Gaman saman

13. okt. 2006

Innan Akranesdeildar Rauða krossins starfar hópur öryrkja og geðfatlaðra sem hittist reglulega á fimmtudagsmorgnum milli kl. 11 og 13. Fær hópurinn fræðslu um hugsjónir Rauða krossins og ræðst sjálfur í að skipuleggja ýmsar uppákomur og verkefni.

Markmiðið með starfinu er að sporna gegn fordómum, í hvaða mynd sem þeir birtast, rjúfa félagslega einangrun og koma í veg fyrir einmanaleika hjá þeim sem búa við örorku og/eða atvinnuleysi.

Hópurinn sér að verulegu leyti sjálfur um að skipuleggja starfið, með dyggri aðstoð starfsmanns deildarinnar.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi og einu sinni í mánuði hittir hópurinn sálfræðing sem starfar á vegum hennar.