Skyndihjálp 4 stundir Akranesi

7. nóv. 2012

Rauði krossinn á Akranesi heldur námskeið í almennri skyndihjálp 7. nóvember klukkan 18:00 í Þorpinu, Þjóðbraut.

Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Námskeiðsgjald er 6.000 kr. og innifalið er skírteini sem staðfestir þátttöku. Námskeiðið eru sjálfboðaliðum deildarinnar að kostnaðarlausu. Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2012 fá 10% afslátt.

Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir námskeiðsgjöldum.

Athugaðu að þetta er fjögurra klukkustunda almennt námskeið sem er venjulega hvorki metið til eininga í framhaldsskólum né í tengslum við starfsréttindi. Vinsamlega leitaðu staðfestingar hjá viðkomandi menntastofnun hvort námskeiðið sé tekið gilt áður en þú skráir þig.

Skráning

Nánari upplýsingar á netfangið akranes@redcross.is