslands. Eftir sýninguna var þeim boðið til kvöldverðar með stjórnarfólki deildarinnar þar sem þau héldu kynningu á gambíska Rauða krossinum.

20. mar. 2009 : Heimsókn frá Gambíu

Undanfarnar vikur hafa þau Sulayman og Amie, sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, verið í heimsókn á Íslandi í boði Reykjavíkurdeildarinnar Markmiðið með heimsókninni er að kynnast starfi Rauða krossins á Íslandi og kynna um leið umfangsmikið og blómlegt starf í Gambíu. 
Deildir á Vesturlandi hafa átt í áralöngu vinadeildarsamstarfi við deildina í Western division í Gambíu og því var sérstaklega spennandi að fá þau Sulayman og  Amie í heimsókn, en þau gerðu víðreist um Vesturlandi í vikunni. Á þriggja daga ferð sinn heimsóttu þau skóla og fyrirtæki í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Borgarnesi og Akranesi. Í tengslum við heimsóknina var skólasamskiptaverkefni, þar sem krakkar úr 4. gg 5. bekk í Snæfellsbæ tengjast nemendum í skóla  í úthvefri  Brikama, höfuðborg W-region, hrundið af stað.
 

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

13. mar. 2009 : Arabísk veisla.

Það ilmaði vel í Rauða kross húsinu á Akranesi í gærkvöld þegar Wafaa Al Quinna tók bæjarfulltrá á Akranesi og þingmenn í NV – kjördæmi á námskeið í arabískri matargerð.
Á námskeiðið mættu Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs á Akranesi, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson og Sveinn Kristinssons bæjarfulltrúar og þingmennirnir Guðbjartur Hannesson og Einar Kr. Guðfinnsson.
Fyrir hópnum lá að slá upp fimm rétta arabískri veislu, en boðið var upp á súpu, falafel, kebeb, hummus og arabíska kartöflumús. Það má segja að verkaskiptining milli bæjarstjórnamanna og þingmanna hafi haldið nokkuð vel – Einar og Gutti  tækluðu græjumálin og sáu um að hakka og hnoða en bæjarstjórnarmennirnir- og konurnar sáu um nánari úrvinnslu hráefnisins. Að lokum var svo sest að veisluborði og voru menn á einu máli um að samvinnan í eldhúsinu hefði skilað stórkostlegum árangri. 

 

13. mar. 2009 : Góð heimsókn!

Það var glatt á hjalla í Rauða kross húsinu á miðvikudagsmorguninn þegar hópur nemenda í móttökudeild Grundaskóla kíkti í heimsókn. Heimsóknin var liður í samfélagsfræðslu í samfélagsfræðslu í skólanum og var markmiðið var að kynnast bæjarlífinu betur. Í Rauða kross húsinu tók verkefnisstjóri innflytjendmála, Shyamali Ghosh, á móti krökkunum og sagði þeim frá starfi Rauða krossins um allan heim og fjallaði um helstu verkefnin á Akranesi. Að lokum skoðuðu krakkarnir nýja húsið sem Rauði krossinn flutti í fyrir skömmu og héldu svo í skólann aftur, glaður í bragði.
 

10. mar. 2009 : Skvísuleg heimsókn

Í morgun fékk Rauði krossinn á Akranesi fékk góða heimsókn  þegar hópur af pólskum konum sem er á íslenskunámskeiði í Jafnréttihúsi kíktu í kaffi og fékk kynningu á verkefnum deilarinnar með innflytjendum og Félagi nýrra Íslendinga, sem starfar í nánum tengslum við Rauða krossinn á Akranesi.
Allar höfðu dömurnar áhuga á því að koma til starfa með deildinni og vinna að því að byggja upp verkefni og virkniprógram fyrir atvinnulausa innflytjendur á Skaga. Fyrstu tvö verkefnin á dagskrá eru að koma á námskeiði fyri rhópinn í arabískri matargerð og að skipuleggja skvísupartý fyrir konur af íslenskum og erlendunm uppruna í bland sem haldið verðu laguardaginn 4. mars.  Öllum skvísum er bent á að taka daginn frá því partýið er öllum konum opið.

9. mar. 2009 : Eldhugar hitta palestínska unglinga á Akranesi

Það var sannkölluð fjölmenningarstemning á fundi Eldhuga á fimmtudaginn er þeir fóru saman ásamt sjálfboðaliðum að heimsækja Rauða krossinn á Akranesi. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur. Nokkrir unglingar úr hópi palestínskra flóttamanna sem þar búa, ásamt sjálfboðaliðum og starfsfólki  deildarinnar, biðu hópsins með veitingar. Auk þess sem hann fékk fræðslu um móttöku flóttamanna til nýrra heimkynna. Þar kom fram hvernig Rauði krossinn á Akranesi stóð að móttöku flóttamannanna frá Palestínu sem fluttu þangað í fyrrahaust. Sagt var frá því hvernig deildin og bæjarbúar stuðluðu að því að fólkinu liði sem best og hvernig stuðningsfjölskyldur á Akranesi hafa stutt við hópinn og hjálpað þeim við að aðlagast lífi í nýju landi.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

3. mar. 2009 : Rauði krossinn á Akranesi tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna; Hvunndagshetja, Frá kynslóð til kynslóðar, Samfélagsverðlaun og Til atlögu gegn fordómum, en í þeim flokki var Rauða kross deildin á Akranesi tilnefnd.

Í september síðastliðnum komu átta palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt 21 barni sínu og settust þar að. Hitann og þungann af verkefninu bar flóttamannanefnd félagsmálaráðuneytisins, Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi, þar á meðal nemendur við Fjölbrautarskólann. Einnig hafa konurnar tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.