Svæðisfundur deilda á Vesturlandi

17. okt. 2006

Laugardaginn 14. október héldu Rauða kross deildir á Vesturlandi sinn árlega svæðisfund á veitingastaðnum Gilinu í Ólafsvík. Á fundinn mættu fulltrúar sex deilda auk þeirra Ómars Kristmundssonar formanns Rauða kross Íslands og  Kristjáns Sturlusonar framkvæmdastjóra félagsins.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundastörf og fjárhags- og framkvæmdaáætlun var lögð fram til samþykktar. Að því loknu tók Kristján við og kynnti niðurstöður könnunarinnar ,,Hvar þrengir að ?” og Ómar flutti erindi um endurskoðun á stefnu félagsins. Óskað var eftir fulltrúa  í vinnuhóp um endurskoðun stefnunnar og var Anna Lára Steindal frá Akranesdeild tilnefnd í þann hóp. 

Björn Benediktsson Stykkishólmsdeild og Guðni Ólafsson V-Barðastrandarsýsludeild luku setu sinni í svæðisráði og við störfum þeirra taka Kristín Ósk Sigurðardóttir og Sandra Skarphéðinsdóttir. Finnbjörn Gíslason Búðardalsdeild tók við stöðu formanns. Auk þeirra eru í svæðisráði Lárus Guðjónsson Akranesdeild, Hafdís Brynja Guðmundsdóttir Borgarfjarðardeild og Jón Ásgeir Sigurvinsson Grundarfjarðardeild.