Markaður og tískusýning á Brákarhátíð
Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í Brákarhátíðinni um síðustu helgi með ýmsum hætti.
Skagastaðir fá viðurkenningu á Frumkvöðladegi Vesturlands
Skagastaðir, virknisetur fyrir unga atvinnuleitendur á Akranesi, var útnefnt í 2.-3 sæti sem Frumkvöðull Vesturlands 2010, á Frumkvöðladeginum þann 10. júní, og fengu í sinn hlut 250.000 krónur. Það eru samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands sem standa árlega fyrir slíkum útnefningum.
Í mars 2010 voru Skagastaðir settir á laggirnar en tóku formlega til starfa í apríl sama ár. Þetta er samstarfsverkefni Akranesdeildar Rauða krossins, Vinnumálastofnunar Vesturlands og fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar. Markhópurinn eru einstaklingar á aldrinum 16-30 ára. Verkefnið fór í gang í kjölfar átaksverkefnis sem Félags- og tryggingamálaráðuneytið hóf í ársbyrjun 2010 undir nafninu „Ungt fólk til athafna“. Verkefnið felst í því að virkja og hvetja atvinnuleitendur til ýmissa verkefna.
Sumarbúðir fyrir fatlaða - laust pláss í Stykkishólmi!
Sumarbúðir fyrir fatlaða einstaklinga, 16 ára og eldri, verða haldnar í Stykkishólmi og Löngumýri í Skagafirði í sumar eins og undanfarin ár. Vegna forfalla er enn pláss fyrir tvo á sumarbúðirnar í Stykkishólmi dagana 27. júní til 4. júlí.
Dagskrá sumarbúðanna er fjölbreytt og sniðin að því að allir geti tekið þátt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Farið er í sund og kvöldvaka haldin hvert kvöld með þátttöku sumarbúðagesta.
Gjald fyrir þátttöku vikuna í Stykkishólmi er 44.000 krónur. Þeir sem áhuga hafa geta fyllt út umsóknareyðublað á vefnum með því að smella á meira.