Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

30. ágú. 2007

Á dögunum söfnuðu þeir Sigurður Ingi Ágústsson, Aðalsteinn Bjarni Valsson og Vignir Gísli Eiríksson munum sem þeir seldu á tombólu framan við Krónuna og Bónus á Akranesi. Með þessu framtaki sínu söfnuðu þeir hvorki meira né minna en rúmlega níu þúsund krónum til styrktar Rauða krossinum og komu færandi hendi á skrifstofu Akranesdeildarinnar.

Á ári hverju safna íslensk börn á bilinu fjögur til fimmhundruð þúsund krónum til styrktar Rauða krossinum og er upphæðin nýtt til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda. Árið 2006 var söfnunarfé varið til aðstoðar börnum í Sierra Leone, árið 2005 rann féð til aðstoðar börnum í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu og árið 2004 voru rann söfnunarfé til aðstoðar heyrnardaufum börnum í Palestínu.

Rauði krossinn þakkar þeim Sigurði Inga, Aðalsteini og Vigni Gísla kærlega fyrir þeirra framlag.