27. ágú. 2009 : Námskeið í lestri og ritun á íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna

Verkefnið er ætlað fólki af erlendum uppruna, og markhópurinn er fólk sem talar og skilur ágæta íslensku en skortir lestrar og ritunarfærni í málinu. Markmiðið er að þátttakendur eflist í lestri og ritun á íslensku. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að tengja lestur og ritunarþjálfun við reynslu, þarfir og þekkingu nemenda, þannig að þeir geti nýtt sér kunnáttu sína í tengslum við aðra færniþætti og fest orðaforðann betur í  minni.