Markaður og tískusýning á Brákarhátíð

30. jún. 2011

Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í Brákarhátíðinni um síðustu helgi með ýmsum hætti.

Við fataverslun deildarinnar var haldinn fatamarkaður og stelpur úr unglingastarfinu seldu skartgripi sem þær höfðu búið til. Fjöldi gesta kom við, nýttu sér kostakjör og skoðuðu vöruúrvalið. Síðan var haldin tískusýning í Skallagrímsgarði þar sem fólk á öllum aldri lagði fram krafta sína og spígsporaði í tískuvarningi verslunarinnar.

Nýjasti sjálfboðaliðinn, hundurinn Röskva, sýndi sig með eigandi sínum henni Margréti Láru. Þær eru að byrja sem heimsóknavinir á dvalarheimilinu.

Dagurinn var frábær, yndislegt veður og hópur sjálfboðaliða tók þátt. Hægt er að sjá fleiri myndir á feisbók Borgarfjarðardeildarinnar.

 

 

Fjöldi sjálfboðaliða lagði til krafta sína.
Stelpur úr unglingastarfinu bjuggu til skartgripi og seldu.
 
 Dóra Kristín Jónasdóttir og Guðný Margrét Ingvadóttir vinna í fataverslun Rauða krossins.
 
 Röskva og Margrét Lára.
 
 Kjartan Ragnarsson sýnir föt.
 
 Unglingarnir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í fataverslun Borgarfjarðardeildar!