Akranesdeild gefur hjálma

8. maí 2007

Föstudaginn 4. maí gaf Akranesdeild Rauða krossins öllum börnum í 3. bekk í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla reiðhjólahjálma. Börnin komu gangnandi með kennurum sínum í blíðskaparveðri í Rauða kross húsið þar sem hjálmarnir voru afhentir.

Áratuga hefð er fyrir  því hjá Akranesdeildinni að gefa börnum í 3. bekk reiðhjólahjálma á vorin og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að nota þá undantekningarlaust.

Krakkarnir voru ákaflega ánægð með hjálmana sína og staðráðin í því að nota þá vel og eiga slysalaust hjólasumar.