18. júl. 2011 : Sumarbúðir starfræktar í Stykkishólmi í sjötta sinn

Sumarbúðir fyrir fatlaða voru starfræktar í Stykkishólmi dagana 27. júní – 4. júlí síðastliðinn í Grunnskóla Stykkishólms. Sumarbúðirnar hafa verið starfræktar í vikutíma á hverju sumri síðan árið 2005 í samstarfi við Sumarbúðir á Löngumýri í Skagafirði en starfsemin er skipulögð af Svæðisráði Rauða kross deilda á Norðurlandi. Þátttakendur koma allsstaðar að af landinu og komast jafnan færri að en vilja. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri veitti sumarbúðunum forstöðu. Sex starfsmenn komu að rekstrinum en ellefu einstaklingar sóttu sumarbúðirnar þetta árið.

Dagskráin var einstaklega glæsileg og fjölbreytt. Meðal annars var farið í siglingu um Breiðafjörð, farið í hestaferð, veiðiferð, Sögumiðstöðin í Grundarfirði heimsótt auk fjölbreyttra afþreyingarmöguleika sem boðið var upp á í Stykkishólmi. Þá fengu þátttakendur fræðslu í skyndihjálp og daglegri umhirðu líkamans.

14. júl. 2011 : Best er að sigra heiminn með brosi

Segja palestínskir sjálfboðaliðar sem starfað hafa hér á landi um hríð. Greinin um Mumma og Nael birtist í Skessuhorni 6. júlí 2011.