Starfið á árinu 2006

14. maí 2007

Svæðasamstarf deilda á svæðinu er myndað af sjö deildum, Akranesdeild, Borgarfjarðardeild, Búðardalsdeild, Grundarfjarðardeild, Snæfellsbæjardeild, Stykkishólmsdeild og V. Barðastrandasýsludeild. Svæðið nær frá Hvalfjarðarbotni og vestur í Tálknafjörð. Formaður svæðisráðs er Finnbjörn Gíslason stjórnaðarmaður Búðardalsdeildar. Svæðisskrifstofa Rauða krossins á Vesturlandi er til húsa í húsnæði Akranesdeildar að Þjóðbraut 11.

Deildirnar á Vesturlandi sinna hefðbundnum Rauða kross verkefnum eins og neyðarvörnum og neyðaraðstoð til einstaklinga utan almannavarnarástands. Auk þess eru ýmis verkefni í gangi í samræmi við þarfirnar á starfssvæði hverrar deildar. Nokkur svæðisverkefni eru í gangi s.s. forvarnarverkefni á Snæfellsnesi, sumarbúðir í Holti, vinadeildarsamstarf, málefni geðfatlaðra og námskeiðahald.

Forvarnarverkefnið
Á Snæfellsnesi er unnið að forvörnum barna og unglinga. Forvarnarfulltrúinn er með aðsetur í Fjölbrautarskóla Snæfellinga og unnið þar að ýmsum verkefnum í þágu unglinganna. Verkefnið hefur þegar sannað gildi sitt og sýnt fram á að hversu nauðsynlegt er að huga vel að málefnum barna og unglinga.

Sumarbúðir
Rauða kross deildir á Vesturlandi koma að sumarbúðum í Holti á hverju ári í samvinnu við Svæðisskrifstofu málefni fatlaðara á Vesturlandi. Í ágúst voru búðirnar starfræktar í eina viku. Deildir svæðisins koma að verkefninu bæði með fjárstuðningi og sjálfboðnu starfi í Holti á tímabilinu.

Geðfatlaðir
Árið 2005 var haldið námskeið á svæðinu fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðsjúkdóma og í kjölfarið voru stofnaðir sjálfshjálpar- og stuðningshópar tengdir málefninu. Rauði krossinn reynir að mæta þörfum þessara einstaklinga hvað varðar fræðslu og stuðning.

Vinadeildarsamstarf
Vinadeildarsamstarf er á milli Vesturlands og Western Division í Gambíu. Þrír sjálfboðaliðar svæðisins fóru í vinnuferð til Gambíu. Tilgangur ferðarinnar var að skoða aðstæður deildarinnar, sjá hvað hægt er að gera til að hjálpa og hvað við getum lært af þeim. Ferðin var yfirgripsmikil og skoðuðu ferðalangarnir meðal annars skóla, heilsugæslu, Rauða kross deildina og verkefni þeirra við sögunarmyllu.

Námskeið

Heimsóknarþjónusta
Heimsóknarvinir eru vaxandi verkefni á svæðinu og voru tvo námskeið haldin í Stykkishólmi. Mikil vakning hefur verið á svæðinu varðandi verkefnið og hafa flestar deildar sem ekki eru byrjaðar nú þegar sett verkefnið á áætlun.

Sjálfstyrkingarnámskeið
Akranesdeild bauð upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 13-16 ára unglinga í október. Markmiðið með námskeiðinu er að efla sjálfstraust og félagsfærni og kenna krökkunum að takast á við og skilgreina eigin tilfinningar.

Fjöldahjálparstjórn
Tvö námskeið voru haldin í fjöldahjálparstjórn í Búðardal og Stykkishólmi. Námskeiðin voru vel sótt og áhugi mikill á að bæta undirbúningsleiðir Rauða kross deilda á svæðinu ef upp kæmi neyðarástand á svæðinu.

Flugslysaæfing var haldin á Bíldudalsflugvelli. Unnið var samkvæmt neyðarvarnaáætlun svæðisins.

Skyndihjálp
Allar deildir tóku þátt í 112 deginum og kynntu þar skyndihjálp, hlutverk deildanna í neyð og fleira. Nokkuð er um að deildir útvegi námskeið í skyndihjálp fyrir atvinnulífið, skóla og ákveðna hópa samfélagsins.