10. bekkur Patreksskóla leggur Rauða krossinum lið

8. maí 2013

Frá áramótum hafa nemendur í 10. bekk Patreksskóla saumað og prjónað ungbarnaföt í fatapakka Rauða krossins undir verkefninu „Föt sem framlag“.  Þau eru nú tilbúin með pakkana sem verða afhentir í næstu viku og sendir suður þaðan sem þeir fara til Hvíta-Rússlands til nýbakaðra mæðra.

Nemendurnir eru ánægðir og stoltir með sitt sjálfboðaliðaframlag og þakkar Helga Gísladóttir, formaður Rauðakrossdeildarinnar í Barðastrandarsýslu, þeim innilega fyrir frábært framlag í þágu mannúðar. Með þeim á myndinni er handavinnukennarinn hún Sigríður Sigurðardóttir.