Þjóðahátíð á Akranesi

3. nóv. 2010

Þjóðahátíð var haldin á Akranesi í fjórða sinn sunnudaginn 31. október, en viðburðurinn er liður í dagskrá Vökudaga sem hófust á Akranesi í síðustu viku. Það er Félag nýrra Íslendinga, í samvinnu við Rauða krossinn á Akranesi, Menningarráð Vesturlands og Akraneskaupstað, sem stendur að hátíðinni.

Þátttakan í ár var með besta móti, en fólk frá meira en 25 löndum lögðu hátíðinni lið með einum aða öðrum hætti.  Árni Múli Árnason,  bæjarstjóri á Akranesi setti hátíðina, en ræðismaður Póllands var heiðursgestur. Í ár var lögð sérstök áhersla á samstarf við innflytjendur í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, en fjölmörg verkefni önnur eru nú í gangi sem byggja á samstarfi þessara aðila.

Á hátíðinni gafst tækifæri til þess að kynna sér ýmislegt sem tengist fjölmennigarsamfélaginu á 28. borðum, en á hluta þeirra kynntu félagsamtök eða stofnanir störf sín.

Á Akranesi búa nú tæplega 400 manns af erlendum uppruna frá 25 löndum.