25. jún. 2009 : Ég spyr sjálfa mig í sífellu hvort mig sé að dreyma?

 Ég er í heimsókn hjá Sawsan, 42 ára konu frá Palestínu, á nýju heimili hennar í íslenska bænum Akranesi þar sem búa 6600 manns. Þar hefur hún nú búið í níu mánuði ásamt fimm ára syni sínum Yehja og er staðráðin að hefja nýtt líf í nýju landi.  Hún þurfti að flýja blóði drifin stræti Bagdadborgar lifði lengi á barmi örvæntingar í Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Sýrlands. Þetta er frásögn hennar, sem um leið er saga um hugrekki og von.

23. jún. 2009 : Skapandi handverk á Akranesi

Handavinnusýningin „Skapandi handverk”  var opnuð á Alþjóðlega flóttamannadaginn síðastliðinn laugardag í Bókhlöðunni á Akranesi. Þar eru til sýnis handverk palestínsku flóttakvennanna og annarra íbúa á Akranesi sem tekið hafa þátt í handavinnunámskeiði á vegum Akranesdeildar Rauða krossins síðast liðinn vetur.

22. jún. 2009 : Málefni flóttafólks vöktu mikla athygli á Laugaveginum

Fjölmargir kynntu sér málefni og menningu flóttafólks og hælisleitenda á alþjóðadegi flóttamanna síðast liðinn laugardag. Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóðu að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk, þar sem athygli var vakin á stöðu flóttafólks og allra þeirra sem neyðast til að leggja á flótta. Jafnframt var bent á þátt flóttafólks við að byggja hér betra samfélag og auðga íslenska menningu og mannlíf. Boðið var upp á ýmsa skemmtun – tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar.

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008