Endurskinsmerki afhent á Akranesi

29. okt. 2007

Það er árlegur viðburður hjá Rauða krossinum á Akranesi að slást í för með lögreglunni og hitta leik- og grunnskólabörn í bænum þegar skyggja tekur á haustinn. Þá er farið yfir umerðareglurnar, börnunum afhent endurskinsmerki merkt Rauða krossinum og sagt frá störfum Rauða krossins og lögreglunnar.

Á miðvikudagsmorguninn heimsóttu 40 börn í 1. bekk í Grundaskóla lögreglustöðina þar sem þau hittu fyrir fræðslufultrúa lögreglunnar og starfskonur Akranesdeildarinnar. Að umferðarfræðslu og stuttu erindi um Rauða krossinn loknu voru börnunum afthent endurskinsmerkin og í kjölfarið spunnust líflegar umræður.

Börnin voru vel að sér um verkefni Rauða krossins, enda sögðust þau flest þekkja Hjálfpús úr sjónvarpinu og höfðu orðið vör við umfjöllun í kynningarvikunni sem nú er nýliðin.

Öll leik- og grunnskólabörn á Akranesi, um fjórtánhundruð talsins, fá endurskinsmerki að gjöf frá Rauða krossinum í ár.