Kynning á fötum handverkskvenna Grundarfjarðardeildar

26. okt. 2012

Um 130 manns komu á kynningu og sýningu á þeim yndislega fatnaði sem handverkskonur  Rauða krossins í Grundarfirði hafa unnið á þessu ári. Með þessari vinnu er verið að svara ákalli frá Hvíta-Rússlandi.

Hægt var að líta augum hvernig mögulegt er að nýta gömul föt og einnig að hanna og sauma alveg ný!

Allir bekkir Grunnskólans litu við með kennurum sínum og tóku vel í samstarfsverkefni á næsta skólaári.

Hluti af handverkskonum og stjórnarkonur deildarinnar hafa nú gengið frá 64 pökkum með ungbarnafatnaði, þar af 256 sokkum, 64 húfum, 80 prjónuðum og saumuðum peysum og saumuðum teppum ásamt buxum.

Grundarfjarðardeild sendir kveðjur og þakklæti til allra sjálfboðaliða sem gáfu föt og alls konar efni og vinnu til að gera þetta mögulegt!