Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda á Akranesi

15. nóv. 2007

Námskeið um lagaumhverfi innflytjenda var haldið í Rauða kross húsinu á Akranesi á fimmtudaginn . Um samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi , Akranesdeildarinnar og Aþjóðahúss var að ræða.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi, var fyrirlesari á námskeiðinu og spunnust líflegar umræður um umfjöllunarefni þess, enda höfðu þátttakendur allir mikla reynslu af vinnu með innflytjendum.

Á Akranesi er um þessar mundir unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda í samvinnu Rauða krossins og sveitarfélagsins og búist við því að hún liggi fyrir í byrjun næsta árs.