Tímamót hjá Vinahúsinu í Grundarfirði

25. nóv. 2014

Vinahúsið í Grundarfirði hélt afmælishátíðhátíð þann 19. nóvember þegar fimm ár voru liðin frá stofnun þess.

Rauði krossinn stendur að starfsemi Vinahússins sem er opið á mánudögum og miðvikudögum í Sögumiðstöðinni við Grundargötu. Tilgangur athvarfsins er að bæta virkni þeirra sem vilja skapa sér betri aðstæður í lífinu, vantar félagsskap og vill vera virkt í daglegu lífi. Þar er meðal annars föndrað pússlað, prjónað, saumað, teiknað og lesið auk þess sem haldnir eru fyrirlestrar.

Þess má geta að gestir Vinahússins, ásamt öðrum, vinna að verkefni Rauða krossins Föt sem framlag. Á dögunum skiluðu þeir af sér 118 ungbarnapökkum sem verða sendir til hjálparstarfs til Hvíta-Rússlands.

Steinunn Hansdóttir og Hildur Sæmundsdóttir sjálfboðaliðar hafa haldið utan  starfsemi athvarfsins frá upphafi.

„Það ríkir alltaf mikil gleði, kærleikur og samhugur í hópnum þegar við komum saman,“ segir Steinunn Hansdóttir.

Í tengslum við Vinahúsið er starfrækt Karlakaffi alla þriðjudaga í húsi verkalýðsfélagsins.
Í karlakaffinu geta allir karlar sótt sér félagsskap annarra karla, rætt um heimsins mál og annað og fengið sér ljúffengt kaffi yfir umræðum dagsins. Umsjón með því hefur Móses Geirmundsson

Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri í Grundarfirði færir Vinahúsinu gjöf í tilefni dagsins.
 

Kristín Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðmunda Hjartardóttir við jólaskreytingu sem hönnuð var af Stefaníu Þórey Guðlaugsdóttur hugmyndaríkasta einstaklingnum í húsinu.
 

Stefanía Þórey að nostra við jólaskreytinguna sem vakti mikla lukku.