• Raudur_kross_3

Prjónahópur og heimsóknavinir á Akranesi fara í ferð

15. maí 2014

Árleg vorferð prjónahóps og heimsóknavina Rauða krossins á Akranesi var að þessu sinni til Hvammstanga. Hópurinn lagði af stað kl. 9:30 og var kominn í kaffihúsið Hlöðuna Hvammstanga á hádegistíma þar sem borðuð var súpa með brauði.

Síðan var farið í heimsókn í Bardúsu, Selasetur Íslands, Prjóna- og saumastofuna Kidka þar sem boðið var upp á skoðunarferð um verksmiðjuna, Leirhús Grétu, Kaupfélagið og síðast en ekki síst Hannyrðaverslunina Hlín þar sem Dagbjört Jónsdóttir og Hermann Ívarsson eigendur tóku á móti hópnum með kaffi og veitingum.

Ingibjörg Sigurvaldadóttir sjálfboðaliði í prjónahópnum sagði sögu staðarins þegar keyrt var um bæinn.

Það var þreyttur en ánægður hópur sem lenti á Akranesi um hálf sjö leytið.