3. nóv. 2009 : Rauði krossinn á Vökudögum

Það hefur verið í nógu að snúast hjá Rauða krossinum á Akranesi undanfarið, einsog venja er á þessum árstíma. Um helgina lauk Vökudögum – menningarhátíð á Akranesi – sem deildin tók þátt í með því að standa fyrir basar Prjónahóps og taka þátt í Þjóðahátíð. Báðir viðburðirnir heppnuðust einstaklega vel. Stór hluti af framleiðslu prjónahóps seldist upp og mörg hundruð manns lögðu leið sína á Þjóðahátíð að kynna sér menningu nágranna sinna í tónum og mat.