Kaffisamsæti sjálfboðaliða hjá V.Barðastrandarsýsludeild

18. okt. 2011

Dýrmætt vinnuframlag sjálfboðaliða og tíminn sem þeir eyða í þágu samfélagsins er yfirskrift kynningarviku Rauða kross Íslands sem haldin er þessa viku. Í tilefni vikunnar bauð Rauða kross deild V.- Barðastrandarsýslu þeim sem hafa prjónað og saumað fyrir Rauða krossinn í vöfflur og kakó á veitingastaðnum Þorpinu á laugardaginn. 19 sjálfboðaliðar frá sjúkrahúsinu, bútasaumsklúbbnum „Spólunum“, sem voru einmitt með vinnudag, og eldri borgarar úr Selinu ásamt fleirum mættu og nutu samverunnar.

Hafði ein konan orð á því að s.l. 3 ár hafi hún prjónað 78 stykki og gefið til bágstaddra í gegnum Rauðakrossinn.

Deildin mun bjóða tombólubörnum sínum í bíó á næstunni en þau hafa verið mjög öflug að safna fyrir góð málefni.
Fimmtudaginn 20.október verður svo „Opið hús“ hjá Rauða kross deildinni í V. Barðastrandasýslu í húsnæði deildarinnar að Bjarkargötu 11 á Patreksfirði kl. 16.00 – 18.00. 

Þá verður starfsemin kynnt og boðið upp á kaffi og meðlæti.  Allir eru velkomnir. 

Allar upplýsingar um starfsemi Rauða krossins eru á  www.raudikrossinn.is og er fólk hvatt til að kíkja á vefinn  og sýna málefninu stuðning með því að skrá sig sem félaga í stærstu mannúðarhreyfingu heimsins.