24. júl. 2009 : Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak

Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

8. júl. 2009 : Sumarbúðir fatlaðra í Stykkishólmi

Nýverið lauk summarbúðum Rauða kross Íslands í Stykkishólmi fyrir fatlaða 18 ára og eldri. Alls tóku 12 manns þátt í þessu skemmtilega starfi sem fram fór dagana 23.-30. Júní 2009. Ýmsir aðilar í Stykkishólmi veittu verkefninu lið, meðal annars lagði Stykkishólmsbær til starfsfólk frá vinnuskólanum vegna þrifa á húsnæði og allir þáttakendur á  sumarbúðunum fengu ókeypis í sund, potta og böð.

„Töluverð reynsla er komin á sumarbúðirnar á þeim árum sem þær hafa verið haldnar,“ sagði Gunnar Svanlaugsson sumarbúðastjóri. „Starfið hefur verið þróað þannig að það henti fötluðum sem allra best. Eins hafa verkefnin verið löguð að veðrinu og við reyndum að vera úti þegar vel viðraði.“